Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 Helgarblað PV V ':i r4 m Samstarf ríkisstjórnarinnar á eftir að ganga vel á nýju ári. Samfylk- ingin hefur áfram tögl og hagldir í samstarfmu og þótt sjálfstæðis- mönnum falli það ef til vill miður vilja þeir ekki rugga bátnum. Geir Haarde mun áfram verða gagnrýndur fýrir að hafa ekki sama aga á flokksmönnum og forveri hans en Geir , breytir ekki um stfl og styrkir stöðu sína á nýju •' ári þegar hann leysir erfltt deilumál sem tengist ríkisstjórninni. Ingibjörgu Sólrúnu gengur vel í "7 j''' embætti en Össur verður eftir sem áður sá ráð- herrasemmesterísviðsljósinu. Snemmaáárinu gengur Össur svo langt í umtöluðum bloggfærsl- um sínum að gengur fram af flestum sem fylgjast með stjórnmálum. Össur stendur í orrahríð vegna málsins í fáeina daga en nær með fáheyrðri kænsku að snúa vörn í sókn og stendur jafn- réttur eftir en lofar að bæta ráð sitt og völvan sér hann biðjast opin- berlega afsökunar. ■ Völvan sér ráðherraskipti í ríkisstjórn á árinu. í hópi sjálfstæðismanna munu þau koma talsvert á óvart því fleiri en enn standa upp. Björn Bjarna- son lætur af embætti sínu síðla árs og tekur sæti 1 á þingi en völvan sér Árna Mathiesen í þungum sjó og andstreymi sem gæti endað með afsögn 'H’J hans. Bjarni Benediktsson verður nýr ráðherra sjálf- stæðismanna. Samfylkingin mun skipta út einum ráðherra sinna fyrir embætti forseta Alþingis. Völvan sér Jóhönnu Sigurðardóttur setjast í stól forseta Alþingis og Katrínu Júlíusdóttur koma inn í rík- isstjórn. ■ Þungamiðja vandamála Sjálfstæðisflokksins verður áfram í Reykja- vík því þar situr borgarstjórnarflokkur sem er óstarfhæfur eftir átök- in um REI og upplausnina sem fylgdi í kjölfarið. Snemma árs, ekki seinna en á vormánuðum, mun VilhjálmurVilhjálmsson, fyrrver- andi borgarstjóri, hverfa til annarra verkefna og Júlíus Vífill taka við oddvitastöðu hans í flokknum. ■ Þegar líður á vor og sumar fara að sjást verulegir brestir í samstarfi núverandi borgarmeirihluta og það er spá völvunnar að Dagur B. Eggertsson verði borgarstjóri á nýju ári í jafnmarga daga ogliðirnir eru í hári hans. Sennilega verður það á haustdögum að efnt verður til nýs meirihlutasamstarfs vinstri-grænna og sjálfstæðismanna í Reykjavík undir forystu Svandísar Svavarsdóttur sem verður borgar- stjóri. ■ Guðni Ágústsson verður áfram formaður Fram- sóknarflokksins og Björn Ingi Hrafnsson mun enga tilraun gera til að ryðja honum úr sessi líkt og sumir hafa spáð. Björn mun hverfa af vettvangi stjórnmálanna á nýju ári og hasla sér völl í við- skiptalífinu og völvan sé einhvers konar samstarf eða tengsl milli hans og Finns Ingólfssonar. Flokkur- inn mun halda áfram að minnka. Ólafur F. Magnússon verður mikið í sviðsljósinu í tengslum við upplausn borgarmeirihlut- ans en hverfur svo af sjónarsviðinu. ■ Frjálslyndi flokkurinn á ekki gott ár í vændum því leiðindamál sem kemur upp í tengslum við einn þingmanna flokksins mun binda enda á feril viðkomandi þingmanns og varpa skugga á flokkinn. ■ Sveitarstjórnarmál verða talsvert í brennidepli á árinu því sífellt fleiri sveitarfélög eiga í erfiðleikum með að sinna lögbundinni þjónustu. Fólksflótti utan af landi til suðvesturhornsins nær nýjum toppum á árinu þegar áhrif kvótasamdráttar koma í ljós að fullu. Ríkisstjórnin á fullt í fangi með að bregðast við vandræðum samfara þessu sem verða munu til þess að nokkur sveitarfélög sigla í strand. ■ Á árinu verða umtalsverðar náttúruhamfarir á fslandi í formi eldsumbrota. Annars vegar verða umbrot í Vatnajökli en hins vegar á slóðum þar sem ekki hefur gosið síðan menn settust að á íslandi svo vitað sé. ■ Áfram verður barist gegn virkjunum í Þjórsá og munu andstæðingar þeirra ffamkvæmda fara með fullan sigur af hólmi. ■ Bitruvirkjun á Hellisheiði verður slegin út af borðinu bæði vegna andstöðu borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík en einnig vegna þess að í ljós mun koma að jarðgufuvirkjanir eru ekki eins lausar við mengun eins og áður var talið. ■ Kárahnjúkar og Hálslón verða mikið í fréttum á ár- inu því í ljós koma áhrif á náttúrufar eystra sem valda óánægju almennings þar og búsifjum bænda. Á árinu munu ekki aðeins koma í ljós neikvæð áhrif virkjun- arinnar á náttúruna eystra heldur munu ýmis vand- kvæði rísa sem tengjast slökum frágangi verktaka. ■ Sumarið verður með eindæmum hlýtt og mun slá fýrri met á því sviði og verður að minnsta kosti á sumum stöðum á landinu hlýjasta sumar frá upphafi mælinga. ■ Frægðarsól Garðars Cortes heldur áfram að rísa og hann fær í vaxandi mæli góða dóma fýrir söng sinn erlend- is. Ástamál hans verða til umfjöll- unar í erlendum blöðum um mitt ár með þeim hætti að ís- lendingum finnst nóg um. ■ Björk Guðmundsdóttir verður í heimsfréttum vegna afar óvenjulegs uppátækis og er þá langt til jafnað þeg- ar hún er annars vegar. Þetta tiltæki hennar mun hneyksla íslendinga en afla henni enn meiri frægðar. ■ Eiður Smári Guðjohnsen mun eiga ágætt ár að mörgu leyti. Þó sér völvan hann sitja löngum stundum á vara- mannabekkhjá Barcelona. Hann mun kveðja það lið á nýju ári og snúa aftur til Bretlands og ganga til liðs við miðlungslið í sókn. En viðskipti munu heilla hann í enn ríkara mæli um leið og það hyllir undir lok knattspyrnufer- ils hans. ■ Völvansér Jó- hannes Jóns- son, vin litla mannsins, mikið í fréttum á nýju ári og sú athygli verður ekki öll jákvæð í fyrstu en Jóhann- es á sér öfluga vini og trausta aðdáendur svo orðstír hans bíður ekki verulegan hnekld þegar upp er staðið. ■ Logi Bergmann verður í kastljósi fjöl- miðla þegar kemur fram á vorið. Það eru bæði atvinnumál hans og einkalíf sem verða til þess að beina athyglinni að honum og munu margir verða til þess að hneykslast á því sem þar kemur fram. Logi mun ekki setja neitt ofan við þetta því allir karlmenn öfunda hann og allar konur elska hann. ■ Ásgeir Davíðs- son, staðarhald- ari á Goldfinger, á einnig mjög erfitt ár í vændum. Yfirvöld sækja hart að þessum lífsglaða athafnamanni og hefta athafhafrelsi hans. Um mitt ár kemur upp sakamál sem nafn hans dregst inn í með afar ótvíræð- um hætti og völvan sér hann hverfa af sjónarsviðinu eftir það. ■ Völvan sér bæjarstjóra á höfuðborgar- svæðinu troða marvaðann í hafsjó ásak- ana urri spillingu og hagsmunatengsl sem ekki séu við hæfi bæjarstjóra. Hann reynir í fýrstu að verjast en þar kemur á vordögum að hann lætur af embætti bæjarstjóra og ferill hans bíður veruleg- an hnekki. ■ Völvan sér fleiri athafnamenn tengjast spillingarmálum og einn þeirra teng- ist mjög knattspyrnufélaginu Val sem dregst inn í málið, stuðningsmönnum þess til sárrar armæðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.