Fréttablaðið - 03.03.2016, Síða 45

Fréttablaðið - 03.03.2016, Síða 45
Síðastliðna fjóra áratugi hafa Iðn- vélar ehf. verið eitt stærsta fyrir- tæki landsins í innflutningi, sölu og þjónustu nýrra véla og tækja fyrir tré- og járniðnaðinn og um leið fyrir fleiri atvinnugreinar. Að sögn Hjartar P. Jónssonar, framkvæmda- stjóra Iðnvéla, hafa áherslur fyrir- tækisins ávallt verið að uppfylla nýjustu þarfir markaðarins á hverj- um tíma. Á síðustu árum hafa Iðnvélar verið að þróast frá því að bjóða nær einvörðungu iðnaðarvélar og stærri búnað fyrir tré- og málm- iðnaðinn yfir í víðtækt vörufram- boð véla, verkfæra og rekstrar- vara fyrir alla geira markaðarins. Iðnvélar bjóða fjölmörg heims- þekkt vörumerki, m.a. Holzmann, sem er með vörulínu sem hentar jafnt áhugamanninum sem iðn- aðarmanninum. Einnig má nefna vörur frá gæðamerkjum á borð við SCM Group og Haas CNC sem framleiða stórvirkar iðnað- arvélar. Ný og þekkt vörumerki „En við bjóðum ekki einvörðungu upp á vélar heldur einnig fjölmarg- ar rekstrarvörur,“ segir Hjörtur. „Við erum ávallt með mikið úrval slípiskífa, sagarblaða, handverk- færa og alls konar hliðarvara sem iðnaðurinn þarf. Einnig bjóðum við breitt úrval af loftpressum og raf- stöðvum,“ segir Hjörtur að lokum. Nýlega tóku Iðnvélar við hinu heimsþekkta Beta vörumerki. Fag- fólk í handverki þekkir vörurnar frá Beta enda hafa þær getið sér orð fyrir gæði og endingu bæði hérlend- is sem erlendis. En Beta framleið- ir ekki eingöngu verkfæri, eins og sjá má í verslun Iðnvéla, því vinnu- fatnaður og -skór eru áberandi líka. „Sjón er sögu ríkari,“ segir Hjörtur og það eru orð að sönnu. Verslun Iðnvéla er til húsa að Smiðjuvegi 44-46 í Kópavogi. Nán- ari upplýsingar um vöruvalið má finna á idnvelar.is. Flestallt fyrir tré- og járniðnaðinn Um áratuga skeið hafa Iðnvélar þjónustað tré- og járniðnaðinn hérlendis. Á síðustu árum hefur fyrirtækið aukið vöruúrval sitt fyrir alla geira markaðarins, m.a. með sölu á nýjum og þekktum vörumerkjum. Fjölmörg heimsþekkt vörumerki fyrir ýmsar greinar iðnaðar má finna í verslun Iðnvéla. MYND/STEFÁN Iðnvélar bjóða upp á gott úrval rekstrarvara fyrir ýmsar iðngreinar. MYND/STEFÁN Landstólpi Gunnbjarnarholti 801 Selfoss s. 4 80 5600 landstolpi@landstolpi.is www.landstolpi.is Sterkir í stálgrindarhúsum Þú finnur okkur á svæði B3 á Verk og vit í Laugardalshöll um helgina. 100 stálgrindarhús á 15 árum. Við erum sérfræðingar á sviði byggingarframkvæmda, sér í lagi reisningu og frágangi stálgrindarhúsa. Kynningarblað ÍSlENSKur IðNaður 3. mars 2016 11 0 3 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 A 7 -2 F 9 0 1 8 A 7 -2 E 5 4 1 8 A 7 -2 D 1 8 1 8 A 7 -2 B D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 8 0 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.