Gerðir kirkjuþings - 2001, Side 45

Gerðir kirkjuþings - 2001, Side 45
15. Framkvæmd, ábyrgð og gildistími Starfsmannastefna Þjóðkirkjunnar er samþykkt af Kirkjuþingi. Hún er gefin út af Kirkjuráði og tekur gildi 1. janúar 2002. Biskup Islands, Kirkjuráð, sóknarnefndir og aðrir stjómendur stofnana Þjóðkirkjunnar bera ábyrgð á því að starfsmannastefnunni sé framfylgt. Starfsmannastefnan skal endurskoðuð eftir þörfum. Greinargerð Vettvangur Þjóðkirkjunnar einskorðast ekki við sóknir og stofnanir kirkjunnar. Þjóðkirkjan er send að boða Jesú Krist og vitna um vilja hans í heiminum. Skírnin er vígsla til þeirrar þjónustu, að vera tákn og verkfæri návistar Guðs og náðar. Öll þjónusta og starfsemi sókna og stofnana Þjóðkirkjunnar er í þágu fagnaðarerindisins. Stjórnendur, leiðtogar, trúnaðarmenn, sjálfboðaliðar og launað starfsfólk og vígðir þjónar kirkjunnar ber ábyrgð og skyldur innan þess verkahrings og hlutverka sem því er falið í Þjóðkirkjunni samkvæmt lögum, starfsreglum, ráðningarsamningum, erindisbréfum. Vígð þjónusta kirkjunnar, embættið, er þjónusta í þágu safnaðarins er vísar til hins sameiginlega hlutverks kirkjunnar og ábyrgðar sérhverrar skírðrar manneskju. Hin vígða þjónusta undanþiggur ekki aðra frá ábyrgð þeirra að lifa lífi trúar, vonar og kærleika á vettvangi kirkju og samfélags. Sóknir og stofnanir og embætti Þjóðkirkjunnar njóta sjálfstæðis innan ramma kirkjulaga, starfsreglna Kirkjuþings og játninga Þjóðkirkjunnar. Sóknarnefndir, starfsfólk, stjórnir stofnana og vígðir þjónar Þjóðkirkjunnar bera ábyrgð á að söfnuðurinn fullnægi skyldum sínum að helgihaldi, fræðslu og kærleiksþjónustu, uppeldi í trú og sið, kristniboði og hjálparstarfi. Ber því öllu að inna hlutverk sín af hendi í samræmi við trú, játningu og skipan Þjóðkirkjunnar. A undanförnum árum hefur orðið veruleg ijölgun fastráðinna starfsmanna í þjónustu Þjóðkirkjunnar og stofnana hennar. Með setningu Þjóðkirkjulaganna 1997 var Þjóðkirkjunni veitt aukið sjálfstæði í innri málum sínum og hefur Kirkjuþing sett starfsreglur sem hafa skýrt mjög starfsemi stofnana hennar. Með aukinni ábyrgð og svigrúmi til að ráða innri málum sínum hefur starfsmannahald orðið æ yfirgripsmeira. Það er því tímabært að Þjóðkirkjan gangi frá starfsmannastefnu sinni. A síðustu árum hafa stofnanir og fyrirtæki lagt aukna áherslu á að móta starfsmannastefnu sína og setja hana fram skriflega, þannig að hún sé öllum aðgengileg og að starfsfólk hafi möguleika á að hafa áhrif á hana. Starfsmannastefna hjá Þjóðkirkjunni er þó ekkert nýmæli. Starfsmannastefna hefur alltaf verið til í einhverri mynd, þótt hún hafi lengst verið óskráð og því oft erfitt um vik að framfylgja henni. Hér um skriflega framsetningu stefnunnar að ræða. Samkvæmt hinum ytra og almenna skilningi byggir starfsmannastefnan að hluta til á skráðum og óskráðum lögum, reglum og samningum um tengsl starfsmanna og vinnustaðar, stjómsýslulögum, jafnréttislögum, lögum um kjarasamninga og 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.