Gerðir kirkjuþings - 2001, Qupperneq 55

Gerðir kirkjuþings - 2001, Qupperneq 55
Formáli. Kirkjuþing 1999 samþykkti að skipuð yrði sjö manna prestssetranefnd, sem tæki við störfum kirkjueignamefndar Þjóðkirkjunnar. Tilnefna skyldi í nefndina, er starfa skyldi undir forystu forseta Kirkjuþings, Jóns Helgasonar. Sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup var tilnefndur af biskupafundi, Bjarni Grímsson af stjórn prestssetrasjóðs og sr. Geir Waage, sr. Halldór Gunnarsson, dr. Páll Sigurðsson og sr. Þorbjörn Hlynur Arnason voru tilnefndir af kirkjueignanefnd Þjóðkirkjunnar. í ályktun Kirkjuþings 1999 segir: "Nefndirt hafi hliðsjón afþeirri stefnu sem mörkuð hefur verið um eignarréttarstöðu prestssetra í álitsgerð kirkjueignanefndar frá 1984, ásamtþeim skýrslum um störf kirkjueignanefhdar, sem birtar hafa verið á Kirkjuþingum og Kirkjuþing hefur samþykkt. Nefndinfialli einnig um önnur álitamál, er varða kirkjueignir, s.s. um kirkjujarðir, sem eru með kristfiár- og fátœkrakvöðum, og framkvæmd samkomulags milli íslenska ríkisins ogÞjóðkirkjunnar frá lO.jamiar 1997. Nefndin vinni sérstaklega að því að Ijúka samkomulagi íslenska ríkisins og Þjóðkirkjunnarfrá lO.janúar 1997 varðandiprestssetrin." Prestssetranefndin tekur mið af því í þessari greinargerð að eignamál Þjóðkirkjunnar hafa verið til umíjöllunar allt frá 1980. Hefur verið fjallað um þau hjá Prestafélagi íslands, á prestastefnum og á Kirkjuþingum, nær árlega frá 1980. Þann 24.10. 1980 skipaði kirkjumálaráðherra fimm manna starfskjaranefnd um málefni sóknarpresta, embættin og prestsetrin. Hún skilaði nefndaráliti 27.10.1986.1 12. kafla álitsins var fjallað um prestssetursjarðir og hlunnindin. Á prestastefnu 1981 var gerð samþykkt að tillögu sr. Geirs Waage um meðferð kirkjueigna, þess efnis að sala þeirra yrði stöðvuð, þar til niðurstaða hefði fengist um eignarréttarstöðu þeirra. Athugað yrði hverjar þær hefðu verið við siðbót, hvernig þeim hefði verið ráðstafað og með hvaða réttarheimildum hverju sinni og hverjar þær væru sannanlega nú. Þann23. 12. 1982 skipaði kirkjumálaráðherra fimm manna kirkjueignanefnd, sem lagði fram fyrri hluta álits síns þann 14. desember 1984 m.a. um málefni prestssetra, nýbýli úr prestssetrajörðum, kirknaítök, eignir lénskirkna, kristíjárjarðir og fátækrajarðir, ásamt með fylgiskjölum, m.a. um ítökin, um nýbýli byggð út úr prestssetursjörðum, prestssetur og prestssetursjarðir. Seinni hluti álitsgerðarinnar var skrá um kirkjueignir á íslandi frá 1597 til 1984, sem var skilað í október 1992 og unnin af Ólafi Ásgeirssyni. Þar er að fmna yfirlit um prestssetrin, ásamt með hjáleigum og nýbýlum frá þeim. Greinargerð prestssetranefndar nú byggir á báðum þessum álitsgerðum varðandi prestssetrin og því sem þeim fylgir. Þann 10. 2. 1992 skipaði kirkjumálaráðherra viðræðunefnd af hálfu ríkisins til þess að ná samkomulagi um það, hver skyldi verða framtíðarskipan kirkjueigna í landinu og hverjar skyldur kirkjan tæki á sig á móti. I nefndina voru skipaðir 4 ráðuneytisstjórar, en biskup tilnefndi 4 presta undir formennsku séra Þórhalls Höskuldssonar, en hann lést 1995. Auk hans voru í nefndinni sr. Jón Einarsson, sem lést 1995, sr. Þórir Stephensen og sr. Þorbjörn Hlynur Árnason. Fyrir liggur handrit sr. Þórhalls Höskuldssonar í drögum um þessi málefni, m.a. um prestssetur með 8 undirköflum og um jarðir bændakirkna með 5 undirköflum og um kristfjárjarðir og fátækrajarðir með 4 undirköflum, sem snerta sérstaklega umfjöllunarefni nefndarinnar og fylgir þessari greinargerð í fsk. 5. Við formennsku í viðræðunefnd kirkjunnar af sr. Þórhalli tók sr. Þorbjörn Hlynur Árnason. Sr. Halldór Gunnarsson kom til starfa í nefndinni sama ár og einnig, til samráðs, vígslubiskup sr. Sigurður Sigurðarson og síðar sr. Geir Waage. Á prestastefnu 1992 var kosin þriggja manna synodalnefnd um vörslu kirkjueigna undir formennsku sr. Halldórs Gunnarssonar sem starfaði til 1998 og 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.