Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 Fréttir DV A(íúst JARÐSKJÁLFTI í PERÚ Öflugur jarðskjálfti reið yfir Perú 15. ágúst og stóð skjálftinn I tvær mínútur. k Upptök skjálftans, sem var átta stig á Richter, voru eitt hundrað og fimmtíu kflómetra suð-suðaustur af höfuðborginni Líma. Fimm hundruð og tólf Bp manns létust af völdum skjálftans, þar af eitt hundrað fjörutíu og átta sem staddir voru (dómkirkju sem hrundi til grunna við aðaltorg borgarinnar r Pisco, en hún varð verst úti og áttatíu prósent hennar voru rústir einar. Hátt f sextfu þúsund heimili eyðilögðust í jarðskjálftanum. Al'ltÍL FJÖLDAMORÐ 16. aprll voru framin mestu fjöldamorð í sögu Bandarfkjanna. Seung-Hui Cho, einn nemenda Tækniskólans (Virginfu, réðst í tvígang meö tveggja klukkustunda millibili til atlögu, og þegar upp var staðið hafði hann myrt þrjátfu og tvo og sært mikinn fjölda. Aldrei fyrr í sögu Bandaríkjanna hafa jafnmargir verið myrtir í árás á skóla. Mið- og Suður-England voru undirlögð af fióðum um mitt ár. Gríðarlegt úrhelli og langvarandi rigningar ollu verstu flóðum í landinu (sextíu ár. Flóðin kostuðu ellefu mannslff og þúsundir fyrirtækja og tugþúsundir heimila urðu fyrir barðlnu á þelm. Hátt í milljón manns varð fyrir áhrifum af þeirra völdum. FEHllÚAU DJAKARTA JAMJAll VÍGVÖLLUR í BAGDAD Úrhellisrigningar ollu miklum flóðum f Indónesfu f byrjun febrúar. Höfuðborgin Djakarta var umflotin og tugir manna létu Iffið. Hátt f hálf milljón manna neyddist til að yfirgefa heimili sín og fjöldi fólks komst hvorki lönd né strönd og neyddist til að hafast við á þökum húsa án matar og drykkjar svo dögum skipti. Sums staðar náði vatnshæðin allt að þriggja metra dýpl. Úrhellið olli þvf að ár rufu bakka sfna og heimili og fyrirtæki I höfuöborginni fylltust af aurlblönduðu vatni. Um fjórtán milljónir manna búa í höfuðborg- inni og var herinn kvaddur út til að aðstoða nauðstadda og naut hann krafta um þrettán þúsunda lögreglumanna. Upphaf ársins 2007 var með hefðbundnum hætti í (rak og 22. janúar var sprengd gríðarlega öflug sprengja á Bab al-Sharqi-markaðnum í Bagdad. Um var aö ræða tvær bílsprengjur og var þeim beint að sjftum, en aðeins tveimur dögum áður hafði ein helsta trúarhátíð þeirra hafist. Áttatíu og átta manns lágu (valnum og eitt hundrað og sextfu manns slösuðust f sprengingunni sem sprakk á hádegi að staðartíma og tímasetn- ing hennar virtist miða að því að valda sem mestum skaða, enda mannmergð á markaðnum á þeim tíma. Þessi dagur var einn sá blóðugasti f írakfrá innrás Bandaríkj- anna og bandamanna þeirra í landið. Um fátt hefur verið eins mikið fjallað í fjölmiðlum árið 2007 og hvarf Madeleine McCann. Madeleine hvarf sporlaust 3. maí þegar hún var í sumarleyfi með fjölskyldu sinni f Portúgal. Fjölmargar kenningar hafa verið viðraðar f fjölmiðlum um hvarfiö og sýnist sitt hverjum. Einna helst hafa spjótin beinst að foreldrum stúlkunnar og eru þau með stöðu grunaöra. NÓVEMBEK SKOTHRIÐ ÍMENNTASKÓLA MAllS NORÐURBRÚ í KAUPMANNAHÖFN Miklar róstur áttu sér stað í Kaupmannahöfn, höfuðborg Danmerkur, i mars. . Ástæðan var niðurrif Ungdómshússins á Norðurbrú. Húsið hafði lengi verið athvarf fyrir jaðartónlistarmenn, stjórnleysingja og vinstri sinnaða. Eftir að húsið hafði verið jafnað við jörðu 7. mars upphófust mikil mótmæli á Norðurbrú. ~ Það voru ekki eingöngu Danir sem stóðu að mótmælunum heldur dreif einnig að ungt fólk sunnan úr Evrópu og á tímabili leit Norðurbrú út eins og vettvangur styrjaldar. En öldur lægði og málalyktir urðu þær að nýtt Ungdómshús myndi rfsa í Sjöundi nóvember var dapurlegur dagur f sögu Finnlands. Rétt fyrir hádegi þann dag hóf hinn átján ára Pekka-Eric Auvinen skothríð í menntaskólanum í bænum Jokela. Þegar upp var staðið hafði Pekka- Eric myrt átta manns. Á meðal þeirra sem féllu voru skólastjórinn, Helena Kalmi, en hún hafðí gert árangurslausa tilraun til að telja Pekka-Eric hughvarf, en flest fórnarlambanna féllu í anddyri skólans. Pekka-Eric gerði að sfðustu tilraun til að svipta sig lífi, en lést þó ekki fyrr en síðar á sjúkrahúsi. Seinna kom í Ijós að hann hafði dáðst mikið að þeim sem stóðu að fjöldamorðunum í Columbine- skólanum. Kaupmannahöfn. Mótmæli munka (MJanmar hófust ( ágúst, en náöu hámarki [ september. Ástæöa mótmælanna var hækkun herforingjastjórnarinn- ar á verði eldsneytis. Fyrr en varðl slógust almenningur og nunnur í liö með munkunum. Herforingja- stjórnin barði mótmælin niður af mikilli hörku og miskunnarleysi og voru aðgerðir hennarfordæmdar af alþjóðasamfélaginu. í lok júnf var jeppabifreið með gaskútum ekið inn f flugstöð alþjóðaflugvallarins (Glasgow í Skotlandi og kveikt f honum. Þetta var fyrsta hryðjuverkið sem framið hefur verið f Skotlandi síðan 1988 þegarfarþegaflugvél var sprengd í loft upp yfir Lockerbie. OKIÓHEU í LJÓSUM LOGUM 20. október kviknuðu kjarr- og skógareldar í fylkinu og var ástandið svo slæmt að neyðarástandi var lýst yfir. Nfu manns létust vegna eldanna og áttatfu og fimm manns slösuðust, þar af sextfu og einn slökkviliðsmaður, og um eitt þúsund og fimm hundruð heimili eyðilögðust.Tvö þúsund ferkflómetrar lands urðu eldunum að bráð, frá Santa Barbara-sýslu til landamæra Mexíkó. Sex þúsund slökkviliðsmenn nutu aðstoðar þrjú þúsund fanga f baráttunni við eldana. Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætis- ráðherra Pakistans, var ráðin af dögum 27. desember. Hún lést ásamt hátt f tuttugu manns f annarri sprengjuárásinni sem beint var gegn henni. 134 létust í fyrri árásinni. POLIS Af mörgu er að taka þegar litið er yfir árið 2007. Skálmöldin i Irak og víðar þar sem róstur hafa sett mark sitt á samfélag manna hefur gjarnan verið fréttaefni. Fjöldamorð í skóla í Bandaríkjunum og Finnlandi hreyfðuviðalmenningiogvöktuspurningarumskotvopnalöggjöf ogbyssueignalmennings.Náttúruhamfarir vegna úrhellis, þurrka eða fellibylja skipuðu stóran sess í fréttum á árinu og hvarf Madeleine McCann í Portúgal einokaði á timabili fjölmiðla og sýndist þar sitt hverjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.