Fréttablaðið - 18.03.2016, Side 8

Fréttablaðið - 18.03.2016, Side 8
Evrópa Samkvæmt nýrri könnun myndi helmingur franskra kjósenda vilja fá að kjósa um áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Eirík- ur Bergmann, stjórnmálafræðingur og forstöðumaður Evrópufræðaset- urs, telur ólíklegt að Frakkar myndu nokkurn tíma fara úr Evrópusam- bandinu, hins vegar verði komin upp mjög flókin staða fyrir Íra og Skota ef Bretar yfirgefa Evrópusam- bandið. Niðurstöður könnunarinnar, sem framkvæmd var af Edinborg- arháskóla og þýsku stofnuninni dpart, sýna að fimmtíu og þrjú prósent Frakka sem spurðir voru myndu vilja halda svipaðar kosn- ingar og fara fram í Bretlandi í lok júní um aðild landsins að Evrópu- sambandinu. Fjörutíu og níu pró- sent Svía sögðust einnig vilja halda kosningar, sem og 47 prósent Spánverja og 45 prósent þýskra kjósenda. Í Póllandi og á Írlandi myndu 39 prósent og 38 prósent kjósenda vilja kjósa um málefnið. Könnunin náði til yfir átta þúsund kjósenda í löndunum. Eiríkur Bergmann telur mjög hæpið að Frakkar yfirgefi Evrópu- sambandið. „Frumkvæðið kemur frá Frakklandi. Í grunninn er þetta bandalag Frakklands og Þýska- lands,“ segir Eiríkur. Hann útilokar hins vegar ekki að önnur ríki efni til kosninga um aðild að ESB. „Þetta væri staða sem gæti komið upp í öðrum löndum, en það hefur ekkert annað ríki tekið málið upp hingað til,“ segir Eiríkur en bætir við að forystumenn Evrópusambands- ins geti í aðra röndina alltaf búist við því að fari að kvarnast úr því. „Ef Bretar fara út er hins vegar komin upp mjög flókin staða fyrir Íra, þar sem þeir eru svo nátengdir Bretum, svo eru Skotar almennt fylgjandi veru í Evrópusambandinu. Ef Bretland fer út þá er það líklega gegn vilja skoskra kjósenda og þá er komin upp staða með sjálfstæði Skota. Það myndi kynda undir annarri sjálfstæðiskosningu þar.“ Eiríkur segir enn ekki hægt að segja til um hvernig kosningarnar muni fara í Bretlandi. „En það er hægt að leiða líkur að því að það sé líklegt að þeir verði áfram. Það er alltaf miklu líklegra,“ segir Eiríkur Bergmann. saeunn@frettabladid.is Aðrir gætu boðað til kosninga um ESB Samkvæmt nýrri skoðanakönnun hefur stór hluti kjósenda í Frakklandi, Sví- þjóð og Spáni áhuga á að boða til kosninga um áframhaldandi aðild að ESB. Stjórnmálafræðingur telur að ef Bretar gangi út verði staða Skota flókin. Skiptar skoðanir eru um aðild Breta að ESB, David Cameron forsætisráðherra styður viðveru en Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, vill yfirgefa ESB. FréttaBLaðið/EPa Ef Bretland fer út þá er það líklega gegn vilja skoskra kjósenda og þá er komin upp staða með sjálfstæði Skota. Það myndi kynda undir annarri sjálf- stæðiskosningu þar. Eiríkur Bergmann Stundum er gott að gera sér dagamun Mjúk og bragðgóð jógúrt með stökkum kornkúlum. Tilvalinn kostur sem sparimorgunverður, gómsætur millibiti eða ljúengur eftirréttur. … hvert er þitt eftirlæti? 1 6 -0 9 5 3 -H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Stjórnmál Meira en 2.000 manns hafa ritað nafn sitt undir áskorun þess efnis að alþingismenn greiði atkvæði gegn frumvarpi um frjálsa sölu áfengis sem liggur fyrir Alþingi. „Ég hvet alþingismenn til þess að greiða atkvæði gegn frumvarpi til laga um breytingu á verslun með áfengi og tóbak (Þingskjal 13 – 13. mál) sem nú liggur fyrir Alþingi og standa vörð um góðan árangur í áfengis- og vímuefnamálum ungs fólks á Íslandi,“ segir í texta með undirskriftasöfnuninni. Núll prósent samtökin, ráðgjafa- hópur umboðsmanns barna og ungmennaráð Barnaheilla, standa að undirskriftasöfnuninni. Frumvarpið var afgreitt frá alls- herjar- og menntamálanefnd Alþingis síðastliðinn þriðjudag. Nefndin gerði þær breytingar á frumvarpinu að sveitarfélög geta sett reglur um hvort áfengi í mat- vöruverslunum skuli vera aðskilið frá öðrum vörum og breytingu þess efnis að 2,5 prósent áfengisgjaldsins renni í Lýðheilsusjóð og 2,5 prósent til ríkislögreglustjóra til að sinna eftirliti með framkvæmd laganna. – srs Undirskriftir gegn áfengisfrumvarpi náttúra Breytingar á landsvæðinu nærri Holuhrauni eftir eldsumbrotin árið 2015 koma skýrt fram á mæli- tækjum Landmælinga Íslands. Fyrstu niðurstöður sýna talsverða bjögun á stóru svæði á leiðinni yfir Sprengisand og talsverð áhrif bæði á landshæðar- og landshnitakerfið. Í ársskýrslu Landmælinga segir að fágætt tækifæri hafi gefist til að meta áhrif náttúruhamfara á færslu í hæð og legu mælipunkta í nágrenni við Holuhraun. Svo bar til að þeir höfðu verið mældir árið 2014, rétt áður en umbrotin hófust. Því var ákveðið að endurmæla 34 fastmerki á leiðinni yfir Sprengisand í ágúst 2015, en þau eru með um sex til átta kílómetra millibili frá Háumýrum og norður að Íshólsvatni. Stærstu færslurnar námu 4,1 senti- metra til vesturs, 1,8 sentimetrum til norðurs og 1,7 sentimetrum í suður. „Þegar hæðarbreytingar eru skoðaðar kemur í ljós að dregið hefur úr land- risi á svæðinu samanborið við tíma- bilið 2003-2014 en þá mældist landris allt að 30 sentimetrar. Sem dæmi má nefna að grunnstöðvanetspunkturinn á Háumýrum hefur sigið um 2,9 cm á einu ári en ætla má að hann hafi risið um allt að 50 cm frá árinu 1993 þegar grunnstöðvanetið var mælt í fyrsta sinn,“ segir í skýrslunni. – shá Miklar breytingar á landi eftir gosið Áfengisfrumvarpið var afgreitt úr nefnd síðastliðinn þriðjudag. FréttaBLaðið/GVa Gríðarleg átök í eldstöðinni sjást í mælingum af öllu tagi. mynD/maGnúS tumi 1 8 . m a r S 2 0 1 6 F Ö S t U D a G U r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 1 8 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :5 4 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 D 0 -C 2 5 8 1 8 D 0 -C 1 1 C 1 8 D 0 -B F E 0 1 8 D 0 -B E A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.