Gerðir kirkjuþings - 2001, Page 71
myndi verða lokaniðurstaða um fjárhagsskuldbindingar milli íslenska ríkisins og
Þjóðkirkjunnar. Leitað yrði til Alþingis til að staðfesta þetta samkomulag, ef af yrði,
með sama hætti og Alþingi staðfesti kirkjujarðasamkomulagið með lögum m. 78/1997.
Það yrði t.d. gert með breytingu á lögum nr. 137/1993, um prestssetur.
Þessari greinargerð með fylgiskjölum um prestssetrin og það sem þeim fylgir skilað til
Kirkjuþings í október 2001,
Jón Helgason Sigurður Sigurðarson Bjarni Grímsson Geir Waage
Halldór Gunnarsson Páll Sigurðsson Þorbjörn Hlynur Árnason
Að tillögu allsherjamefndar samþykkti Kirkjuþing eftirfarandi
ÁLYKTUN
Kirkjuþing 2001 þakkar skýrslu prestssetranefndar og styður eindregið málatilbúnað
nefndarinnar gagnvart samninganefnd ríkisins.
Kirkjuþing þakkar yfirlýsingu dóms- og kirkjumálaráðherra við setningu þingsins
þann 15. október sl. og metur mikils að svo jákvæð afstaða til þessa langa
samningaferlis hafi komið frá ráðherranum. I ljósi þessa er skorað á ráðherrann og
ríkisstjórn íslands að láta aðgerðir fylgja orðum og ganga nú þegar í að ljúka þessu
máli með undirritun samkomulags.
Kirkjuþing 2001 vill þó láta í ljós óánægju og mótmælir einhliða sölu ríkisins á
jörðum sem tengjast þessum samningum, eðlilegt þykir að fullt samráð og samþykki
samningsaðila sé um slíkar sölur, fari þær fram á annað borð, sbr. fyrri yfirlýsingar
ríkisins um slík mál dags. 9. nóvember 1994 og lög um prestssetur nr. 137/1993.
Kirkjuþing 2001 vill ítreka samþykktir fyrri Kirkjuþinga, um að prestssetur verði á
Þingvöllum og telur að ekki sé hægt að ganga frá samningum við ríkið um önnur
prestssetur, fyrr en mál prestssetursins á Þingvöllum sé jafnframt leyst.
67