Gerðir kirkjuþings - 2001, Page 53

Gerðir kirkjuþings - 2001, Page 53
Kirkjuþing veitir stjórn prestssetrasjóðs heimild til að ráðstafa gamla íbúðarhúsinu á Utskálum, Garði, Kjalarnesprófastsdæmi til aðila sem mynda félag um að gera það upp sem sérstakt kirkju- og menningarsetur. B. Um önnur málefni prestssetrasjóðs Lögð er rík áhersla á að Kirkjuráð veiti sjóðsstjóm aðstoð við að treysta fjárhag sjóðsins og er þar einkum horft til sérstakra framlaga, ábyrgða, skuldbreytinga og fleiri þátta sem stuðla að betra jafnvægi í rekstri og efnahag hans. Unnið verði áfram eftir fyrirliggjandi viðmiðunarreglum um meðferð greiðslumarks í sauðfjárbúskap með það að markmiði að heimila flutning þess milli prestssetra og þá jafnframt að innkalla til notkunar ónotaðan fullvirðisrétt. Fyrningarsjóður hvers prestsseturs verði færður, þannig að fyrir liggi árlega tekjufærsla og gjöld með öllum áföllnum kostnaði við rekstur þess ásamt tekjum og gjöldum prestsseturs sem hefur verið lagt niður en nýtur þjónustuskyldu. Lögð er áhersla á að stjórn sjóðsins með framkvæmdastjóra hafi gott eftirlit með framkvæmdum, þannig að verkáætlanir standist og leigjendur geti ekki stofnað til ósamþykktra útgjalda. Stjórn prestssetrasjóðs er falið að annast um gerð skýrslu, sem skal leggja fýrir næsta Kirkjuþing, um ýmsa þætti í rekstri, stefnumörkun og framtíðarskipan sjóðsins og skal þar einkum horft til eftirfarandi þátta: Lokið verði úttekt á endurbóta- og viðhaldsþörf prestssetra ásamt áætlun um kostnað við þær endurbætur. Skoðað verði sérstaklega hvort ástæða sé til fækkunar prestsseturshúsa í bæjum og stærri kauptúnum. Tillögur verði gerðar um þau prestssetur, þar sem gert sé ráð fyrir að stundaður verði landbúnaður í næstu framtíð og því auglýst sem prestssetur í búrekstri með fullvirðisrétti í sauðfé. Skoðað verði hvort rétt sé að prestssetur í sveit, þar sem ekki er gert ráð fyrir að stundaður sé búskapur, sé flutt til innan sama prestakalls. Tillögur verði gerðar um stöðu þeirra prestssetra sem ekki eru setin. Skoðuð verði hlunnindi prestssetra þ.e. núverandi staða og meðferð þeirra, jafnframt því sem horft verði til nýrra hlunninda sem eru að myndast t.d. í formi leigu lands undir sumarbústaði o.fl. 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.