Fréttablaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.03.2016, Blaðsíða 6
Já nú er gaman... Kringlukráin Kringlunni 4-12 103 Reykjavík Sími 568 0878 kringlukrain@kringlukrain.is www.kringlukrain.is 4.-5. MARS Hlaut viðurkenningu Hagþenkis „Nú stend ég hér eins og hver önnur fegurðardrottning og kvaka klisjuna: Ég átti ekki von á þessu,“ sagði Páll Baldvin Baldvinsson rithöfundur, þegar hann tók við verðlaunum Hagþenkis. Viðurkenninguna fær hann fyrir ritverkið Stríðsárin 1938-1945. Fréttablaðið/SteFán menningarmál Þróunar- og ferða- málanefnd Mosfellsbæjar segir bæinn styðja heilshugar við hug- myndir um uppbyggingu menn- ingarhúss að Gljúfrasteini. Kemur þetta fram í umsögn vegna tillögu á Alþingi um uppbyggingu Laxness- seturs. Ferðamálanefndin segir mikla möguleika í uppbyggingu á Gljúfra- steini, sem var sem kunnugt er heim- ili Nóbelskáldsins Halldórs Laxness og fjölskyldu hans en er nú safn í eigu ríkisins. „Ævistarf Halldórs Laxness er dýr- mætur þjóðararfur og ber að standa vörð um hann,“ segir nefndin sem kveður Mosfellsbæ minnast skálds- ins með margvíslegum hætti á hverju ári. Að þingsályktunartillögu um Lax- nesssetur standa þingmenn úr öllum flokkum. Fela á mennta- og menn- ingarmálaráðherra í samvinnu við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og stjórn Gljúfrasteins að hefja uppbyggingu setursins. „Þar verði miðstöð allrar þekkingar um Halldór Laxness. Laxnesssetur verði jafnframt bók- menntasetur þar sem aðstaða verði til rannsókna og fræðistarfa,“ segir í tillögunni. Fram kemur í greinargerð með þingsályktunartillögunni að þegar sé búið að tryggja land til að byggja Laxnesssetur með tengingu við heimili skáldsins að Gljúfrasteini. „Ljóst er að Gljúfrasteinn stendur framarlega í flokki dýrmætra staða í íslenskri menningarsögu. Sú upp- bygging sem þegar hefur átt sér stað er um margt til mikillar fyrirmyndar og hefur starfsemin svo sannarlega þegar sannað gildi sitt,“ segir í grein- argerðinni þar sem minnt er á að Gljúfrasteinn hafi verið friðaður árið 2010 og sé nú viðurkennt safn. Pláss- leysi hái hins vegar starfseminni. „Húsið sjálft er því í rauninni safn- gripur og einstakt að innbúið allt sé varðveitt óbreytt frá því að Halldór Laxness og fjölskylda hans bjuggu þar. Safnkosturinn samanstendur af innbú- inu öllu, listaverkum, bókasafni, ljósmyndum og skjölum. Möguleikar til rannsókna og miðl- unar eru óþrjótandi en mikilvægt er að hægt sé að tryggja örugga varðveislu safnkostsins til framtíðar bæði í húsinu sjálfu og í geymslu,“ segir áfram í greinar- gerðinni. Þróunar- og f e r ð a m á l a - nefndin segir Mosfellsdalinn hafa sérstöðu í sögulegu og menningarlegu tilliti. Bærinn hvetji til þess að sú sérstaða verði gerð aðgengileg og sýnileg bæði heimamönnum og gestum. „Alhliða menningarsetur þar sem verður lögð áhersla á bókmenntir og rannsóknir ásamt umgjörð um ævi og starf Nóbelskáldsins stuðlar að því og væri bæði jákvæð og æskileg nálgun,“ segir ferðmálanefnd Mos- fellsbæjar. gar@frettabladid.is Þingmenn allra flokka leggja til Laxnesssetur Þingmenn úr öllum flokkum standa að ályktun um Laxnesssetur með tengingu við Gljúfrastein. Ferðamálanefnd Mosfellsbæjar segist styðja að menningarhús verði reist. Miklar möguleikar til uppbyggingar séu við heimili nóbelskáldsins. Möguleikar til rann- sókna og miðlunar eru óþrjótandi. Úr greinargerð þingsályktunartillögu um Laxnesssetur Gljúfrasteini, sem áður var heimili fjölskyldu Halldór laxness, er ætlað lykilhlut- verk í nýju laxnesssetri. Fréttablaðið/VilHelm sveitarstjórnir „Bæjarráð telur þessar breytingar skref í rétta átt og telur það mæta óskum sínum um eflingu atvinnuþróunar og nýsköp- un og því feli fyrirliggjandi hag- kvæmniathugun ekki sér þörf fyrir úrsögn að svo stöddu,“ segir bæjar- ráð Vestmannaeyja um hugsanlega úrsögn úr Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, SASS. Bæjarstjóranum var fyrir ári falið að kanna hagkvæmni þess fyrir Vestmannaeyjar að halda áfram aðild að SASS miðað við að efla atvinnuþróun og nýsköpun heima fyrir. Á síðustu vikum hafi umtals- verð breyting átt sér stað á starfsemi SASS sem miði einmitt að því. „Til marks um það hefur SASS nú gert þjónustusamning við Þekkingar- setur Vestmannaeyja sem gerir ráð fyrir að atvinnu- og nýsköpunar- fulltrúi verði ráðinn við stofnunina með aðsetur og starfsemi í Vest- mannaeyjum,“ segir bæjarráðið. – gar Eyjamenn halda áfram í SASS viðskipti Þriðji Dunkin' Donuts staðurinn á Íslandi verður opn- aður klukkan níu í dag í Hagasmára í Kópavogi. Staðurinn er inni í 10-11 verslun- inni á Shellstöðinni við Smáralind. Hann tekur um 25 manns í sæti og eins geta viðskiptavinir keypt veitingar í bílalúgu, en staðurinn er sá fyrsti í Evrópu sem veitir slíka þjónustu. Fyrstu 20 viðskiptavin- irnir sem mæta í röðina í fyrramálið fá ársbirgðir af kleinuhringjum og geta því komið við á næsta stað einu sinni í viku í 52 vikur og fengið 6 kleinuhringi í kassa. Á næstu 4 fjórum árum stendur til að opna 13 staði til viðbótar og verða þeir bæði á höfuðborgar- svæðinu og utan þess. Í frétta- tilkynningu frá Dunkin' Donuts segist Árni Pétur Jónsson eigandi ekki vera á því að staðirnir verði of margir. – jhh Þriðji Dunkin' staðurinn opnaður sjávarútvegur Nýr ísfisktogari, Engey RE, sem verið er að smíða hjá skipasmíðastöðunni Celiktrans í Tyrklandi fyrir HB Granda, var sjó- settur á þriðjudagsmorgun. Engey er fyrst í röð þriggja ísfisk- togara sem HB Grandi hefur samið um smíði á í Tyrklandi. Verður skipið afhent síðar á þessu ári. Akurey AK verður afhent næsta vor en þriðji og síðasti togarinn, Viðey RE, verður afhentur á haust- mánuðum 2017. – shá Ný Engey sjósett 3 . m a r s 2 0 1 6 F i m m t u D a g u r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 0 3 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 A 7 -2 A A 0 1 8 A 7 -2 9 6 4 1 8 A 7 -2 8 2 8 1 8 A 7 -2 6 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 8 0 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.