Gerðir kirkjuþings - 2001, Síða 45
15. Framkvæmd, ábyrgð og gildistími
Starfsmannastefna Þjóðkirkjunnar er samþykkt af Kirkjuþingi. Hún er gefin út af
Kirkjuráði og tekur gildi 1. janúar 2002.
Biskup Islands, Kirkjuráð, sóknarnefndir og aðrir stjómendur stofnana Þjóðkirkjunnar
bera ábyrgð á því að starfsmannastefnunni sé framfylgt.
Starfsmannastefnan skal endurskoðuð eftir þörfum.
Greinargerð
Vettvangur Þjóðkirkjunnar einskorðast ekki við sóknir og stofnanir kirkjunnar.
Þjóðkirkjan er send að boða Jesú Krist og vitna um vilja hans í heiminum. Skírnin er
vígsla til þeirrar þjónustu, að vera tákn og verkfæri návistar Guðs og náðar. Öll
þjónusta og starfsemi sókna og stofnana Þjóðkirkjunnar er í þágu fagnaðarerindisins.
Stjórnendur, leiðtogar, trúnaðarmenn, sjálfboðaliðar og launað starfsfólk og vígðir
þjónar kirkjunnar ber ábyrgð og skyldur innan þess verkahrings og hlutverka sem því
er falið í Þjóðkirkjunni samkvæmt lögum, starfsreglum, ráðningarsamningum,
erindisbréfum.
Vígð þjónusta kirkjunnar, embættið, er þjónusta í þágu safnaðarins er vísar til hins
sameiginlega hlutverks kirkjunnar og ábyrgðar sérhverrar skírðrar manneskju. Hin
vígða þjónusta undanþiggur ekki aðra frá ábyrgð þeirra að lifa lífi trúar, vonar og
kærleika á vettvangi kirkju og samfélags.
Sóknir og stofnanir og embætti Þjóðkirkjunnar njóta sjálfstæðis innan ramma
kirkjulaga, starfsreglna Kirkjuþings og játninga Þjóðkirkjunnar. Sóknarnefndir,
starfsfólk, stjórnir stofnana og vígðir þjónar Þjóðkirkjunnar bera ábyrgð á að
söfnuðurinn fullnægi skyldum sínum að helgihaldi, fræðslu og kærleiksþjónustu,
uppeldi í trú og sið, kristniboði og hjálparstarfi. Ber því öllu að inna hlutverk sín af
hendi í samræmi við trú, játningu og skipan Þjóðkirkjunnar.
A undanförnum árum hefur orðið veruleg ijölgun fastráðinna starfsmanna í þjónustu
Þjóðkirkjunnar og stofnana hennar. Með setningu Þjóðkirkjulaganna 1997 var
Þjóðkirkjunni veitt aukið sjálfstæði í innri málum sínum og hefur Kirkjuþing sett
starfsreglur sem hafa skýrt mjög starfsemi stofnana hennar. Með aukinni ábyrgð og
svigrúmi til að ráða innri málum sínum hefur starfsmannahald orðið æ yfirgripsmeira.
Það er því tímabært að Þjóðkirkjan gangi frá starfsmannastefnu sinni.
A síðustu árum hafa stofnanir og fyrirtæki lagt aukna áherslu á að móta
starfsmannastefnu sína og setja hana fram skriflega, þannig að hún sé öllum
aðgengileg og að starfsfólk hafi möguleika á að hafa áhrif á hana.
Starfsmannastefna hjá Þjóðkirkjunni er þó ekkert nýmæli. Starfsmannastefna hefur
alltaf verið til í einhverri mynd, þótt hún hafi lengst verið óskráð og því oft erfitt um
vik að framfylgja henni. Hér um skriflega framsetningu stefnunnar að ræða.
Samkvæmt hinum ytra og almenna skilningi byggir starfsmannastefnan að hluta til á
skráðum og óskráðum lögum, reglum og samningum um tengsl starfsmanna og
vinnustaðar, stjómsýslulögum, jafnréttislögum, lögum um kjarasamninga og
41