Fréttablaðið - 03.03.2016, Page 42

Fréttablaðið - 03.03.2016, Page 42
Þrátt fyrir smæð landsins hafa ís- lensk iðnfyrirtæki náð ótrúleg- um árangri í nýsköpun þótt við eigum vissulega styttri iðnaðar- sögu en flest nágrannalönd okkar. Vegna smæðar hafa fyrirtæki hér á landi almennt ekki haft efni á að eyða miklum fjármunum í grunn- rannsóknir og þurft að einbeita sér frekar að nýsköpunarstarfi með verðmætasköpun að leiðar- ljósi, að sögn Davíðs Lúðvíksson- ar, forstöðumanns stefnumótunar og nýsköpunar hjá Samtökum iðn- aðarins (SI). En þrátt fyrir smæðina eru ís- lensk iðn- og nýsköpunarfyrirtæki að ná ótrúlegum árangri og fram- kvæma „mission impossible“ á hverjum degi, að sögn Davíðs. „Það gera sér t.d. ekki allir grein fyrir þeim miklu breytingum sem hafa átt sér stað á stuttum tíma á skipt- ingu gjaldeyristekna þjóðarinn- ar. Margir halda að við lifum enn bara á fiski en staðreyndin er sú að hlutfall hefðbundinna sjávarafurða í heildargjaldeyristekjum okkar á síðasta ári, skv. bráðbirgðatölum frá Hagstofu Íslands, er tæp 24% meðan gjaldeyristekjur af ýmsum iðnaði, sérfræðiþjónustu og hug- verki er komin fram úr þeirri tölu. Að viðbættri stóriðju stendur iðn- aðurinn fyrir um 44% af heildar- gjaldeyrisstekjum landsins.“ Vöxt- ur í ferðaþjónustu hefur líka verið mikið ævintýri, að sögn Davíðs, en það kemur kannski mörgum á óvart að útflutningur og umsvif í tækni- og hugverkagreinum, þ.m.t. tölvu- og leikjaiðnaði, líftækni- og heilbrigðisiðnaði og kvikmynda- gerð vaxi enn hraðar. „Ég er ekki að kasta rýrð á mikilvægi ann- arra greina með þessu, heldur að benda á þá jákvæðu staðreynd að við höfum mun fleiri stoðir til að standa undir okkar lífskjörum í dag, en áður.“ Fjölmörg tækifæri En hvað er helst hægt að gera til að hvetja til enn frekari nýsköpunar? „Í fyrsta lagi er ljóst að nýsköpunin verður fyrst og fremst til í höndum fyrirtækjanna sjálfra og við hjá SI hvetjum fyrirtæki í öllum greinum í þeim efnum. Það þarf ekki mikið trúboð af okkar hálfu því langflest- ir stjórnendur gera sér vel grein fyrir mikilvægi nýsköpunar. Okkar hlutverk er hins vegar að byggja meira í haginn fyrir fyrirtækin og skapa þeim rétt starfsskilyrði í samstarfi við stjórnvöld. Verkefnið snýst um að auka nýsköpunarhrað- ann, verðmætasköpun og um leið efla samkeppnisstöðu Íslands í al- þjóðlegu samhengi.“ Skattalegir hvatar til eflingar rannsóknar- og þróunarstarfs vega hér þungt, að sögn Davíðs. „Kerf- ið sem okkur tókst að koma á 2009 í kjölfar hrunsins hefur skipt mjög miklu máli fyrir nýsköpun innan fyrirtækja. Þetta kerfi þarf að þróa áfram, m.a. með því að aflétta þökum af umfanginu, því ríkissjóði eru í raun tryggðar meiri tekjur eftir því sem fyrirtækin stunda meiri rannsóknir og þróunarstarf. Þá hafa fjárframlög til Tækniþró- unarsjóðs verið aukin myndarlega á þessu ári. Það sem helst vantar núna er að að auka fjárfestingar einstaklinga og starfsmanna í ný- sköpunarfyrirtækjum, m.a. gegn- um skattalega hvata. Ef framan- greint væri gert ásamt umbótum til að auðvelda fyrirtækjum að laða sérfræðinga til landsins, værum við langt komin með að skapa mjög samkeppnishæft og aðlaðandi starfsumhverfi fyrir fólk og fyrir- tæki í nýsköpun.“ Tækifærin til nýsköpunar hafa í raun aldrei verið meiri en í dag að sögn Davíðs og vaxtarbroddarn- ir í iðnaðinum aldrei verið fleiri. „En við stöndum líka frammi fyrir ögrandi viðfangsefnum á mörgum sviðum, bæði í fyrirtækjum og hjá stjórnvöldum. Þar má nefna lofts- lagsmálin, heilbrigðis- og mennta- málin, byggðaþróun, samgöngu- málin, öryggismálin og ekki síst upplýsingasamfélagið sem snertir okkur öll. En þarna eru líka óþrjót- andi tækifæri til að þróa betri og hagkvæmari lausnir sem koma okkur öllum til góða. Iðnaðurinn mun ekki sitja hjá við lausn slíkra verkefna.“ Ótrúlega góður árangur í nýsköpun Nýsköpun í iðnaði hefur gengið ótrúlega vel miðað við smæð markaðarins og stutta sögu iðnaðar hér á landi. Hún skiptir miklu máli því iðnaður, ásamt stóriðju, stendur samtals fyrir um 44% af heildargjaldeyristekjum landsins.  Fjölmörg tækifæri eru fram undan. „Verkefnið snýst um að auka nýsköpunarhraðann, verðmætasköpun og um leið efla samkeppnisstöðu Íslands í alþjóðlegu samhengi,“ segir Davíð Lúðvíksson, for- stöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins. MYND/ERNIR Vinnuvélaleiga Vélavits tekur til starfa með vorinu Allar nánari upplýsingar í s: 527-2600 S: 5272600 - www.velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit Sala Þjónusta ÍSLENSkuR IðNaðuR kynningarblað 3. mars 20168 0 3 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 A 7 -0 D 0 0 1 8 A 7 -0 B C 4 1 8 A 7 -0 A 8 8 1 8 A 7 -0 9 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 0 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.