Fréttablaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 4
Ef fólk skoðar hvað er á bak við þessa vinnu, hvers konar sérfræði- kunnátta það er. Ef þeir ætluðu að fá ráðgjafa úti í bæ, lögfræðinga eða aðra sér- fræðinga, til að sinna þessu, þá er ljóst að þessi stjórnar- laun sem eru í dag myndu ekki duga fyrir þessum reikningi. Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og stjórnar- formaður Fjarskipta Forstjóri Mánaðarlaun* Hækkun í % Laun stjórnar- Laun stjórnar- Hækkun í % milli ára formanns** manna** milli ára Össur Jón 19,2 1,7% 963 386 4,1% Sigurðsson Marel Árni Oddur 6,6 34,3% 1.169 390 0,0% Þórðarson Eimskip Gylfi 6,1*** 10,4% 575 290 4,5% Sigfússon Icelandair Björgólfur 4,5 17,0% 600 300 9,1% Jóhannsson Fjarskipti Stefán 4,2 Hóf störf í 500 250 18,6% Sigurðsson maí 2014 N1 Eggert Þór 3,7 Hóf störf í 630 315 8,6% Kristófersson febrúar 2015 TM Sigurður 3,6 0,0% 770 385 10,0% Viðarsson HB Grandi Vilhjálmur 3,5 18,5% Liggur ekki fyrir Liggur ekki fyrir Liggur ekki fyrir Vilhjálmsson Sjóvá Hermann 3,4 3,4% 600 300 9,1% Björnsson Síminn Orri 3,4 2,1% 650 325 8,3% Hauksson VÍS Sigrún Ragna 3,3 8,3% 600 350 0,0% Ólafsdóttir Nýherji Finnur 3,1 46,0% 450 150 15,4% Oddsson Reitir Guðjón 3,0 13,7% 600 300 15,4% Auðunsson Eik Garðar Hannes 2,8 17,9% Liggur ekki fyrir Liggur ekki fyrir Liggur ekki fyrir Friðjónsson Reginn Helgi S. 2,6 0,0% Liggur ekki fyrir Liggur ekki fyrir Liggur ekki fyrir Gunnarsson *Meðalgreiðslur og hlunnindi á mánuði í milljónum króna árið 2015 . **Laun stjórnarformanna og stjórnarmanna í þúsundum króna verði tillögur um launakjör þeirra samþykktar á aðalfundum. ***Upphæð inniheldur lífeyrissjóðsgreiðslur ✿ Laun forstjóra og stjórnarmanna í Kauphöll Íslands ViðSKipti Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni voru 4,9 milljónir á mánuði á síðasta ári og hækkuðu um 13,3 prósent milli ára. Meðal- árshækkun launavísitölu Hagstofu Íslands var nær helmingi lægri, eða 7,2 prósent árið 2015. Samkvæmt tillögum stjórna fyrir aðalfundi Kauphallarfélaganna er lagt til að launahækkanir nemi að meðaltali 8,6 prósentum milli ára. Mest er lagt til að laun stjórnar- manna í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone, hækki eða um 18,6 pró- sent. Almenn launahækkun sam- kvæmt Salek-samkomulaginu er 6,2 prósent frá áramótum. Mikil vinna í hvern stjórnarfund Heiðar segir að mikil vinna fari í hvern stjórnarfund, sem sé að jafn- aði einn á mánuði. „Undirbúningur fyrir stjórnarfund er á bilinu tíu til tuttugu tímar eftir því hvenær árs- ins þetta er og hvers konar fundur þetta er,“ segir Heiðar. Við þetta bætist svo tíminn sem fari í fund- inn sjálfan. „Ef fólk skoðar hvað er á bak við þessa vinnu, hvers konar sérfræði- kunnátta það er. Ef þeir ætluðu að fá ráðgjafa úti í bæ, lögfræðinga eða aðra sérfræðinga, til að sinna þessu, þá er ljóst að þessi stjórnar- laun sem eru í dag myndu ekki duga fyrir þessum reikningi,“ segir hann. Heiðar segir að stjórnarlaun Fjar- skipta verði áfram fremur lág miðað við önnur félög á markaðnum og mun lægri en hjá Símanum, sam- anburðarfélaginu í Kauphöllinni. Verði hækkanirnar samþykktar verða mánaðarlaun stjórnarfor- manns Fjarskipta 500 þúsund krón- ur á mánuði og stjórnarmanna 250 þúsund krónur á mánuði en sam- Forstjóralaun hækkað vel umfram launavísitölu Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,9 milljónir á síðasta ári og hækkuðu umfram launa- vísitölu. Forstjóri Össurar fékk 19,2 milljónir á mán- uði á síðasta ári. Stjórnarformaður Fjarskipta segir stjórnarlaun lægri en sérfræðiráðgjöf myndi kosta. bærilegar greiðslur hjá Símanum eru 650 og 325 þúsund krónur á mánuði. Meðallaun stjórnarformanna verða 676 þúsund krónur á mánuði verði tillögur samþykktar á aðal- fundum sem fram undan eru. Hæst laun fær stjórnarformaður Marel eða 1.169 þúsund krónur á mánuði en ekki er lagt til að þau hækki milli ára. Formaður SA hækkar um 17% Hæst laun fær forstjóri Össurar, eða 19,2 milljónir króna á mánuði. Þar á eftir kemur Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, með 6,6 milljónir í laun á mánuði. Forstjórar fasteigna- félaganna þriggja Regins, Reita og Eikar reka lestina með 2,6-3,0 milljónir á mánuði. Heildarlauna- greiðslur til Björgólfs Jóhanns- sonar, forstjóra Icelandair Group og formanns Samtaka atvinnulífs- ins, hækkuðu um 17 prósent milli ára og námu 4,5 milljónum króna á mánuði. Ingvar Haraldsson ingvar@frettabladid.is MAnnRéttindi Visar, elsti sonur hjónanna Skënder og Nazmie Dega, var lagður inn á geðgjörgæsludeild um síðustu helgi vegna sjálfsmorðs- hugsana. Nýverið var Dega-fjölskyldunni kynnt niðurstaða kærunefndar útlend- ingamála um að henni verði vísað úr landi á meðan mál hennar er fyrir dómstólum. Að öllu óbreyttu þann 16. mars næstkomandi. Visar glímir við alvarleg geðræn veikindi og hefur sótt meðferð við þeim á Laugarási með góðum árangri hingað til. Í læknisvottorði umönnunaraðila er mælt með því að hann sé ekki fluttur á milli meðferðaraðila og hvað þá úr landi á meðan á meðferð hans stendur vegna álags sem því fylgir. Í sama vott- orði er mælt með tveggja ára samfelldri meðferð til að ná tökum á sjúkdómi hans. Sams konar meðferð er ekki að fá í Albaníu. „Starfsmenn á Laugarási hafa stutt dyggilega við bakið á honum og mættu til að mynda þó nokkrir þeirra á lög- reglustöðina á Hverfisgötu þegar fjöl- skyldunni var kynntur úrskurðurinn því þeir vissu hvaða áhrif neikvæður úrskurður myndi hafa á hann,“ segir Björg Valgeirsdóttir, lögfræðingur fjölskyldunnar, sem ætlar sér að óska eftir endurskoðun ákvörðunar um að vísa þeim úr landi á meðan mál þeirra er fyrir dómi í ljósi breyttra aðstæðna. Dega-fjölskyldan leitaði hælis hér á landi í lok júlí í fyrra. Þau hjónin eiga þrjú börn, Visar, Vikar og Joniöndu, og hafa undanfarna mánuði búið í Hafnarfirði þar sem yngri systkinin ganga í skóla. – kbg Á geðgjörgæslu eftir niðurstöðuna Dega-fjölskyldan fer til Albaníu þann 16. mars að öllu óbreyttu. Visar liggur á geðgjör- gæsludeild 32A á Landspítala vegna sjálfsmorðshugsana. FréttAbLAðið/Anton 3 . M A R S 2 0 1 6 F i M M t U d A G U R4 F R é t t i R ∙ F R é t t A B L A ð i ð 0 3 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 A 7 -1 6 E 0 1 8 A 7 -1 5 A 4 1 8 A 7 -1 4 6 8 1 8 A 7 -1 3 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 0 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.