Fréttablaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —5 3 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 3 . M a r s 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag skoðun Valgerður Bjarna- dóttir alþingismaður skrifar um búvörusamningana. 24-32 sport Gunnar Nelson mætir aftur í búrið í maímánuði. 34 Menning Páll Baldvin Baldvins- son hlaut í gær viðurkenningu Hagþenkis fyrir rit sitt Stríðsárin 1938-1945. 40-46 lÍFið Ófærð 2 gerist ekki í Kötlugosi. 50-54 plús 2 sérblöð l Fólk l Íslenskur iðnaður *Samkvæmt prentmiðla- könnun Gallup apríl-júní 2015 OPIÐ TIL 21 Í KVÖLD ALLT FYRIR FERMINGUNA SKOÐAÐU TILBOÐIN Á BLS. 14–17 OPIÐ TIL 23 KONU KVÖLD Tommies tómatatilboð gildir til 6. mars 30 %afsláttur Útskipun áls hófst við höfnina í Straumsvík í gær og gengu tólf stjórnendur og stjórnarmenn í störfin. Á meðal þeirra voru Katrín Pétursdóttir, Birna Pála Kristinsdóttir og Rannveig Rist, forstjóri ISAL. Fréttablaðið/anton viðskipti Laun forstjóra félaga í Kauphöll Íslands hækkuðu umfram launavísitölu á síðasta ári. Greiðslur launa og hlunninda til forstjóra félaganna hækkuðu að meðal- tali um 13,3% prósent milli ára en meðal árshækkun launavísitölu Hagstofu Íslands var 7,2 prósent árið 2015. Mest hækkuðu laun Finns Oddssonar, forstjóra Nýherja, eða um 46 prósent milli ára, og námu 3,1 milljón króna á mánuði. Þá hækk- uðu heildarlaunagreiðslur til Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marel, um 34,3 prósent milli ára og námu 6,6 milljónum króna á mánuði. Þá hækkuðu heildarlaunagreiðslur til Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra Ice- landair Group og formanns Samtaka atvinnulífsins, um 17 prósent milli ára og námu 4,5 milljónum króna á mánuði. Samkvæmt tillögum stjórna fyrir aðalfundi Kauphallarfélaganna er lagt til að launahækkanir nemi að meðaltali 8,6 prósentum milli ára. Mest er lagt til að laun stjórnar- manna í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone, hækki eða um 18,6 pró- sent. Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og stjórnarformaður Fjarskipta, segir stjórnarlaun Fjarskipta verða áfram fremur lág miðað við önnur félög á markaðnum. „Ef þeir ætluðu að fá ráðgjafa úti í bæ, lögfræðinga eða aðra sérfræðinga til að sinna þessu, þá er ljóst að þessi stjórnar- laun sem eru í dag myndu ekki duga fyrir þessum reikningi,“ segir Heiðar. Þá sé vinna við undirbúning hvers stjórnarfundar milli tíu og tuttugu klukkustundir. Er lagt til að laun stjórnarmanna í bæði Nýherja og Reitum hækki um 15,4 prósent. Til samanburðar þá var almenn launa- hækkun í Salek-samkomulaginu 6,2 prósent frá áramótum. Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir mikilvægt að stjórnendur sýni gott fordæmi þegar kemur að launahækkunum. „Við höfum sagt að auðvitað eigi stjórnendur að leiða með fordæmi og það er alveg ljóst að þegar horft er á launaþróun undangenginna ára, þá hafa þeir gert það. Þeir hafa hækkað hlut- fallslega minna en aðrir launahópar í samfélaginu,“ segir Þorsteinn. Almennt sé talið svigrúm til 3-4 prósenta launahækkunar á ári og nýlega samþykktir kjarasamningar feli í sér launahækkanir sem séu umtalsvert umfram það. Meðallaun forstjóra í Kauphöll- inni voru 4,9 milljónir á mánuði á síðasta ári og meðallaun stjórnar- formanna verða 676 þúsund krónur á mánuði verði tillögur samþykktar á aðalfundum sem fram undan eru. Hæst laun fær forstjóri Össurar, eða 19,2 milljónir króna á mánuði. – ih, /sjá síðu 4 Forstjóralaun hækka um allt að 46 prósent Laun forstjóra félaga í Kauphöllinni hækkuðu um- fram launavísitölu á síðasta ári. Meðaltalshækkun um 13,3 prósent. Framkvæmdastjóri SA segir stjórn- endalaun hafa hækkað minna en laun annarra. Við höfum sagt að auðvitað eigi stjórnendur að leiða með fordæmi og það er alveg ljóst að þegar horft er á launaþró- un undan- genginna ára, þá hafa þeir gert það. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins dægurMál Alls hefur 31 nýtt nafn bæst við þá tónlistarflóru sem mun taka yfir Laugardalinn 16.-19. júní næstkomandi á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Á meðal þeirra sem bæst hafa í hópinn eru suður-afríska rapptvíeykið Die Antwoord, banda- ríski rappdúettinn M.O.P, franski tónlistarmaðurinn St Germain og bandaríska rapptríóið Flatbush Zombies, svo nokkur nöfn séu nefnd. Þá kemur íslenska rappsveitin XXX Rottweiler hundar saman á hátíðinni. – glp / sjá síðu 54 Die Antwoord og M.O.P. á Secret Solstice Die antwoord er þekkt fyrir litríka sviðsframkomu. 0 3 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 A 6 -F E 3 0 1 8 A 6 -F C F 4 1 8 A 6 -F B B 8 1 8 A 6 -F A 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 0 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.