Gerðir kirkjuþings - 2001, Side 91

Gerðir kirkjuþings - 2001, Side 91
Varðandi skipun í kirkjugarðaráð er nefndin sammála um að eðlilegt sé að biskup íslands eða fulltrúi hans sé formaður. Embætti húsameistara ríkisins hefur verið lagt niður, og ekkert hefur komið í stað þess. Skipulagsstjóri telur sig orðinn vanhæfan, í kjölfar breytingar sem gerðar hafa verið á skipulags- og byggingalögum, og hefur umhverfisráðuneytið tekið undir þau sjónarmið. Nefndin er jafnframt sammála um mikilvægi þess að í nefndinni sé aðili sem búi yfir þekkingu á fornminjum og húsagerð, en liðveisla og atbeini frá Þjóðminjasafninu hefur verið mikiil á undanförnum áratugum. Því er lagt til að þjóðminjavörður eða fulltrúi hans eigi sæti í ráðinu. í Kirkjugarðasambandi íslands eru um 60 kirkjugarðar af 280, og hefur það innan sinna vébanda um 90% gjaldenda kirkjugarðsgjalda. Nefndin telur það ekki geta verið eðlilegan málsvara kirkjugarðaheildarinnar, þó að líta megi á það sem samnefnara fyrir hluta af kirkjugörðum í landinu, því að fleiri kirkjugarðar eru utan sambandsins en innan þess. Af þessum sökum hefur nefndin talið eðlilegt að kirkjugarðsstjórn Reykjavíkurprófastsdæma eigi áfram fulltrúa eins og verið hefur, og að síðar megi skoða, ef Kirkjugarðasamband íslands eflist og verður að heildarsamtökum fyrir alla kirkjugarða í landi, hvort þá væri ekki eðlilegt að það tilefni fulltrúa í stað Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Ennfremur er talið eðlilegt að einn fulltrúi verði áfram kjörinn af Kirkjuþingi, eins og verið hefur. Þá er nefndin einhuga um að rétt sé að Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefni fimmta manninn í hið nýja kirkjugarðaráð. Um 6. gr. Þarfnast ekki skýringa. Um 7. gr. Fram hafa komið ýmsar ábendingar um að orðalag laganna um skyldur og rétt sveitarfélaga sé hvorki nægilega skýrt né nákvæmt. Það ráðist oft að vilja sveitarfélaga, hversu skammt eða langt þau teygi sig, þegar kirkjugarðsstæði er afhent og eins sé mjög mismunandi á milli sveitarfélaga hvernig þau túlki skyldu sína í að leggja til efni í girðingu. í því skyni að koma á samræmi er lagt til að kirkjugarðaráðið setji nokkurs konar staðal, sem miða beri við í þessum efnum, þegar sveitarfélag láta af hendi stæði undir kirkjugarð eða efni í girðingu. Þess eru dæmi að sveitarfélög leysi sig undan þessari skyldu með því að greiða kirkjugarðinum ákveðna íjárhæð, sem er reiknuð út frá fjölda grafarstæða. Talið er að viðmiðunarreglur sem verði settar hér að lútandi, muni geta leyst þennan vanda. Um 8. gr. Miklu varðar að allur kirkjugarðurinn sé smekklega prýddur og hirtur, en ekki aðeins legstæðin, og lýtur breytingin að því. Um 9. gr. Óeðlilegt þykir að gerður sé áskilnaður um að einni tiltekirmi stofnun skuli vera gert skylt með lögum að leggja til ókeypis ráðgjöf og leiðbeiningar um plöntu- og trjáhirðu, ekki síst eftir að komin er virk samkeppni í garðplöntuframleiðslu. Því þykir eðlilegast að fella ákvæðið niður. Um 10. gr. Nýlegt dæmi er um að líkhús var byggt í tengslum við þjónustuhús í kirkjugarðinum á Akureyri. Hefur slíkt orðið til mikils hagræðis bæði fyrir kirkjugarðinn svo og 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.