Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.03.2016, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 03.03.2016, Qupperneq 66
Oft ætlar maður að búa til lengri dansverk en þau vilja verða í þessari lengd, maður ræður ekkert við það, þau hafa bara sjálfstætt líf. TónlisT Kammertónleikar HHHHH Verk eftir Brahms og Fauré Kammermúsíkklúbburinn Flytjendur: Ari Þór Vilhjálmsson, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Sigurður Bjarki Gunnarsson og Ástríður Alda Sigurðardóttir norðurljós í Hörpu Sunnudaginn 28. febrúar Tónskáld hafa mismunandi smekk eins og aðrir. Sum þeirra hafa hatað önnur tónskáld. Skrjabín fannst Moz- art óttalegt dauðyfli. Beethoven hélt því fram að vandamál Rossinis væri að hann hefði ekki verið rassskelltur nóg í uppeldinu. Og Tsjajkovskí var ekkert að skafa utan af því þegar hann sagði um Brahms: „Hann er hæfileika- laus tíkarsonur.“ Tvær tónsmíðar voru fluttar á síðustu tónleikum Kammermúsík- klúbbsins á starfsárinu. Þeir voru haldnir í Norðurljósum Hörpu á sunnudagskvöldið. Verkin voru annars vegar eftir tíkarsoninn, og hins vegar eftir franska tíkarsoninn. Það er að segja Brahms og Fauré, sem stundum var kallaður Brahms Frakk- lands (alvöru Brahms var þýskur). Ástæðan var sú að mönnum þótti þeir eiga svo margt sameiginlegt. Þeir gátu samið undurfagrar laglínur og voru hallir undir ljóðið. Svo tilheyrðu þeir sumpart fortíðinni fremur en að vera brautryðjendur eins og samtíðarmað- ur þeirra Wagner. Brahms var reyndar mun meiri fortíðarmaður en Fauré. Verkin á tónleikunum voru tölu- vert ólík. Annars vegar var það kvar- tett fyrir fiðlu, víólu, selló og píanó nr. 2 eftir Fauré, hinsvegar kvartett nr. 1 fyrir sömu hljóðfæraskipan eftir Brahms. Kvartettarnir voru samt í sömu tóntegund, g moll. Flytjendur voru Ari Þór Vilhjálmsson á fiðlu, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu, Sigurður Bjarki Gunnarsson á selló og Ástríður Alda Sigurðardóttir á píanó. Kvartettinn eftir Fauré var afar mjúkur og dreymandi. Andrúms- loftið var nánast þokukennt. Það voru engar stórar, ástríðuþrungnar megin- línur sem allt hverfðist um. Tón- málið samanstóð fyrst og fremst af litlum hendingum og töfrakenndum hljómum sem sköpuðu mild áhrif. Leikurinn var fágaður og fagmann- legur, samstilltur og öruggur. Túlk- unin var fallega angurvær, akkúrat eins og Fauré á að hljóma. Brahms var miklu meira djúsí. Lag- línurnar voru unaðslegar og grípandi. Dásamleg nostalgía sveif yfir vötn- unum. Ástríðurnar voru ólgandi og þeim óx stöðugt ásmegin. Þessum mögnuðu tónum komu fjórmenn- ingarnir fullkomlega til skila. Ari Þór spilaði af hástemmdri andakt, fullkomlega tært og fókuserað. Þór- unn Ósk og Sigurður Bjarki sáu um milliraddirnar og gerðu það af inni- leika sem þó var ávallt agaður og einbeittur. Og Ástríður Alda spilaði af hrífandi mýkt, en samt var leikur hennar gæddur kraftmikilli, róman- tískri undiröldu. Þetta var snilld. Jónas Sen niðursTaða: Framúrskarandi túlkun á öndvegisverkum eftir Fauré og Brahms. Léku af hástemmdri andakt, tært og fókuserað V ið erum að skoða hverju hreyfingin miðlar sjálf og hvaða myndum hópurinn getur brugðið upp saman. Það er meira eins og athöfn eða ritúal en línuleg frásögn,“ segir Katrín Gunnarsdóttir spurð út í hið nýja dansverk sitt Kviku sem frumsýnt verður í Þjóð- leikhúsinu í kvöld, nánar tiltekið í Kassanum, klukkan 21. Á sviðinu er danshópurinn ein- beittur að framkalla hin ýmsu lík- amlegu blæbrigði eins og hristing og stapp og svo mjúkar hreyfingar á milli. „Áherslan er á líkamlega nær- veru dansaranna og hvernig orkan skapast milli þeirra og áhorfenda,“ útskýrir hún. Katrín segir hópinn sem tekur þátt í verkinu fjölbreyttan. Í honum eru fimm einstaklingar, Védís Kjartansdóttir, Snædís Lilja Inga- dóttir og Una Björk Bjarnadóttir sem allar eru dansarar, Kristinn Guðmundsson myndlistarmaður og Hilmir Jensson leikari. „Strák- arnir eru engir nýgræðingar í dansi heldur hafa sýnt góða takta þar,“ tekur Katrín fram. Kvika er um fimmtíu mínútur að lengd. „Oft ætlar maður að búa til lengri dansverk en þau vilja verða í þessari lengd, maður ræður ekkert við það, þau hafa bara sjálfstætt líf,“ segir Katrín kankvís. „En allir dans- ararnir eru á sviðinu allan tímann og eru á stöðugri hreyfingu þannig að þeir fá að púla.“ Katrín er ánægð með að fá Kass- ann í Þjóðleikhúsinu sem sýningar- rými. „Það er gaman að vera í eigin svarta boxi og ekki í of stórum sal, þá ná áhorfendur svo mikilli nánd við þá sem eru á sviðinu,“ segir hún. „Í þessu verki er hljóðmyndin mjög lágstemmd þannig að áhorfendur heyra andardrátt og líkamshljóð dansaranna,“ lýsir hún og sér greini- lega margar færar leiðir í túlkuninni. Hún tekur fram í lokin að sýningar- tíminn sé snarpur því þátttakend- urnir séu að fara í önnur verkefni en að fyrirhugaðar séu fimm sýningar í þessum mánuði. gun@frettabladid.is Orkan sem skapast milli áhorfenda og dansara kvika, dansverk eftir katrínu gunnarsdóttur, verður frumsýnt í kassanum í þjóðleikhúsinu í kvöld. Katrín og danshópurinn í Kviku munu nota ýmsar leiðir til að skapa orku á dansgólfinu og miðla til áhorfenda. FréttaBlaðið/Vilhelm Hamrahlíðarkórarnir og Hallveig Rúnarsdóttir sópran koma fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í kvöld sem stjórnað er af hinum eistneska Tõnu Kaljuste. Þar eru þrjú verk á dagskránni, tvö eftir Arvo Pärt og eitt eftir Górecki. Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri lýsir einu þeirra svo: „Te Deum er ótrúlega fallegt og áhrifamikið verk. Það lyftir mann- eskjunni og við losnum við svolítið af þeim fjötrum sem mengunin, hávað- inn og áreitið er.“ Hamrahlíðarkór- arnir, um 130 manns, syngja verkið undir stjórn Þorgerðar og spurð hvort þeir hafi ekki haft heilmikið fyrir þessu segir hún: „Jú, Guði sé lof. Það þarf að hafa fyrir góðum hlutum í þessu lífi, sama hvað það er.“ Þorgerður segir Arvo Pärt eitt mest spilaða tónskáld okkar tíma og enn á lífi. „Nálgunin í Te Deum er dálítið sérstök, ekki síst með ungu fólki, því þetta er verk kyrrleikans sem er nú ekki mesta einkenni okkar tíma. Á móti má spyrja: Af hverju höfðar tón- list Pärts til svo margra í dag? Það er þessi löngun, þessi þörf, þessi leit eftir að einhvers staðar sé hægt að hvíla í hugsun sinni, hvíla í sjálfum sér.“ Nóturnar eru þó ekki allar lág- stemmdar í Te Deum að sögn Þor- gerðar. „Það er styrkleikur inn á milli hljóðari kafla. Pärt velur hinn forn- kirkjulega texta Te Deum sem enn er notaður um hinn kristna heim. Hann er bæn um að við séum varðveitt og um frið sem allir óska sér innst inni.“ Te Deum er númer tvö á efnis- skránni því í upphafi flytur hljóm- sveitin verk Pärt, Cantus in memori- am Benjamin Britten og tónleikunum lýkur á Sinfóníu nr. 3 eftir Górecki. Í henni syngur Hallveig dramatískan texta þar sem missir og viðskilnaður eru meginviðfangsefnið. gun@frettabladid.is Það þarf að hafa fyrir góðum hlutum „te Deum er eiginlega verk kyrrleikans og kyrrleikinn er nú ekki mesta einkenni okkar tíma,“ segir Þorgerður, stjórnandi hamrahlíðarkórsins. mynD/Greipur GíSlaSon 3 . m a r s 2 0 1 6 F i m m T u D a G u r42 m e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð 0 3 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 A 7 -2 A A 0 1 8 A 7 -2 9 6 4 1 8 A 7 -2 8 2 8 1 8 A 7 -2 6 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 8 0 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.