Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007
Menning DV
Mikiö var um að vera i menningarlifinu á íslandi á árinu sem senn er á enda. Risastór brúöa, pólitísk bók-
menntahátíö, senuþjófar á verðlaunahátiðum, fjölsótt menningarnótt og umdeildar tilnefningar og verð-
launahafar Bókmenntaverðlaunanna eru þar á meðal. Hér er stiklað á því helsta í máli og myndum.
ÍMENNING
Hún var ríkuleg uppskeran hjá
Benedikt Erlingssyni á Grímunni,
íslensku leiklistarverðlaunahátíð-
inni, í júní. Hann fékk þrjár stytt-
ur, í flokknum leikstjóri ársins,
leikskáld ársins og leikari ársins í
aðalhlutverki. Verðlaunin í íyrst-
nefnda flokknum fékk Benedikt
fyrir leikstjórn í Ófögru veröld
hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Leik-
skálda- og leikaraverðlaunin voru
fyrir einleikinn Mr Skallagríms-
son í sviðssetningu Söguleikhúss
Landnámsseturs. Sýning leik-
ársins var valin Dagur vonar hjá
Leikfélagi Reykjavíkur. Heiðurs-
verðlaunin féllu að þessu sinni í
skaut Herdísar Þorvaldsdóttur og
Róberts Arnfinnssonar.
Ólafur Jóhann Ólafsson fékk
íslensku bókmenntaverðlaunin
fyrir árið 2006 í flokki skáldverka
fýrir smásagnasafnið Aldingarð-
inn í janúarlok, sumum til mik-
illar furðu. f flokki fræðibóka og
bóka almenns efnis fékk Andri
Snær Magnason verðlaunin fyrir
eina umtöluðustu bók sem kom-
ið hefur út á íslandi í seinni tíð,
Dramumalandið - sjálfshjálpar-
bók handa hræddri þjóð. f
desemberbyrjun voru tilkynntar
tilnefningarnar fyrir þetta ár. Það
sem helst vakti athygli þar var að
rithöfundurinn Jón Kalman Stef-
ánsson fékk ekki tilnefningu fyrir
bók sína Himnaríki og helvíti sem
nánast allir sem lesið hafa lofa í
hástert.
Edduhátíðin í ár var hátíð á meðal í flokknum kvikmynd efu tilnefningar, fékk hins vegar
Ragnars Bragasonar kvikmynda- ársins, leikstjórn ársins, handrit einungis ein verðlaun. Heiðurs-
leikstjóra. Kvikmynd hans og ársins og karl- og kvenkyns leik- verðlaunin að þessu sinni fékk
Vesturportshópsins, Foreldr- arar ársins í aðalhlutverki. Kvik- Árni Páll Jóhannsson leilcmynda-
ar, hlaut sex Edduverðlaun, þar myndin Veðramót, sem fékk ell- hönnuður.
Listahálíö í Reykjavík var hald-
in með pompi, prakt og bravúr 10.
til 26. maí. Líkt og undanfarin ár
var mikill fjöldi atriða á dagskrá á
öllum sviðum lista og menningar.
Á nteðal þeirra atriða sem vöktu
einna mesta athygli og aðdáun
borgarhúa var risaprinsessan, eða
„risessan", sem franski götuleik-
húshópurinn Royal de Luxe stóð
á hak við. Risessan arkaði víða
um borgina og fór meðal annars
í sturtu á Hafnarbakkanum. Lista-
hátíðinni hefur vaxið mikill fiskur
um hrygg á liðnum árum og er nú
haldin á hverju ári, en fram til árs-
ins 2004 var hún einungis haldin
annað hvert ár.
FRUMRAUNIN L0FAR GÓÐU
Hrund Þórsdóttir hlaut fslensku
barnabókaverðlaunin í ár fyrir bók
sína Loforðið. Að mati dómnefnd-
ar lýsir sagan á einstakan hátt þeim
tilfinningum sem bærast með ell-
efu ára stelpu sem verður fyrir því
að missa bestu vinkonu sína. Sagt
er frá vináttu stelpnanna, áfallinu
og söknuðinum og síðast en ekki
síst litía skrýtna lyklinum og loforð-
inu sem Ásta gefur vinkonu sinni og
sver við leynistaðinn að standa við.
Hrund er 26 ára gömul, menntuð í
stjórnmálafræði og blaðamennsku
og starfar hjá útgáfufélaginu Birt-
íngi. Loforðið er fyrsta bók hennar
en þrettán handrit bárust í keppn-
ina.