Fréttablaðið - 03.03.2016, Síða 56

Fréttablaðið - 03.03.2016, Síða 56
Fréttablaðið birti á dögunum grein um bleikan skatt, en það er aukaálagning á vörur ætluðar konum og stúlkum. Þarna er verð- lagningu á vörum sérstaklega mark- aðssettum fyrir konur stillt upp sem kynjamismunun. Það er staðreynd að það hallar á konur í útgjöldum. Konur eru meiri neytendur en karlar því þær hugsa almennt meira um útlit og ásýnd en karlar og eru því að kaupa meira af snyrtivörum, fötum og skóm. Þessar vörur hafa margar hverjar svo- kallaðan bleikan skatt sem gerir þessa neyslu dýrari fyrir konur. Að auki má bæta við að konur lifa lengur þannig að ævilöng útgjöld þeirra eru því sam- kvæmt þessu hærri, í meira magni og yfir lengri tíma en hjá körlum. Til að kosta þennan mismun í útgjöldum fá þær lægri laun en karlar. Fyrir nokkrum áratugum gekk þetta öðruvísi fyrir sig þar sem karlinn var fyrirvinnan og „baðaði frúna í gjöfum og peningum til að punta sig“. Það er að minnsta kosti ímyndin. En neyslu- venjur okkar hafa breyst mikið á síðastliðnum 50 árum. Konur taka í ríkari mæli þátt í tekjuöflun og verða sjálfstæðari með breyttu hugarfari samfélagsins. En hugarfar beggja kynja til fjármála almennt er lítið breytt. Við erum feimin við að ræða fjármálin við aðra og við erum of feimin til að hugsa um eigin fjármál. Um það bil helm- ingur landsmanna hugsar lítið eða ekkert um útgjöldin sín. Venjan er að fá tekjur og eyða þeim á mánaðartíma- bili. Lítill sem enginn gaumur er gefinn að því hvert peningarnir eru að fara og hvort við séum að eyða þeim skynsam- lega. Þarna verður bleiki skatturinn til. Annars vegar vegna þess að konur eru meiri neytendur og hins vegar vegna þess að stór hluti beggja kynja hugsar lítið um útgjöldin – borgar bara. Lítið heyrist í neytendum Íslendingar eru almennt séð tekju- miðað samfélag. Það er auðséð á því að háværar raddir heyrast þegar tekist er á um hærri laun og hærri bætur en lág- róma tal þegar kemur að mótmælum um hækkandi verðlag. Samkeppnis- eftirlitið og Félag íslenskra bifreiðaeig- enda hafa nýlega bent á að Íslendingar borga óþarflega hátt eldsneytisverð. Það eru ekki jafn sterk mótmælin við því og samstaðan sem fylgdi kjarabar- áttunni á síðasta ári. Bent hefur verið á að álagning á matvöru er hærri hér á landi en í nágrannalöndunum. Aftur heyrist lítið í okkur neytendum. Tekju- miðuð neysla eins og við höfum van- ist mun alltaf ýta verðlagi upp því að í hvert sinn sem laun á vinnumarkaði hækka þá fer verðlag upp. Kaupmenn og heildsalar nýta sér þessi viðhorf okkar og treysta á að hegðun okkar sé samkvæmt venju; að horfa á tekjurnar og forðast að skoða eigin fjármál. Lausnin er einföld. Við eigum að leggja jafn mikla áherslu á útgjöldin okkar og tekjurnar. Þegar við horfum ekki aðeins á það að fá meiri tekjur til að borga fyrir neysluna okkar heldur horfum líka á hve mikið við fáum fyrir peningana þá batnar hagur okkar enn frekar. Það er líka miklu árangursrík- ara að horfa á útgjöldin því við getum tekið ákvarðanir um að kaupa eða ekki kaupa vörur strax í dag. Það tekur okkur hins vegar að jafnaði langan tíma að vinna okkur upp í tekjum. Besta kjarabótin Besta kjarabótin, og um leið aðferð til að eyða bleikum sköttum, er áhersla á lægra verðlag og að lækka útgjöld heimilanna. Með því að nota inn- kaupalista og skipuleggja útgjöldin má lækka rekstrarkostnað einstak- linga og heimila strax. Þessi einfalda vitundarvakning getur haft áhrif á fjármálin þín núna í dag. Tuga pró- senta lækkun í útgjöldum á næstu vikum er miklu betri en 3-5% launa- hækkun yfir nokkurra ára tímabil. Þegar við krefjumst lægra verð- lags þá höfum við ekki bara áhrif á matvöru, eldsneyti eða sérvörur fyrir konur. Við höfum áhrif á allar stéttir samfélagsins. Í dag hefur lág- tekjufólk og lífeyrisþegar enga kosti aðra en að kaupa vörur og þjónustu millistéttarinnar. Þeirra val verður í mörgum tilfellum of dýr inn- kaup á dagvöru og þiggja ölmusu eða skerða eðlileg lífsgæði til að ná endum saman. Það er rangt að hluti samfélagsins sé háður öðrum fjár- hagslega bara vegna verðlagsins. Ef við stöndum saman og hugsum um peningana okkar þá höfum við áhrif. Ef fjöldinn leitar í ódýrari en sambæri- legar vörur og mótmælir hækkunum og mikilli álagningu þá ýtum niður verði á eldsneyti og matvöru og ýtum niður bleikum sköttum. Við aukum lífsgæðin. Það er hagur okkar allra að snúa vörn í sókn. Byrjaðu strax í dag að skoða í hvað þú eyðir peningunum þínum og hvort þú getir ekki gert betur. Lægri útgjöld styrkja samfé- lagið. Hvernig eyðum við bleikum sköttum? Haukur Hilmarsson ráðgjafi í fjármálahegðun Eftir lok seinni heimsstyrjaldar tók fæðingartíðni kipp um allan hin vestræna heim. Þessi uppsveifla stóð í 18 ár – eða á milli 1946 og 1964 – og þau elstu af þess- ari kynslóð eiga því sjötugsafmæli á þessu ári. Þetta er stór og merkileg kynslóð sem m.a. neitaði að klippa á sér hárið og er talin hafa fundið upp poppmenninguna – en það er önnur saga. Í efnahagslegu samhengi skiptir máli að eftirstríðskynslóðin er rétt að komast á eftirlaunaaldur. Í flestum vestrænum löndum mun eftirlaunatakan verða gríðarleg fjár- hagsleg byrði fyrir börn og barnabörn þessar kynslóðar. Ástæðan er sú að víðast hvar er lífeyrir fjármagnaður með beinni skattheimtu á vinnandi fólk. Þegar eftirlaunaþegum fjölgar samtímis því að fólki fækkar á vinnu- markaði er aðeins hægt að bregðast við með niðurskurði ríkisútgjalda samhliða miklum skattahækkunum. Og það er nú brátt að fara gerast. Samkvæmt mannfjöldaspám OECD mun eftirlaunaþegum fjölga hlutfallslega hraðar hérlendis á næstu 10-20 árum en í nokkru öðru Evrópu- landi. Það liggur því fyrir að ef lífeyrir væri fjármagnaður með skattlagningu hefði þurft að hækka skatta verulega á næstu árum til þess að tryggja eftir- stríðsbörnunum áhyggjulaust ævi- kvöld. Þess þarf ekki hér. Ísland er svo gæfusamt að hafa lífeyriskerfi sem byggir á sparnaði og íslenska eftirstríðskynslóðin hefur sjálf sparað fyrir sínum eftirlaunum. Þess vegna hljómar það eins og furðuleg öfugmæli þegar rætt er um stærð lífeyrissjóða sem þjóðhagslegt vandamál. Stærðin er beinlínis afleið- ing af ungum aldri þjóðarinnar – sem sést best af því að helmingur lands- manna er yngri en 34 ára. Af því leiðir að tiltölulega margir eru á vinnualdri og greiða lífeyrisiðgjöld en tiltölulega fáir á eftirlaunaaldri og þiggja lífeyri. Lífeyrissjóðirnir áttu 3.270 milljarða við síðustu áramót – eða um 10 millj- ónir á hvern Íslending – og það sýnir að kerfið er að virka nákvæmlega eins og því var ætlað og nægur sparn- aður sé til staðar til þess að tryggja að fyrirsjáanleg öldrun þjóðarinnar verði ekki efnahagslegt vandamál. En það hangir miklu meira á spýtunni. Lífeyriskerfið hefur gegnt lykilhlut- verki í því að efla sparnað hérlendis á síðustu áratugum og verið lykilþáttur í fjármögnun fjármögnun ríkissjóðs sem og húsnæðislána. Raunar er það svo að uppsöfnun lífeyriseigna hefur fært landsmönnum gríðarlegan ábata með lækkun langtímavaxta og eflingu fjármagnsmarkaðar. Í þeim skilningi er stærðin góð fyrir hagkerfið allt. Stærðin er styrkur á húsnæðis- lánamarkaði Upphaflega voru það danskir fjárfest- ar sem fjármögnuðu húsbyggingar hérlendis með því að kaupa útgáfur veðlánadeildar Landsbankans sem lánaði með 4½% nafnvöxtum til 40 ára með veði í fasteignum. En þegar Ísland varð fullvalda og íslenska krón- an sjálfstæð mynt 1918 hættu Danir að kaupa íslensk fasteignaveðbréf. Og nýir kaupendur fundust hvergi. Alla tuttugustu öld voru húsnæðislánin í tómum ólestri þar sem langtímalán voru varla í boði og venjulegt fólk þurfti að leita til okurlánara til þess að geta keypt eigið húsnæði. Það var ekki fyrr en lífeyrissjóðakerfið tók að vaxa og eflast að skarðið eftir Danina var fyllt á íslenskum fjármagnsmark- aði. Fjármögnun húsnæðislána hefur nú um töluverða hríð hvílt að mestu leyti á lífeyrissjóðunum – hvort sem sjóðirnir lána út sjálfir eða fjármagna húsnæðislán bankanna og Íbúða- lánasjóðs. Sá munur er þó á að lánin eru nú verðtryggð en ekki með föstum nafn- vöxtum – líkt og þegar Ísland var hluti af Danmörku. En það helgast af því hvað íslenska krónan hefur verið óstöðug í gegnum tíðina. Hinn bitri sannleikur er sá að langtímalán með föstum vöxtum eru nær ómöguleg hérlendis nema að þau séu verð- tryggð. Hins vegar hafa langir verð- tryggðir vextir farið lækkandi síðustu 30 árin samhliða því að lífeyriskerfið hefur vaxið. Ástæðan er sú að eftir því sem meira hefur safnast í sjóðina hafa þeir keypt meira af innlendum fjármálaeignum, og eftir því hefur vaxtastigið farið lækkandi. Hvað um erlenda eignadreifingu? Flestir ættu að geta verið sammála um mikilvægi þess að setja ekki öll eggin í sömu körfuna og að það auki öryggi lífeyrissparnaðarins að hann sé ávaxtaður ytra að hluta. Þá skiptir einnig máli að eftirlaunataka stórra kynslóða valdi ekki verulegum ruðn- ingsáhrifum í efnahagslífinu s.s. þegar uppsafnaður sparnaður er dreginn út úr hagkerfinu og greiddur út sem líf- eyrir. Lífeyrisiðgjöld fela í sér frestun á neyslu og skapa þannig viðskipta- afgang þar sem innflutningur verður minni fyrir vikið. Þannig má segja að lífeyrissjóðirnir skapi sitt eigið svigrúm til erlendra fjárfestinga þar sem iðgjöldin búa sjálfkrafa til við- skiptaafgang. Þau mistök voru þó gerð þegar lífeyriskerfi var stofnað að gera ekki ráð fyrir því strax að a.m.k. helmingi eigna þeirra skyldi fjárfest erlendis. Lífeyrissjóðunum var hins vegar ekki heimilt að kaupa erlendar eignir fyrr en eftir afnám hafta árið 1994. Sú mistök voru síðan endurtekin þegar höftin voru sett á nýjan leik árið 2008 – að þau voru látin ná yfir lífeyrissjóðina. Af þeim sökum hefur erlent eignahlutfall þeirra lækkað á síðari árum. Hlutfall erlendra eigna hjá lífeyrissjóðunum er nú um ¼ en ætti að vera um ½ og skeikar 800 milljörðum – sem samkvæmt eigna- stýringarsjónarmiðum ætti að fjár- festa erlendis. Ljóst er að þessi mistök verða ekki leiðrétt í einu vetfangi – og kannski aldrei að fullu. Vert er þó að hafa í huga að of hátt gengi krónunn- ar hefur verið jafn mikið vandamál og of lágt gengi í gegnum tíðina. Erlendar fjárfestingar sjóðanna voru það sem helst vann á móti þenslu og ofrisi krónunnar á árunum 2004-2008 – og nú er svipuð staða uppi þegar miklar gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu hafa þrýst genginu upp nú á síðustu misserum. Þannig er hægt að líta á erlenda fjárfestingu lífeyrissparnaðar sem þjóðhagsvarúðartæki til þess að koma í veg fyrir að gengishækkun rýri samkeppnisstöðu atvinnuvega og kæfi útflutningsgreinar. Að lifa sómasamlegu lífi Eftirstríðsbörnin komu inn á vinnu- markaðinn um líkt leyti og lífeyris- kerfið var stofnað og eru því fyrsta kynslóðin sem hefur því náð að greiða inn í kerfið nær alla vinnu- ævina. Að vísu gekk sjóðasöfnunin illa fyrst í stað á áttunda áratugnum vegna þess að fjármagnskerfið var í höftum samhliða því að verðbólga geisaði. Þannig var ávöxtun lífeyris- eigna -29% árið 1973, -38% árið 1974 og -26% árið 1975. Hins vegar frá því að vextir voru gefnir frjálsir hefur ávöxtun lífeyrissjóðanna verið með ágætum eða um 5% að raunvirði frá 1990. Það er frábær árangur. Hrun- árið 2008 er í raun eina slæma árið á þessum tíma en þá var ávöxtunin neikvæð um 23,4%. Hins vegar komu íslensku lífeyrissjóðirnir alls ekki verr út en erlendir sjóðir á þessum tíma – en til að mynda tapaði norski olíu- sjóðurinn stórkostlega. Það hlýtur því að vera með stolti að fólkið sem fæddist eftir stríð getur farið á eftirlaun með eigin sparnaði – án þess að leggja byrðar á börn og barnabörn. Frá sjónarhóli okkar sem yngri erum hlýtur það einnig að vera jákvætt að nú hillir loks undir að nú rætist úr fátækt aldraðra – sem að áliti þess sem hér ritar hefur verið skamm- arleg – þar sem fólk hefur aðeins feng- ið lágmarkslífeyri frá ríkinu eftir langa erfiða vinnuævi. Þetta eru því miður eftirhreytur frá gamla lífeyriskerfinu sem byggði á millifærslum frá ríkinu í gegnum skattkerfið – líkt og þekk- ist ytra. Í framtíðinni munu íslenskir lífeyrisþegar geta gengið að eignum sem munu duga þeim til þess að lifa sómasamlegu lífi – þökk sé því að Íslendingar tóku upp núverandi líf- eyriskerfi fyrir um 40-50 árum síðan. Höfundur er ásamt dr. Hersi Sigurgeirssyni höfundur bókarinnar „Áhættudreifing eða einangrun? Um tengsl lífeyrissparnaðar, greiðslu- jafnaðar og erlendra fjárfestinga“ sem Landssamtök lífeyrissjóða gáfu út árið 2014. Eru lífeyrissjóðirnir of stórir fyrir Ísland? Ásgeir Jónsson hagfræðingur Það er hagur okkar allra að snúa vörn í sókn. Byrjaðu strax í dag að skoða í hvað þú eyðir peningunum þínum og hvort þú getir ekki gert betur. Lægri útgjöld styrkja samfélagið. Happdrætti Húsnæðisfélags S.E.M. Útdráttur 24. feb 2016 SEM samtökin þakka öllum þeim sem tóku þátt í happdrættinu innilega fyrir stuðninginn KIA Picanto LX 1.0 beinskiptur að verðmæti 1.930.777 91728 Ferðavinningur frá Heimsferðum að verðmæti 250.000 461 44469 48211 59642 78477 6107 45008 48498 64034 79308 29322 45963 52872 69155 88895 38688 46903 56548 77282 Fartölva frá Tölvulistanum að verðmæti 199.990 2541 40150 73329 87844 11948 47075 82226 89311 16404 51354 85386 90389 Ferðavinningur frá Heimsferðum að verðmæti 150.000 620 22686 36366 54053 67669 87343 1504 22711 36869 55533 67706 88321 2049 23062 38509 56459 67712 88718 3411 24250 40053 56600 68648 89331 5241 24276 40219 56646 68930 90557 5814 24427 41321 57685 70119 92151 6327 24575 42074 57833 71031 94118 6590 24954 42796 58846 71538 94138 7041 25826 43133 60125 71964 95528 9860 26508 43944 61492 74869 96650 10905 26559 44088 61665 75288 97139 11593 27739 44563 64650 76265 97225 15511 29040 47437 64681 77119 97265 16168 29538 47931 65121 78834 97608 17756 30292 48459 65128 78841 98591 18809 30750 49434 65184 79462 98670 18920 31656 50365 65971 81382 98700 20115 31846 50805 66191 81399 99026 20130 34169 50955 66481 81639 99908 20248 34713 51006 66606 82555 99910 20586 35664 52408 66909 86194 21936 35693 52926 67202 8695 22614 36088 53853 67239 87142 Spjaldtölva frá Tölvulistanum 2974 9136 23425 44540 68372 94187 4386 12670 27702 44556 71733 95046 4614 16358 32291 52833 74133 98597 4679 16550 35963 54415 75062 99746 4919 17750 41549 54563 79771 6140 18268 42825 58331 86214 7871 23012 44210 63349 87494 Vinninga ber að vitja innan árs frá útdrætti. Upplýsingar í síma 588 7470 og á www.SEM.isBi rt án á by rg ða r Save the Children á Íslandi 3 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r32 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð 0 3 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 A 7 -2 F 9 0 1 8 A 7 -2 E 5 4 1 8 A 7 -2 D 1 8 1 8 A 7 -2 B D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 8 0 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.