Fréttablaðið - 03.03.2016, Side 76

Fréttablaðið - 03.03.2016, Side 76
Ofurfyrirsætan, Íslandsvinkonan og stuðpinninn Chrissy Teigen sprell- aði áður en hún gekk inn í myndver Good Morning America. Hún komst í fréttirnar í vikunni fyrir það að hafa valið kyn ófædds stúlkubarns síns og Johns Legend. Bjartasta von Hollywood-hæða, Chloe Grace Moretz, spókaði sig í París þar sem tískuvikan er í gangi. Nú fljúga þær kjaftasögur fjöllunum hærra að skvísan sé komin með kærasta. Ku sá vera enginn annar en brasilíski fótbolta- kappinn Neymar. Lopez lætur kuldabola ekki ná sér, loðfóðruð á götum Manhattan. En ekki hvar? Frægir á ferð og flugi Einhver hefði haldið að myndi bresta á með logni í Hollywood svona rétt eftir uppskeruhátíð fína og fræga fólksins, Óskars- verðlaunahátíðina á sunnudaginn, en því fer fjarri. Lík- lega er ekki mikið um pásur hjá þeim nafntoguðu og ekki sitja papparassarnir auðum höndum. Adele, sem allir og ömmur þeirra elska, var býsna hress í Belfast á mánudagskvöldið þar sem hún tróð upp á tónleikum í The SSE Arena þar í borg. Drake var silkislakur þegar hann yfirgaf Nobu Restaurant í London á mánudagskvöldið. Hann þykir einn sá alheitasti um þessar mundir og sendi nýverið frá sér baneitrað myndband með Rihönnu. Nýbakaða móðirin og stór- leikkonan Keira Knightley vel dúðuð í New York þar sem hún er við tökur á myndinni Collateral Beauty. Leikkonan Julianne Moore var í meira lagi upptekin er hún strunsaði um götur New York, áberandi flott í tauinu. Iggy Pop var blússandi ferskur á LAX-flugvellinum í Los Angeles á mánudag. 3 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r52 L í F I ð ∙ F r É T T a B L a ð I ð 0 3 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 A 7 -2 5 B 0 1 8 A 7 -2 4 7 4 1 8 A 7 -2 3 3 8 1 8 A 7 -2 1 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 8 0 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.