Gerðir kirkjuþings - 2001, Síða 51

Gerðir kirkjuþings - 2001, Síða 51
sjóðsins að gera heildstæða úttekt á öllum eignum prestssetranna og ákvarða verkefnisröð sem síðan verði fylgt. Með því móti er hægt að hafa betri stjórn á þeim íjármunum sem fara í viðhald eignanna svo og að geta með ákveðnum hætti sagt prestum og ijölskyldum þeirra hvenær og hvernig verður staðið að viðgerðum. A árinu varð sú nýbreytni að gefið var út fréttabréf Prestssetrasjóðs og eru þar tilgreindar ýmsar fréttir af ákvörðunum stjórnar og framkvæmdum á prestssetrunum. Þetta hefur mælst vel fyrir og er ætlunin að fréttabréf komi út einu sinni til tvisvar á ári. Það er að segja af málefnum Útskála að á meðan síðasta Kirkjuþing stóð yfir var keypt hús, sem er gömul hjáleiga frá Útskálum og fylgdi því húsi nokkuð land sem þá endurheimtist til jarðarinnar. Varðandi gamla íbúðarhúsið þá bíður það frekari ákvarðanna, en ákveðnir aðilar hafa sýnt því áhuga að endurgera það sem sérstakt kirkju- og menningarsetur sem einnig kæmi til með að þjóna kirkjunni sem þjónustuhús. Verður unnið að þessum málum áfram í samráði við heimamenn. I síðustu skýrslu stjórnar var sagt að efst á lista stærri verkefna sjóðsins væri bygging íbúðarhúss í Glaumbæ í Skagafirði og hefur þar engin breyting orðið á en ijárskortur hamlað þessum áformum. Stjórnin samþykkti að byggja nýtt íbúðarhús í Glaumbæ, ef íjármagn fengist til þess á góðum kjörum og er það nú fyrir hendi, en jafnframt liggur fyrir álit Kirkjuráðs sem telur skuldsetningu sjóðsins of mikla og mælir því frekar gegn þessum framkvæmdum nema að hægt verði að selja eignir á móti, en leyfi til sölu eigna hefur ekki fengist frá Kirkjuþingi. Þetta sama á einnig við um bæði Egilsstaði og Selfoss, en á Kirkjuþingi 1999 var Selfossi bætt á lista þeirra staða sem eiga að hafa prestssetur. A þeim lista eru nú tveir staðir án prestsseturs þ.e. Selfoss og svo Egilsstaðir, en þar býr presturinn í eigin húsi og hefur svo verið frá því áður en Prestssetrasjóður tók til starfa árið 1994. Þrátt fyrir vinsamlegar beiðnir sóknarprestsins á Egilsstöðum hefur ekki enn verið hægt að verða við óskum hans. Varðandi Selfoss þá hefur verið unnið að samningum um að kaupa þar hús og liggja fyrir samningsdrög og hagstæð ijármögnum til þeirra kaupa. í þeirri ijárhagsáætlun sem stjórn sjóðsins hefur lagt fyrir Kirkjuþing er gert ráð fyrir að fjárfestingar sem farið verður í þ.e. bygging nýs húss í Glaumbæ og kaup á húsi á Selfossi verði fjármagnaðar með sölu eigna. Þar er gert ráð fyrir að selja m.a. Vatnsfjörð en slíkri beiðni var hafnað á síðasta Kirkjuþingi. Helstu rök gegn sölu Vatnsfjarðar voru saga staðarins sem kirkjustaðar frá öndverðu og því ómetanlegt fyrir kirkjuna að eiga staðinn áfram. Þessi rök geta í sjálfu sér haldið en ekki fyrir Prestssetrasjóð í þeirri stöðu sem hann er nú í. Þetta er sagt með það í huga að meginhlutverk sjóðsins er að halda utan um prestssetur starfandi presta og þegar sjóðurinn er á engan hátt í stakk búinn til að sinna því hlutverki sökum ijárskorts, þá er ekki hægt að setja varðveisluhlutverkið ofar þessu aðalhlutverki sjóðsins. Ef Kirkjuþing telur Vatnsfjörð þá eign að hún eigi að vera í vörslu og eign kirkjunnar þá þarf að færa hana undir eignasafn Kirkjuráðs í flokk með Skálholti eða að Kirkjuráð og Kirkjuþing veiti aukalega til Prestssetrasjóðs þeim íjármunum sem sjóðurinn annars hefði fengið við sölu staðarins og haldi sjóðnum skaðlausum af öllu viðhaldi og viðgerðum ásamt eftirliti. Þá hefur orðið breyting á hlutverki prestssetursins á Hólum í Hjaltadal þar sem það hús er ekki lengur prestssetur heldur vígslubiskupsbústaður og því eðlilegt að sú eign 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.