Gerðir kirkjuþings - 2001, Síða 102

Gerðir kirkjuþings - 2001, Síða 102
Lokaorð biskups íslands Herra forseti. Þegar Kirkjuþingi er slitið þessu sinni þá lýkur kjörtímabili sem markar mikilvæg tímamót í kirkjusögu íslands. Þið, heiðruðu kirkjuþingsmenn, voruð kjörin til að koma hinni nýju kirkjulöggjöf af stað með setningu starfsreglna. Þið hafið umiið mikið þrekvirki í þeim efnum, að smíða kirkjuréttinn, móta starfsumhverfið og vinnubrögð hinnar frjálsu og sjálfstæðu Þjóðkirkju. Það er mikil ábyrgð sem alþingi íslendinga hefur falið kirkjuþingi. Sú ábyrgð hefur kallað á ný vinnubrögð og mikið vinnuálag. Það hefur án efa valdið óvissu og óöryggi hjá okkur öllum. Vinnubrögð hafa slípast og batnað til muna og kröfumar aukist að sama skapi um vandaðri undirbúning og umbúnað. Ég vil í nafni Þjóðkirkjunnar þakka ykkur fyrir það, sem þið hafið lagt að mörkum. Ég þakka alla atorku og kraft, alla góða málafylgju, holl ráð og heilan hug, góðan vilja, einlægni og áhuga og samstarf. Og alla ást á málefninu sem er kirkja Krists og lífið í hans nafni. Þökk fyrir samveruna hér á kirkjuþingi. Þökk forseta fyrir trausta stjórn og leiðsögn, þökk starfsliði þingsins og húsráðendum hér alla þjónustu sem svo ljúflega var látin í té. Óneitanlega hefur borið talsvert á togstreitu á þinginu um völd og valdmörk. Það er eðlilegt að tekist sé á og skoðanir séu skiptar og jafnvel verði heitt í hamsi og kapp hlaupi í kinn. Það hlýtur að vera marks um það að okkur er ekki sama. En okkur ber öllum að gæta hófs og sýna hvert öðru virðingu. Við verðum öll saman að byggja upp traust og virðingu kirkjuþings og samstöðu um niðurstöðu þegar hún næst, og sátt um að vera ósammála þegar svo ber undir. Hef ég jafnan viljað ganga út frá því. Mér er trúað fyrir ábyrgðarmiklu embætti, embætti sem er og á að vera einingarafl í kirkjunni. Hef ég viljað reynast þeirri köllun og verkefni trúr. Ég verð að játa að mér hefur þótt sárt að sitja undir því að vera enn og aftur á kirkjuþingi undanfarið kjörtímabil tortryggður og vændur um að standa ásamt með kirkjuráði gegn lýðræði og valddreifingu í kirkjunni. Það er fjarri sanni. Vel má vera að ég og kirkjuráð höfum á stundum verið of varkár vegna þunga þeirrar ábyrgðar sem við fundum að okkur var falin er við vorum að feta okkur áfram eftir óvissubraut í nýju landslagi nýrra laga, og verið ef til vill varkárari en nauðsyn bar til. Ég hef viljað ganga út ffá því að sátt væri um kirkjulögin og þær málamiðlanir sem þar eru vissulega í ýmsum efnum, að við létum á það reyna hversu vel okkur tækist að nýta þetta tækifæri sem Þjóðkirkjunni er veitt með hinum nýju lögum. Það er vitað mál að kirkjulögin eru ekki gallalaus. Yfírleitt hafa þau samt gagnast vel og starfsreglur sem kirkjuþing hefur sett verið nytsamlegt verkfæri og farvegir fyrir hið margþætta starf kirkjunnar og stofnana hennar. Okkur vefst stundum tunga um tönn þegar við ætlum okkur skilgreina hvað hún er þessi kirkja sem við þjónum, þessi kirkja sem kennir sig við þjóðina. Og það er ekki auðvelt að skilgreina það hvemig hinir ýmsu aðilar á þeim víða vettvangi spila saman í kerfi eða skipuriti. Og það er allt í lagi. Ef við vitum til hvers við erum að þessu. Og hvert markið er. Það er hátt og það er mikilvægt. Boðun trúarinnar á Jesú Krist, og lífið í hans nafni. Ekkert er mikilvægara en einmitt það, og aldrei mikilvægara en nú. Við erum á Kirkjuþingi að þjóna þeim raunvemleika sem er kristin kirkja, ósýnilegui- en þó svo áþreifanlegur, himneskur en þó svo yfirmáta jarðneskur veruleiki. Guð einn þekkir söfnuð sinn og nöfn sinna heilögu, trúin ein getur greint kirkju Jesú Krists. Það er starfsemi sem seint verður unnt að skilgreina, vega og meta á málfari laga og starfsreglna. Hún er atburður. Hún gerist. Hún verður þegar sáttargjörð Krists fullnast 98
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.