Gerðir kirkjuþings - 2001, Side 68

Gerðir kirkjuþings - 2001, Side 68
Framhald þessara laga voru lögin um Kristnisjóð nr. 35/1970, en stofhfé sjóðsins var inneign í kirkjujarðasjóði og prestakallasjóði, en þeir sjóðir voru lagðir niður og andvirði seldra kirkjujarða, annarra en prestssetursjarða rann í Kristnisjóð. Ennfremur var ákveðið í 20. gr. laganna að hámarkslaun í þeim 15 prestaköllum sem þá voru lögð niður, skyldu renna í sjóðinn, svo og laun sem spöruðust þegar prestakall stæði óveitt. í kirkjujarðasamkomulaginu frá 10. janúar 1997 var kveðið á um að ein prestslaun til viðbótar rynnu í sjóðinn árlega til ársloka 2005. Með lögunum um Kristnisjóð var ríkið að bæta kirkjunni hluta af þeim mikla tekjumissi sem varð, þegar ríkið tók yfir kirkjueignirnar. I greinargerð með frumvarpi til laga um Kristnisjóð er vísað til sömu forsendu og hafði ríkt um aldir, að prestaköllin/embættin/brauðin, voru viðurkennd sem sjálfstæðar stofnanir, sem prestamir höfðu að “léni” með öllum gögnum og gæðum. Embættin eiga eignirnar sjálfar, húsin, ffamkvæmdirnar, ítökin, hlunnindin og eiga að hafa af því tekjur til rekstrar í starfi. Embættin áttu einnig bókasöfn, sjóði ofl., sem viðkomandi presti bar að varðveita, sem og eignirnar. Umsjá með prestssetrum hafði dóms- og kirkjumálaráðuneytið sbr. reglugerð um stjórnarráð íslands nr. 69/1969. Umsjá með kirkjujörðum höfðu hreppstjórar, sbr. 8. til 11. gr. laga nr. 46/1907, sem kváðu á um að þeir hefðu umsjá með leigu kirkjujarða og ítökum lénskirkna og innheimtu á leigutekjum. Með lögum nr. 90/1984 voru gerðar breytingar á jarðalögum, sem felldu þetta úr gildi. Var sú umsjá kirkjujarða þá færð til landbúnaðarráðuneytisins. Með lögum nr. 71/1919 um laun embættismanna voru 1. og 2. gr. laga nr. 46/1907 felldar úr gildi og launin síðan greidd úr ríkissjóði, en önnur ákvæði héldu sér, s.s. þau er varða stöðu embættanna. Þessari sérstöðu var ekki breytt í lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Kirkjujarðasamkomulagið ffá lO.janúar 1997 kvað á um afhendingu kirkjujarða á móti skuldbindingu um greiðslu launa, launatengdra gjalda og embættiskostnaðar eða m.ö.o. að laun og embættiskostnaður til ákveðins ijölda starfsmanna kirkjunnar sé nokkurs konar arðgreiðsla eða álagsgreiðsla af ákveðinni kirkjueign, kirkjujörðunum. Lög nr. 138/1993 um kirkjumálasjóð kváðu á um lágmarksgreiðslu kr. 52 milljónir til prestssetrasjóðs, til þess að tryggja viðhald prestssetra, nýbygginga á prestssetrum og til að kaupa upp eignir presta á prestssetrum við prestaskipti. Þessi fjárveiting var nánast samsvarandi fjárveitingu á fjárlögum ffá fyrri árum til þessa málaflokks. Samhliða voru samþykkt lög nr. 137/1993 um prestssetur, sem fluttu umsjón prestssetra ffá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu til stjórnar prestssetrasjóðs. Ef miðað var við fjárveitingu árið áður, var þessi upphæð þó um þremur milljónum krónum lægri miðað við verðlagsforsendur og ekki var gert ráð fyrir aukinni ijárveitingu vegna umsjónar og rekstrar, sem ráðuneytið hafði áður kostað. Rekstrarkostnaður sjóðsins hjá prestssetrasjóði hefur numið með aðkeyptri þjónustu um kr.- 15 milljónum á ári, þannig að rökstyðja má að ijárframlag ríkisins til prestssetranna hafi lækkað verulega ffá ársbyrjun 1994. Kirkjumálasjóði var einnig falið að kosta ýmsa starfsemi kirkjunnar, sem ríkið hafði áður kostað, s.s. störf Kirkjuþings, Kirkjuráðs, prestastefnu, tónlistarfræðslu kirkjunnar, ráðgjöf í ijölskyldumálum, starfsþjálfun guðffæðikandídata o.fl. Ávallt var viðurkennt við undirbúning að setningu laganna og alla ffamkvæmd þeirra að um bráðabirgðaráðstöfun væri að ræða að því er varðar prestssetrin, þar sem ekki væri lokið viðræðum um þau. Með ffamangreindum rökstuðningi má segja að lög um Jöfnunarsjóð sókna, Kristnisjóð, Kirkjumálasjóð og prestssetur hafi verið framhald af þeirri skipan sem varð á umbúnaði embættanna og Þjóðkirkjunnar allt ffá 1907, er ríkið, gegn 64
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.