Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 Umræða DV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaöið-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elln Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: JónTrausti Reynisson og ReynirTraustason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins á stafraenu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Oll viötöl blaösins eru hljóörituð. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSlMl 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40. SAJVDKORK ■ Óhætt er að segja að Karl Sigurbjörnsson, biskup ís- lands, hafi tekið skýra afstöðu í jafnréttis- umræðunni þegar hann í Aftansöng jóla í Dóm- kirkjunni gerði veika stöðu karl- _ v mannsins í > / samfélaginu -Á að umræðuefni. „Líka við karl- mennirnir, munum eftir hon- um Jósef! Ekki síst andspænis þeim tíðaranda sem leitast við að ræna karlmanninn karl- mennsku sinni, og virðingu sem maður, sem faðir, ábyrg- ur fyrir lífi sínu og afkvæma sinna, lífi og heill, andlegri og líkamlegri," sagði Karl. Femín- istum íslands er sumum hverj- um lítt skemmt vegna þessarar stefnuyfirlýsingar biskupsins. ■ Skemmtileg óbein deila spratt upp í bloggsamfélagi Eyjunn- ar á ann- aníjólum þegar Pétur Tyrfings- son dæmdi bók Péturs Gunnars- sonar, ÞÞ í fátæktar- landi, sem hina verstu ritsmíð. „Hvernig er hægt að skrifa svona lélega bók?" var einkunnin. Tjáði Pétur sig þar sem hluta af hópi sem hann kallar Þórbergs- fólk. Örskömmu síðar bloggaði Gríinur Atlason, bæjarstjóri í Bolungarvík, um sömu bók sem hann taldi vera fast að því snilld. „Þroskasaga Þórbergs Þórð- arsonar er ír ábær bók," segir í dómi Gríms. ■ Jólinvorulandsmönnumflest- um hamingjurík. Meira að segja í Fangelsinu á Litla-Hrauni drap hamingju- dísin niður fæti þegar einn fang- anna, ívan AronHill Ævarsson, fékkbams- móður sína og 20 mán- aða gamlan son í heimsókn á jóladag. Við það tækifæri trúlof- aði parið sig. Sagði fvan í samtali við dv.is að trúlofunin hefði verið stærstajólagjöfin. ■ Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson reyndist sanns- pár í DV fýrir jól þegar hann spáði því að jóladagur yrði hvít- ur í höfuðborginni en aðfanga- dagur rauð- hvítur. Siggi stormur sagði þann 18. desem- ber að á Þor- láksmessu og aðfanga- dagyrðilík- legast rauð jörð en að jóladagur og annar í jólum gætu orðið hvítir. Þetta kom á daginn að því leyti að aðfangadagur var köflóttur en jóladagarnir snjóhvítir. rt@dv.is Frændhygli ílokksins LEIÐARI REYNIR 7RAUSTAS0N RITSTJÓRI SKRIFAR Þad cr veröugt árainótalieitJyrir■ stjómarflokkana uð láta afframdhyglinui Framsóknarflokkurinn þótti lengi vel vera sá flokkur sem verst gekk fram í spillingarmálum. Einkavæðing Búnað- arbankans var á gráu svæði og almenningur tortryggði flokkinn og taldi hann hygla sínum. f tíð Viðeyjarstjórnar Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins þótti sá fyrrnefndi hygla sínum mönnum með feitum embættum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki legið undir ámæli hvað þetta varðar fyrr en í seinni tíð. Áhugamál þess flokks hafa verið þau að skipa sendiherra úr sínum röðum og koma að dómurum í Hæstarétti og undirrétti. Ólafur Börkur Þorvaldsson, frændi Davíðs Oddssonar, fyrrver- andi formanns, var skipaður hæstaréttardómari þótt hann væri neðarlega í mati miðað við aðra umsækjendur. Síðar var Jón Steinar Gunnlaugs- son, vinur og spilafélagi Davíðs, skipaður í Hæsta- rétt og gengið framhjá fólki sem metið hafði verið hæfara af lögskipaðri nefnd hæstaréttardómara. Af skýringum dómsmálaráðherra má skilja að hann skilur ekki muninn á greiningunni hæfi og hæfni og leggur sinn skilning í lagafyrirmæli. Nýjasta dæmið um þá spillingaráráttu Sjálfstæð- isflokksins sem kölluð hefur verið frændhygli er skipun Þorsteins Davíðssonar. Skipun Þorsteins Davíðssonar Oddssonar í embætti dómara við Hér- aðsdóma Austurlands og Norðurlands eystri hefur vakið undr- un og gagnrýni. Af fjórum umsækjendum var Þorsteinn met- inn með hvað minnsta hæfni en samt valinn. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra steig til hliðar í málinu vegna þess að Þor- steinn var fýrrverandi aðstoðarmaður hans en lét Árna Mathie- sen eftir að skipa dómarann. Þetta er sama aðferðin og notuð var við skipan Jóns Steinars en þá féll það í hlut Geirs H. Haarde að skipa í stöðuna. Lúinn Davíð Oddsson var skipaður í stöðu aðalbankastjóra Seðlabankans án þess að sýnileg rök séu fyrir hæfi hans til þeirrar stöðu. Við stjórnarskiptin í vor losaði Sjálf- stæðisflokkurinn sig við pólitískan andstæðing, Al- freð Þorsteinsson, stjórnarformann bygginganefndar um hátæknisjúkrahús, og skipaði í staðinn Ingu Jónu Þórðardóttur, eiginkonu forsætisráðherra. Það er skýrt dæmi um spillingu að flokkurinn snið- gengur fagnefndir til að koma sínum mönnum að fremur en þeim sem hæfastir teljast. Nú mun reyna á samstarfsflokkinn, Samfýlkingu, að koma böndum á þetta ástand og lágmarka þannig þessa tegund spill- ingar í íslenslcu samfélagi. Það er verðugt áramóta- heit fyrir stjórnarflokkana að láta af frændhyglinni og vinna eftir lýðræðislegum reglum. EITTTITRANDIKARL- MANNSHJARTA SVARTHÖFÐI Aldrei hefur Svarthöfði hlust- að með viðlíka andakt á jólapostillu biskups eins og nú um hátíðirnar. Herra Karl Sig- urbjörnsson opnaði þar hjarta sitt þannig að slátturinn dundi í eyrum hlustenda. Hann vakti athygli á því hvernig tíðarandinn „rænir karl- manninn karlmennsku sinni". Hann opnaði öskju Pandóru og sjá! Þar spýttist út glitrandi tár nútímakarls- ins í fjötrum femínisma. Svarthöfði hlustaði á postilluna í heyrnartól- um, einn úti í horni, og grúfði sig yfir viðtækið í náttmyrkrinu. Kona hans kann illa við útvarpsgjálfur. Jk heimili sínu hefur Svart- ZA höfði, líkt og flestir aðrir JL Akarlmenn nútímans, þurft að þola ákveðið harðræði. Þegar faðir hans og forfeður komu vinnu- lúnir heim smeygðu konurnar á þá inniskóm. Þeirra í stað er Svarthöfði nú strengdur svuntu. Þó svo að karl- menn vinni lengur úti en konur eru þeir krafðir um sama vinnuframlag á heimilinu og konur. Þær eru gjarnan verkstjórar á heimilinu, eins og fýrr, en nú eru karlmenn undirmenn í stað barnanna, sem ekki mega lengur vinna. Barnaþrælkunin var bönnuð, en karlaþrælkun kom í staðinn. Harmur karlmanna er stærri en svo. Þeir deyja fyrr. Þeir svipta sig oftar lífi, farast frekar í slysum og eru oftar fórn- arlömb ofbeldis. Enginn talar um það. I staðinn er kvartað yfir því að konur fái að meðaltali lægri laun en karlar. Enginn hefur bent á það að konur eyða oft þessum launum karlmannsins. Þær ganga um í síbreytiiegum tískuklæðn- aði á meðan karlmenn klæðast tötrum frá Hagkaupum, nema um hátíðirnar, þegar klæðin koma úr Dressmann. Biskupinn hitti naglann á höfuðið þegar hann tók dæmi af Jósef, fósturföður Jesú, og hlutverki hans í fæðingu frelsarans. Hann var nefnilega ljósmóðir í fjárhúsinu. „Það var bara hann Jósef, með sitt titrandi karlmannshjarta, og sigggrónu smiðshendur," greindi biskupinn frá. Sjálfur sagði biskupinn frá því þegar hann eignaðist frumburð sinn og hneig í ómegin vegna geðshræringar, en var gripinn af hjúkrunarfræðingi. „Á einn eða annan hátt stöndum við öll í skugganum eins og Jósef," sagði hann líka, en einhvern veginn bar sú setning keim af pólitískum rétt- trúnaði, þar sem „allir" verða „öll". Svarthöfði er þakklátur bisk- upi fýrir að benda á vandræði karlkynsins á þessum tímum jákvæðrar mismununar á karlmönn- um. Verið er að endurskrifa söguna. Sigurvegararnir skrifa söguna og nú eru þeir konur. Hjallastefnu- samfélagið er allsráðandi. Tíu litlir negrastrákar máttu ekki lengur vera, heldur urðu að lit- og kynbreyt- ast í tíirlitla kenjakrakka. Stelpur eiga að vera strákar og strákar stelpur. Auðvitað samræmist það ekki trúnni, nema upp að því marki áð konan var sköpuð úr rifbeini karlmannsins. Skjól karlmennskunnar liggur hjá kirkjunni. * Ifjölmiðlum erum við hjörð hjákátlegra Hóm- era eða kraðak kyn- ferðisbrotamanna, allt eftir því hvernig vindar femínismans blása. En nú blæs biskupinn á móti og berst gegn því að við verðum rændir karlmennsk- unni. Kannski er það svolítið seint í rassinn gripið, eftir að Biblían var rænd karlkyninu og sett í hvorugkyn. DÓMSTÓLL GÖTUNNAR HVAÐ BAR HÆST Á ÁRINU? „REI-málið nauðgaði manni út (eitt. Mér fannst þetta algjör vitleysa frá upphafi til enda. Allir leikendurnir eru seklr um samsuðu vitleysunnar sem aldrei hefði átt að fara (gang." Bryndís Friðjónsdóttir, 29 ára húsmóðir „Klofning borgarstjórnarinnar og nýr borgarstjóri voru stærstu tíðindin. Það var voða spennandi að fylgjast með þessu ævintýri og ég var föst við tölvuna á þessu tímabili. Ég veit hins vegar ekki alveg ennþá hvað mér finnst um þessi skipti, ég er ekki alveg búin að ákveða mig." Jórunn Edda Óskarsdóttir, 28 ára nemi. „Ætli það hafi ekki verið REI-málið. Mér fannst umræðan einkennast af of miklum fordómum, það voru greinilega allir á móti öllu í upphafi. Mér fannst hlaupið of mikið (pólitíkina í málinu og þá hætti maður að nenna að hlusta." Saevar Sigurðsson, 31 árs bifreiðasmiður. „ÞegarVilhjálmur borgarstjóri fórfrá. Ég var erlendis þegar það átti sér stað en mér brá mikið þegarég frétti af skiptunum. Mér finnst eftirsjá ( Vilhjálmi og ég var ekki sátt við borgarstjórnarskiptin." Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, 56 ára starfsmaður Glitnis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.