Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.03.2016, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 03.03.2016, Qupperneq 30
Tískuáhugi Ívars Vincents Smárasonar hófst á mennta- skólaárunum og jókst jafnt og þétt næstu árin. Fyrir sex árum hóf hann störf í herrafataverslun sam- hliða námi en hann segir fatastíl sinn eiga rætur að rekja til klass- ískrar karlmannstísku og hann hafi um leið mikið dálæti á bresk- um klassískum herrafatastíl. „Mér finnst miklu máli skipta að fötin sem ég geng í séu úr gæðaefnum og ég reyni að forðast öll efni sem hnökra. Ég vil frekar kaupa klass- ískar og endingargóðar flíkur í stað þeirra sem eru ódýrar, endast stutt og detta úr tísku á örskotsstundu.“ Ívar er á þriðja ári í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands auk þess að sitja í stúdentaráði fyrir hönd Röskvu. „Kærastan mín, María Árnadóttir, stundar nám í fatahönn- un í LHÍ og því eru föt oftar en ekki í umræðunni á milli okkar.“ Gæðin skipta öllu Eitt sem einkennir tískuáhuga Ívars er mikill áhugi á skóm sem hann notar við ýmis tækifæri. „Það er betra að kaupa eitt par af dýrum skóm sem endast lengur en tvö pör af lélegum skóm. Sjálfur á ég rúmlega tíu pör en hugsa þó mun fremur um gæði en fjöldann. Ég er nær eingöngu í leðursólaskóm við jakkaföt og hef þá vel pússaða. Sé rigning úti þegar ég er í jakkaföt- um smeygi ég skóhlífum yfir skóna til þess að sólinn blotni ekki. Við gallabuxur og við hversdagslegri tilefni er ég iðulega í brúnum leð- urskóm, sér í lagi uppháum þegar illa viðrar og snjór er úti.“ Uppáhaldsflík Ívars þessa stund- ina er einmitt eitt af skópörum hans. „Þetta er virkilega fallegt par af dökkbrúnum Barker-skóm með leðursóla sem ganga við öll sett af fötum. Skórnir eru handsmíðaðir í Northampton í Englandi og eru hrikalega þægilegir. Engu skiptir hvort ég er í jakkafötum eða hvers- dagslegri klæðnaði, þeir fullkomna alltaf lúkkið. Miklu máli skiptir svo að vera með dökkbrúnt belti í stíl.“ Vasaklútar oG reGnhlíf Það er ekki bara tískan sem heillar Ívar, tónlistin skipar veglegan sess í lífi hans. „Ég hef sjálfur verið í hljómsveitum og hef síðustu ár sung- ið í kór Langholtskirkju. Undanfarin ár hef ég sankað að mér ótal geisla- diskum og vínylplötum sem ég nýt þess að hlusta á við ólík tækifæri. Jakkafötin og bindið eru frá Polo Ralph Lauren og skyrtan frá Stenströms. Vasaklúturinn kemur frá Hugo Boss. MYNDiR/ERNiR Ívar elska vandaða skó og á mörg falleg pör sem sjást hér. Uppáhaldið eru Barker- skórnir, fyrir miðju í neðri röð, en þeir voru handsmíðaðir í Englandi. Þegar ég bursta skóna mína set ég t.d. oft plötu á fóninn og raula með.“ Réttu fylgihlutirnir skipta líka máli. „Ég fer ekki í jakkaföt án þess að setja vasaklút í vasann, það setur einfaldlega punktinn yfir i-ið. Að sama skapi er ég oft í skyrtum með tvöföldum mans- éttum fyrir ermahnappa þegar ég er í jakkafötum. Þegar rignir dreg ég einnig fram regnhlíf sem ég keypti í London fyrir nokkr- um árum en hún hefur lifað af ís- lenska veðráttu hingað til.“ Ívar stefnir á framhaldsnám í stjórnmálafræði erlendis í nán- ustu framtíð og vonast til þess að ferðast um heiminn í framhaldinu af því. „Fyrst og fremst vona ég þó að ég geti orðið að liði og haft áhrif, hvar svo sem ég verð niður- kominn í náinni framtíð.“ fólk er kynninGarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Umsjónarmenn efnis: sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, Vera einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 | Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447, Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Str. 40 - 56 Fleiri litir í boði Túnikur og Poncho á 10.900kr.- Ný sending frá 3 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r2 F ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G a r b l a ð ∙ T í s k a 0 3 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 1 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 5 0 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 A 7 -5 C 0 0 1 8 A 7 -5 A C 4 1 8 A 7 -5 9 8 8 1 8 A 7 -5 8 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.