Fréttablaðið - 18.03.2016, Page 68

Fréttablaðið - 18.03.2016, Page 68
Kíktu á úrvalið í vefversluninni á michelsen.is/fermingar Laugavegi 15 og Kringlunni Sími 511 1900 - www.michelsen.is Casio Retro 11.900 kr. Michelsen Tradition 73.000 kr. Armani Classic 40.200 kr. Jacques Lemans Liverpool 25.700 kr. Fossil Grant 21.100 kr. Fallegar fermingar- gjafir – fyrir stráka Hljómsveitirnar Ensími og 200.000 Naglbítar ætla að sameina krafta sína og halda sameiginlega tón- leika í Reykjavík og á Akureyri um miðjan apríl næstkomandi. Það þarf vart að kynna þessar sveitir enda landskunnar en báðar voru þær stofnaðar á tíunda áratug síð- ustu aldar. Holl samkeppni „Þetta hefur meira verið svona holl samkeppni, það vilja auðvitað allir vera aðal, með flottustu lögin og flottastir á sviðinu. En þetta hefur ekkert verið svona Oasis-Blur met- ingur,“ segir Vilhelm Anton Jóns- son, söngvari og gítarleikari hljóm- sveitarinnar 200.000 Naglbítar, léttur í lundu, spurður út í hvort rígur sé á milli hljómsveitanna. „Mér finnst Ensími vera ótrúlega flott hljómsveit og við værum örugglega ekki að þessu nema hljómsveitirnar fíluðu hvor aðra,“ bætir hann við. Franz Gunnarsson, gítarleikari Ensími, tekur í sama streng. „Það hefur ekki verið mikill rígur, áður fyrr var dálít- ill samgangur og við spiluðum nokkrum sinnum saman á síð- ustu öld.  Það hefur lítið  farið fyrir  því að undanförnu en auðvitað höfum við verið að hitt- ast eitthvað á förnum vegi og þessari pæl- ingu hefur verið hent eitthvað f r a m en nú var ákveðið að það væri kominn tími á þetta,“ segir Franz. Gæta hófs í tónleikahaldi Ensími hefur gefið út fimm breið- skífur og Naglbítarnir þrjár en báðar eiga  sveitirnar það sam- eiginlegt að hafa gætt hófs í tón- leikahaldi á ferli sínum. „Við höfum aldrei farið í það að vera að spila um hverja helgi. Við vorum að spila meira en við gerum í dag en höfum aldrei verið að spila á fullu úti um allt,“ segir Villi. Eins og margir vita eru meðlimir Ensími flestir í fleiri hljómsveitum eins og Dr. Spock og að spila með Mugison og fleirum og því hefur oft gengið illa að ná mönnum saman til tónleikahalds. „Við erum voða mikið úti um allar trissur að spila með hinum og þessum þann- ig að tónleikahald hefur aðallega verið í gangi þegar við höfum verið að gefa eitthvað út,“ útskýrir Franz. Ensími gaf síðast út breiðskífuna Herðubreið á síðasta ári og Naglbít- arnir gáfu síðast út breiðskífu árið 2003 sem ber titilinn Hjartagull en sveitin gaf þó út plötu með Lúðra- sveit verkalýðsins árið 2007. Nýtt efni væntanlegt Bæði Franz og Villi gera allt eins ráð fyrir því að nýtt efni gæti litið dagsins ljós á tónleikunum. „Við erum að semja fullt af nýju efni og munum örugglega spila eitthvað af því. Við höfum samið fullt af flottu og skrítnu stöffi og erum að velta fyrir okkur hvað við viljum gera við það,“ segir Villi fullur tilhlökkunar. Franz segir Ensími eiga gommu af efni sem sé óútgefið og þegar síðasta plata kom út átti Ensími efni í aðra heila plötu. „Það er mikil gróska innan bandsins í að semja nýtt efni þannig að ég á alveg von á því að við gerum eitthvað nýtt og ferskt á næstunni,“ segir Franz. Kasta upp á hvor byrjar Ekki liggur fyrir hvor hljómsveitin byrjar tónleikana og ætla sveitirnar að láta það ráðast í hljóðprufunni fyrir tónleikana. „Það verður kast- að upp á hvor sveitin byrjar í hljóð- prufunni. Það verður ekkert gefið út um það hvor byrjar fyrr en tónleik- arnir hefjast,“ segir Villi. „Við látum örlögin ráða því hvor byrjar og það sýnir það einmitt að það er enginn rígur á milli hljóm- sveitanna og það er enginn að berj- ast um að fá að vera „headliner“ og þess háttar,“ segir Franz. Þá er einnig hugmyndin að sam- starf sveitanna haldi áfram og gæti farið svo að tónleikarnir yrðu fleiri. „Það er svo aldrei að vita hvað gerist á þessum tónleikum, það gæti alveg farið svo að við tækjum Naglbítalag og þeir tækju Ensímilag eða að við búum jafnvel saman til nýtt lag,” bætir Franz við léttur í lundu. Tónleikarnir fara fram þann 14. apríl á Gauknum í Reykjavík og þann 15. apríl á Græna hattinum á Akureyri. Forsala er hafin á tix.is og midi.is. gunnarleo@frettabladid.is Kasta upp á hvor byrjar tónleikana Hljómsveitirnar Ensími og 200.000 Naglbítar koma fram á sameiginlegum tónleikum í apríl. Það hefur enginn „Oasis- og Blur-rígur“ verið á milli sveitanna í gegnum tíðina, heldur ein- ungis holl samkeppni. Tónleikarnir fara fram á Gauknum og á Græna hattinum. Hljómsveitin Ensími var stofnuð í Reykjavík árið 1996. Breiðskífur sveitarinnar eru: Kafbátamúsík – 1998 BMX – 1999 Ensími – 2002 Gæludýr – 2010 Herðubreið - 2015 200.000 Naglbítar var stofnuð á Akureyri árið 1993. Breiðskífur sveitarinnar eru: Neóndýrin - 1998 Vögguvísur fyrir skuggaprins - 2000 Hjartagull – 2003 BreiðsKífur hljóm- sveitanna Þetta hefur meira verið svona holl samKeppni, Það vilja auðvitað allir vera aðal, með flott- ustu lögin og flottastir á sviðinu. en Þetta hefur eKKert verið svona oasis - Blur-rival. Vilhelm Anton Jónsson Hljómsveitirnar Ensími og 200.000 Naglbítar eru vinasveitir miklar og ætla sameina krafta sína á tvennum tónleikum í apríl. fréttaBlaðið/ErNir 1 8 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r40 L í F i ð ∙ F r É T T a B L a ð i ð 1 8 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :5 4 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 D 0 -A 9 A 8 1 8 D 0 -A 8 6 C 1 8 D 0 -A 7 3 0 1 8 D 0 -A 5 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.