Gerðir kirkjuþings - 2001, Side 47
Starfsmannastefna Þjóðkirkjunnar
Grundvöllur
Starfsmannastefna Þjóðkirkjunnar byggir á ákvæðum kirkjulaga, starfsmannalaga, og
annarra laga eftir því sem við á, starfsreglum Kirkjuþings, siðareglum viðkomandi
starfsstétta, vígslubréfum presta og djákna, svo og stefnum sem kirkjan hefur
samþykkt, svo sem jafnréttisstefnu, vímuvamarstefnu, o.fl.
Með “Þjóðkirkjan” er átt við sóknir, embætti og stofnanir hinnar Evangelísku
Lútersku Þjóðkirkju á íslandi. Með orðunum “starfsfólk” og “starfsmaður/starfsmenn”
er átt við vígða þjóna Þjóðkirkjunnar, starfsfólk sókna og stofnana Þjóðkirkjunnar.
Starfsmannastefnan tekur og til ólaunaðs starfsfólks kirkjunnar eftir því sem við getur
átt.
1. Markmið
Starfsmannastefnan á að stuðla að því með almennum reglum að góður vinnustaður
verði betri og móta þannig umhverfi að allir starfsmenn Þjóðkirkjunnar geti vaxið og
dafnað í starfi sínu.
2. Gagnkvæmar skj ldur og ábyrgð
Þjóðkirkjan leggur áherslu á að gagnkvæmt traust ríki milli stofnana hennar og
starfsfólks hvað varðar skyldur og ábyrgð hvers og eins.
Því væntir Þjóðkirkjan þess að þau sem ráðin eru til starfa á hennar vegum sýni:
kostgæfni og trúmennsku í starfí,
ábyrgð, sjálfstæði og frumkvæði
vilja og hæfni til samstarfs,
Starfsfólkið má vænta þess:
til að menntast og dafna í starfi. að það hafi tækifæri til að axla ábyrgð og taka
þátt í mótun almennrar stefnu viðkomandi stofnunar og ákvarðanatöku um
málefni sem varða störf þeirra sérstaklega,
að skyldur og ábyrgð stjórnenda/tilsjónarmanna sé skýr,
að unnið sé að góðu samstarfi og vinnuanda,
að því sé veitt tækifæri
3. Stjórnun
Stefnt skal að góðum og nútímalegum stjórnunarháttum, sem m.a. felast í jákvæðu
viðhorfi til samstarfsmanna og virku upplýsingastreymi. Stjórnendur/tilsjónarmenn
skulu jafnan hafa samráð við starfsfólk um kirkjustarfið og beita sér fyrir sem
víðtækastri sátt um það. Ákvörðunarvald og ábyrgð stjórnanda/tilsjónarmanns
gagnvart starfsfólki skulu vera vel skilgreind og starfsfólki ljós.
4. Misbeiting valds
Þess skal gætt að innan kirkjunnar þurfi starfsfólk ekki að þola með neinum hœtti
ofbeldi, kynferóislega áreitni, einelti, takmörkun málfrelsis eða annað það sem fylgir
misbeitingu valds.
5. Jafnrétti, starfið og fjölskyldan
Þjóðkirkjan virðir jafnræði og beitir sér fyrir því að jafnræðisreglunni sé framfylgt og
vinnur samkvæmt jafnréttislögum og jafnréttisáætlun kirkjunnar.
43