Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 Sport DV Ólafur Stefánsson er einn allra fremsti handknattleiksmaö- ur sem ísland hefur eignast. Hann á glæstan feril sem atvinnumaöur i Þýskalandi og á Spáni. Vandfundinn er sá örvhenti leik- maður í heiminum sem stendur Ólafi framar og undanfar- in ár hefur hann margsýnt hve öflug- ur hann er, bæði með félagsliði og landsliði. Titillinn tryggður Ólafur Stefánsson hampaði Þýskalandsmeistaratitli með Magdeburg undir stjórn Alfreðs Gislasonar árið 2002. VIÐAR GUÐJÓNSSON bladamcidur skrifar: vidar@dv.is Handboltamaðurinn Ólafur Stefánsson er flest- um Islendingum kunnur. Einn allra besti hand- boltamaður sem Island hefur alið af sér enda hefur hann jafnan staðið sig vel þar sem hann hefur komið við. Ólafur er að mörgu leyti sér- lundaður. Ihugull keppnismaður sem er í sí- felldri naflaskoðun. Ólafur er með BA-gráðu í heimspeki sem hann les af miklum móð auk þess sem hann pælir mikið í tilvist sinni á þess- ari plánetu. Hann segir heimspekina hafa hjálpað sér mikið á atvinnumannsferlinum og efann vera sinn helsta styrk. Ólafur er flestum sigursælli og hefur unnið meistaratitla á íslandi, Spáni og í Þýskalandi. Hann var fyrirliði íslenska lands- liðsins og hefur staðið sig vel á mörgum stór- mótum. Hann var meðal annars markahæsti leikmaður Evrópumótsins í handbolta árið 2002 þar sem hann var valinn í úrvalslið mótsins auk þess sem hann var valinn í lið mótsins á Ólymp- íuleikunum árið 2004. Ólafur fer hér yfir ferilinn og ræðir um til- veruna eins og honum er einum lagið í viðtali viðDV. Hóf ferilinn íVal Ólafur hóf að leika með Val í meistaraflokki 19 ára og í upphafi ferilsins lék hann sem hægri hornamaður. Um tvítugt var hann hins vegar færður í skyttustöðuna og hann segir ástæðu þess einfalda. „Ég var stór og langur" segir Ól- afur. „Mér var ekkert hampað umfr am aðra þegar ég var að byrja að spila. Það mætti segja að það hafi verið það sem hélt þessum hópi hjá Val svona lengi saman. Menn höfðu sitt hlutverk og menn skemmtu sér vel saman. Síðan kom Þorbjöm Jensson inn í þetta fljótlega eftir að ég byrjaði að spila og ég lærði margt hjá honum. Ég hef yfirleitt verið heppinn með þá þjálfara sem ég hef fengið. Allir hafa hentað mér þegar ég var með þá þó svo ég viti að þeir hefðu ekki hentað mér allan ferilinn." Spilaði fótbolta „Ég var upp að tvítugu í fótbolta en það var uppgangur í handboltanum þegar kom að því að velja íþrótt og hann varð ofan á. Svo er maður líka örvhentur og það er alltaf mikils virði. Ég var ágætur í fótbolta, spilaði á miðjunni og hafði fína yfirsýn og tækni en vantaði kannski kraft. Mér finnst alltaf gaman að fara í fótbolta og nú síðast í sumar æfði ég í fríinu með meistaraflokki Vals í fótbolta. Það var æðisleg upplifun að hlaupa um á mjúku grasinu." Ölafur hampaði nokkrum fslandsmeistara- titlum með Val á árunum 1992 til 1997. Meðal annars var hann valinn efnilegasti leikmaður Is- landsmótsins árið 1993 en hann segir það síður en svo hafa stigið sér til höfuðs. „Ég var glaður en ekkert meira en það og ég held að ég hafi sýnt það að þetta steig mér ekk- ert of mikið til höfuðs. Ég átti síðan fimm frábær ár með Val. Undir stjórn Þorbjöms var mikið frjálsræði. Hann peppaði mann alltaf áfram og maður fékk að gera alls konar vitleysur. Aðallega einbeitti hann sér að því að kenna mönnum að skjóta en um leið að vera góðir vamarmenn. Þannig á það líka að vera, hvort sem þú ert í handbolta, fótbolta, körfubolta eða einhverjum öðrum íþróttum, menn eiga að fá að njóta sín." Helsti styrkur sem handboltamaður „Ég held að minn helsti styrkur sé efinn. Hann hefur fleytt mér langt. Alveg ffam að 27 ára aldri fannst mér ég vera hálfgerður lodd- ari í þeim skilningi að mér fannst ég ekki nógu góður til þess að vera atvinnumaður. Maður var í kringum alla þessa náunga sem vom fljót- ari, sterkari, með betri skot eða eitthvað annað. Kannski er þá minn helsti styrkur sá að ég hef reynt að verða næstbestur í öllum þessum þátt- um leiksins. Eins bý ég yfir ákveðnu kæruleysi og fatta það hvenær mér á að standa á sama. Auk þess er ég duglegur að gera þessa auka- vinnu á borð við teygjur, fara í nudd og til sjúkra- þjálfara. Þetta eru aÚt þættir sem enginn segir þér beinlínis að gera en ef þú vanrækir þá koma þeir kannski í bakið á þér tveimur mánuðum síðar þegar þú meiðist. Ég sé ekki voða marga galla á mér yfir höfuð og þegar ég h't til baka er ég nokkuð sáttur. Það hafa margir hjálpað mér í gegnum tíðina og ég hef verið heppinn með það að fá að vinna með miklu fagfólíd." Wupperthal Ólafur hélt í atvinnumennsku til Þýskalands árið 1997 og var það fyrir tilstilli Viggós Sigurðs- sonar sem tók við Wupperthal á þessum ti'ma. „Hann vildi fá mig og Dag (Sigurðsson) með sér. Hann var besti þjálfari sem ég gat lent í á þessu ti'mabili. Það virðist sem ég hafi alltaf hitt á réttu týpurnar. Hann kenndi mér að leika kerfisbundið og eftir því sem fyrir mig er lagt. Boltamir fóm þangað sem þeir áttu að fara og finturnar vom orðnar noklöið góðar þrátt fýr- ir að mig vantaði kraft. Viggó kenndi manni að sjá heildarmyndina, að sjá hvaða möguleikar em fyrir hendi inni í þeirri taktík sem verið er að spila. Eg átti tvö frábær ár þar. Fyrst fómm við upp um deild og árið eftir enduðum við í sjöunda sæti í Bundesligunni. Sá árangur var vonum framar. Mér líkaði strax lífið vel sem atvinnumaður. Maður fékk að kúpla sig frá hraðanum og lífinu sem ríkti á íslandi. Allt í einu fékk maður ti'ma til að vera til og gera það sem manni fannst skemmtilegt. Þegar ég byrjaði hjá Wupperthal var mik- ill áhugi í borginni. En eins og annars staðar vomm við að keppa um hylli við aðrar íþrótta- greinar. Æfingaaðstaðan var ekkert allt of góð og við þurftum oft að hoppa á milli staða með tilheyrandi veseni. En maður spáði ekkert í það og reyndi að njóta þess að vinna sína vinnu, þroska sjálfan sig og bæta sig á milli mánaða. Eflaust vom menn ánægðir með árangurinn hjá Wupperthal en það hafði engin áhrif á mig, ég einbeitti mér að mínu og var ánægður með það sem ég var að gera," segir Ólafur. Kúltúrsjokk í Magdeburg Ólafur sö ðlaði um eftir tvö ár hj á Wupperthal og gekk til liðs við Magdeburg sem er stórlið í Þýskalandi. „Mér fannst þetta vera næsta skref, að taka endanlega stökkið og fá að vera einn. Mér fannst það því ég átti eftir að standa á eigin fótum. Ég var náttúrlega ekki alveg einn þegar ég var með íslendingunum þótt það hafi verið frábært. Þarna fékk maður tækifæri á því að takast á við ákveðið rótleysi auk þess sem þar var möguleiki á því að vinna einhveija titla. I Magdeburg fékk maður ákveðið kúltúr- sjokk og það var nákvæmlega það sem ég þurfti á að halda. Fyrsta árið var mjög erfitt. Eg kom í allt annan heim sem er ólíkur okkar frónbúa. Okkur finnst við vera frjáls á íslandi en fólkið þar hafði verið kúgað í langan ti'ma. Auðvitað snerist h'fið um handbolta og það var sá vem- leiki sem maður skildi en í öðrum aðstæðum var maður á hálum ís. Félagslega var mjög erfitt að skilja fólkið og þjálfarann sem ég var með. Þú heldur að þú getir alltaf gert hlutina út frá þeim aðstæðum sem þú þekkir og notað eigið egó í að komast áfram. En þama lenti ég í einhverjum veru- leika sem þrýsti sér inn á mig. Inni í þessum veruleika var maður að reyna að bæta sig sem handboltamaður og það var nokkuð skrítið," segir Ólafur. Eftir eitt ár hjá Magdeburg tók Alfreð Gísla- son við stjórn liðsins og Ólafur segir það hafa hjálpað sér mikið. „Ég veit ekkert hvort ég hefði meikað það að vera hjá liðinu lengur ef Alli (Al- ffeð Gíslason) hefði ekki komið. Það má segja að hann hafi bjargað mér og hann var mér frá- bær næstu ár. Ef sami þjálfari hefði verið áfram hefði ég líklega farið frá liðinu. Alfreð kom með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.