Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 ÆttfræOi DV I fréttum var þetta helst Bókajólin 1947 Þórbergur Þórðarson Hann var á hátindi rithöfundarferils síns 1947 og í góðum málum með séra Árna. Kristmann Guðmundsson Hann náði sér aldrei á strik hér heima eins og hann gerði úti í Noregi, hvort sem það var kommunum að kenna eða honum sjálfum. Gagnrýnendur og bókadómar Seinni partinn í nóvember hefja gagnrýnendur lesturinn og skömmu síðar falla íyrstu ritdómarnir í fjöl- miðlum, misjafnir að vanda og mis- jafnlega rökstuddir. Sumir þeirra kveða í kútinn glæstar vonir ungra karla og kvenna, um frækilegan rit- höfundarferil, en aðrir gefa fyrirheit um nýja snillinga. Það er oft býsna athyglisvert að bera saman fyrstu bókadómana um ritverk og hinn endanlega dóm sög- unnar efhann erþá til, örlög verksins á markaði og afstöðu bókmennta- fræðinga til þess, þegar til lengdar lætur. Slíkur samanburður leiðir oft í ljós skemmtilegt ósamræmi og vekur þá spurningu hvenær góð bók verð- ur að góðri bók sem á sinn óvefengj- anlega sess í bókmenntasögunni. Bókaflóð og bókmenntir Það væri mikil einföldun að setja samasemmerki á milli jólabókaflóðsins og bókmenntanna. Það er til dæmis langt í frá að öll helstu bókmenntaverk okkar á síðustu öld hafi séð dagsins ljós í jólabókaflóði, eða að bókaflóðið sé ekkert annað en bókmenntir. Öðru nær. í flóðinu ægir öllu saman sem yfir höfuð er hægt að setja á bók. Hér á því vel við sú ábending Guðbergs Bergssonar að þótt íslendingar séu bókaþjóð sé ekki þar með sagt að þeir séu bókmenntaþjóð. Frásagnir og bókmenntir fslendingar eru hins vegar sögu- þjóð. Þeir eru alltaf að segja sögur, hvort heldur um er að ræða íslend- ingasögur, þjóðsögur, hrakninga- og slysasögur, dulfræði- og draugasög- ur eða ættfræði og ævisögur. Hannes Sigfússon Hann hafði lesið Kristmann á norsku og tók upp hanskann fyrir hann gegn róttæklingum sem lásu ekki verk„góðborgara". Steinn Steinarr Hann var enginn kommúnisti en árás hans á Félaga konu og Kristmann minnir helst á árásir Jónasar Hallgrlmssonar á rímurnar og Sigurð Breiðfjörð. Reyndar hafa ævisögurnar gengið í endurnýjun lífdaga á síðasta áratug eða svo með stórum og vönduðum ævisögum um ýmis helstu stór- menni okkar. Þá er hér kominn fram nýr flokk- ur af sögum þar sem íslenskir höf- undar hafa svo sannarlega komið sér á kortið með tilheyrandi útrás, íslenskar glæpa- og morðsögur sem seljast eins og heitar lummurum all- an heim. Frásagnir og fræði Frásagnir af öllum þeim toga sem hér er minnst á eru alls ekki alltaf bókmenntir þótt þær geti vel ver- ið það. Og þær eru heldur ekki allt- af fræði þótt það sé heldur ekki ein- hlítt. Hér á því við sú athugasemd Sigurðar Nordal að íslendingar þekki söguna býsna vel þó ekki sé þar með sagt að þeir botni nokkuð í henni. Niðurstaðan úr þessum sundur- leitu hugleiðingum er þá kannski fýrst og fremst sú að við íslending- ar séum öðrum þjóðum minnugri á menn og málefni, höfum gam- an af skrýtnum körlum og kerling- um, fáheyrðum örlögum, hnyttileg- um tilsvörum, laglegum klámvísum, draugum og forynjum og höldum svo lífinu í löngu dauðum litríkum einstaklingum með eftirhermum, ættrakningum og andatrú. Þórbergur og Kristmann En aftur að bókmenntunum og árinu 1947. Þá mátti sjá á síðum dag- blaðanna, að helstu bókmenntirnar (eða meintu bókmenntirnar) í jóla- bókaflóðinu það árið voru bækur eft- ir Þórberg Þórðarson og Kristmann Guðmundsson. Þórbergur hafði sent frá sér þriðja af þeim sex bindum sem eru ævisaga séra Árna Þórarins- sonar, Hjá vondu fólki. En Kristmann hafði sent frá sér skáldsöguna Félagi kona. Þetta er skemmtileg tilviljun því vart er hægt að hugsa sér ólíkari höfunda og ólíkari verk. Þórbergur og séra Árni Ævisaga séra Árna prófasts Þórar- inssonar kom út á jafnmörgum árum 1945-1950, eitt bindi á ári. Á jólum 1947 var Þórbergur nokkurn veginn hálfnaður með séra Árna, þá sjálfur fimmtíu og átta ára og á hátindi síns rithöfundarferils. Þekktustu verk hans fram að þeim tíma voru Bréf til Láru, útg. 1924, íslenskur aðall, útg. 1938, og Ofvitinn, útg. 1940 og 1941, en öll þessi þrjú verk eru í veigamikl- um skilningi sjálfsævisöguleg. Með ævisögu séra Árna verða þau þáttaskil á rithöfundarferli Þór- bergs að persóna hans sjálfs er ekki lengur miðpunktur verksins. Það fer ekkert á milli mála að Þórbergur var mjög meðvitaður um þennan grein- armun. Reyndar tók hann þessa ævi- söguritun afar alvarlega. Eins og fær- asti leikari tók Þórbergur persónu séra Árna, lífsviðhorf hans og frá- sagnarstíl svo nærri sér að séra Árni bjó í Þórbergi það sem eftir var og Þórbergur skemmti oft gestum sín- um með því að herma eftir þessum óborganlega klerki. Meistari stemningarinnar Það er einnig athyglisvert að næsta stóra verk Þórbergs er Sálmur- inn um blómið sem kom út á árunum 1954 og 1955. Þar setur höfundur- inn sig ekki í spor hins aldna sögu- manns heldur leitast þvert á móti við að lýsa hugarheimi barnsins frá því að Lilla Hegga er nánast ómálga. Bæði þessi verk, Ævisaga séra Árna og Sálmurinn, vitna um vinnubrögð hjá fádæma næmum rithöfundi sem stílfærir stemninguna af ítrustu ná- kvæmni. í þeim efnum kemst enginn með tærnar þar sem Þórbergur hefur hælana. Ævisögubindunum um séra Árna var yfirleitt mjög vel tekið, 1947 sem endranær. Lífseigasta umsögnin um þetta meistaraverk er þó líldega sú sem höfð er eftir nafnfrægum gár- unga, að ekki sé von á góðu þar sem lygnasti maður landsins lesi fýrir, á meðan trúgjarnasti maður landsins sé skrásetjarinn. Kristmann Guðmundsson Hinn höfundurinn sem mikið var hampað í bókflóðinu jólin 1947 var Kristmann Guðmundsson. Honum var ýmislegt mótdrægt á bernsku- og unglingsárunum, ólst upp hjá afa sínum og ömmu, var óharðnað- ur unglingur er hann missti afa sinn, hleypti heimdraganum skömmu eft- ir fermingu, stundaði erfiðisvinnu hér og þar og lenti á Vífilsstaðahæl- inu um skeið. Upphefð í Noregi Rúmlega tvítugur flutti Kristmann til Noregs með fátt annað í fartesk- inu en ódrepandi bjartsýni og útþrá aldamótakynslóðarinnar. Þar sendi hann frá sér smásagnasafnið íslensk- ar ástir, útg. 1926, og síðan nokkrar skáldsögur. Hann varð brátt vinsæll höfundur þar í landi, eignaðist þar stóran lesendahóp og varð þokka- lega þekktur á nokkrum árum. Spámaðurinn og föðurlandið Kristmann flutti svo heim skömmu fyrir stríð og átti þá eftir að upplifa orðtakið um spámann- inn og föðurlandið. Hann fékk fljót- lega á sig það orðspor að vera fremur reyfarahöfundur en alvöru rithöf- undur enda fjölluðu allar hans sög- ur um ástina. Kristmann og málsvar- ar hans svöruðu hins vegar fullum hálsi að hann væri vinsæll höfundur ▼ Á íslandi eru öll jól bókajól. Um margra ára- tuga skeið hefur íslenska jólabókaflóðið verið jafn- árviss atburður og mons- únrigningaríöðrumheims- hlutum. Sú v?ar tíðin að nánast öll starfsemi helstu bókaprentsmiðja landsins miðaðist við bókaútgáfuna í deseinber. í ágústlok hófst eftirvinnan í þessum prentsmiðjum sem fór svo stigvaxandi þar til allir unnu allan sólahringinn í desember - prófarka- lesarar jafnt og setjarar, prentarar, bókbindarar og dreifingaraðilar. sem hefði gert garðinn frægan í Nor- egi og þetta væri því ekkert annað en öfundarníð úr guðlausum kommún- istum. Félagi kona í jólabókaflóðinu 1947 kemur svo út skáldsaga eftir Kristmann sem hann sjálfur hefur áreiðanlega tal- ið tímamótaverk af sinni hálfu. Það er skáldsagan Félagi kona. Og ekki brugðust lesendurnir fremur en endranær því bókin seldist upp á ör- fáum dögum og stór hluti annarrar prentunar. í Morgunblaðinu 28. desember 1947 er svo nærri heilsíðu gagnrýni um bókina eftir eitt efnilegasta skáld þjóðarinnar á þeim tíma, Hannes Sigfússon. Hannes er meira en vinsamlegur í sinni gagnrýni. Hann lofar verkið, telur það tímamótaverk um siðferði- lega upplausn eftir stríðið og herset- una, og leggur áherslu á að hér sé ekki á ferðinni hefðbundin ástarsaga eftir Kristmann, heldur sálfræðileg skáldsaga um siðferðileg grundvall- aratriði. Undan slíkum verkum hljóti að svíða en þau séu samt nauðsyn- leg. Rothögg Steins Steinars Það er svo ekki fyrr en 15. jan- úar 1948 sem annað skáld kveður sér hljóðs í Þjóðviljanum og fellir þá allt annan og þyngri dóm um sömu bók Það er Steinn Steinarr. Ritdóm- ur Steins er líklega frægasti ritdómur um íslenska skáldsögu sem skrifað- ur hefur verið, að ritdómi Kristjáns Albertssonar um Vefarann mikla frá Kasmír einum undanskildum. Hér skal að vísu alveg látið liggja milli hluta hversu réttmætur dómur Steins er. En dómurinn sver sig í ætt við höfund sinn í því hversu afdrátt- arlaus hann er, miskunnarlaus og vel skrifaður. Um það vitnar meðal ann- ars upphafið sem er svona: „Krist- mann Guðmundsson er ekki mikið skáld, og það er honum sjálfum ljóst. Þess vegna skrifar hann bækur sínar fýrir fólk, sem ekki gerir háar kröfur, eða að minnsta kosti aðrar kröfur en þessi harðsvíraði bókmenntalýður, sem aldrei er hægt að gera til hæf- is." Síðan heldur Steinn áfram í þess- um eitraða hálfkæringi sínum uns ekki stendur steinn yfir steini í þessu meinta tímamótaverki. Hinn ósanngjarni dómur sögunnar Og nú í lokin er kannski rétt að spyrja aftur: Hvenær verður góð bók góð? Félagi kona var á góðri leið með að verða góð bók enda seldist hún eins og heitar lummur, rétt eins og bækurnar hans Þórbergs. Síðan kom góður ritdómur sem virtist ætla að gera hana að enn betri bók. En þá kom Steinn Steinarr til skjalanna og skrifaði ritdóm sem var hvoru tveggja í senn, hrikalega miskunnar- laus og hrikalega vel skrifaður. Núna, sextíu árum síðar, veit eng- inn neitt um Félaga konu, annað en það að Steinn skrifaði um bókina rit- dóm sem kveður á um það, svo ekki sé meira sagt, að honum var ekki skemmt við lesturinn. Svona gemr bókadómur sögunnar orðið tilvilj- unarkenndur og ósanngjarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.