Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Blaðsíða 35
PV Helgarblað
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 35
's&m
| Eitt besta íslenska leikritið „Og ég staðfestist
í þeirri trú að Dagur vonar er eitt af allra bestu
I leikritum sem hér hafa verið skrifuð, eitt fárra
verka sem manni finnst Kklegt til langlífis." Úr
| sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Degi vonar.
■
Leiklistargagnrýnandi DV, Jón Viðar Jónsson, fer yfir leikhúslífiö á árinu _
HÆÐIROGLÆGÐIRA
LIÐNU LEIKÁRI _
Þegar litið er um öxl til liðins
leikhúsárs standa fjórar sýningar
upp úr, tvær heimatilbúnar, tvær
innfluttar: Dagur vonar hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur, Draumalandið í
Hafnarfjarðarleikhusinu og gesta-
leikirnir tveir: ballettsýning Helga
Tómassonar frá San Francisco, sem
gisti Listahátið sl. vor, og Frelsari
Kristjáns Ingimarssonar sem var
sýndur á sviði Þjóðleikhússins fýrir
skemmstu (rétt að taka fram að þeg-
ar þetta er skrifað er ég staddur er-
lendis og hef ekki enn séð jólasýn-
ingu Þjóðleikhússins á Ivanov).
Það er auðvitað skemmtilegt við
þessar tvær gestasýningar að þær
eru unnar af íslenskum leikhús-
mönnum sem hafa haslað sér völl
erlendis með jafnglæstum árangri
og raun ber vitni. Um velgengni
Helga höfum við heyrt og lesið árum
saman, auk þess sem hann hefur
áður heimsótt okkur með sýningar
sínar, aldrei þó frumsamdar, eins og
gerðist nú. En til þess var sannarlega
kominn tími, því vart getur leikið á
tveim tungum að Helgi er kominn í
röð fremstu ballethöfunda samtím-
ans. Ég hygg að fleirum hafi farið líkt
og mér, menn áttu á góðu von, en
þó varla jafnótrúlega glæsilegri og
áhrifamikilli list og fyllti svið Borg-
arleikhussins. Helgi ræður að sjálf-
sögðu yfir dansflokki í heimsklassa,
sem hann hefur byggt upp á síðustu
tuttugu árum, en að hann væri jafn-
frumlegur og frjór danshöfundur og
þarna sýndi sig, það kom fleirum en
mér örugglega á óvart. Sérstaklega
var minnisstætt verk hans við tónlist
Bachs, þar sem dansinn og músík-
in studdu svo vel hvort við annað að
það var nánast eins og maður væri
að heyra þessa alkunnu og undur-
fögru tónlist í fyrsta skipti. Við Frels-
ara Kristjáns ætla ég ekki að dvelja
í þetta sinn; aðeins að ítreka þakk-
ir mínar til hans og von um að við
fáum fleiri tækifæri til að fylgjast
með ferli hans en við höfum átt kost
á hingað til.
Sýna hvað íslenskt leikhús
getur
Ég ætla hins vegar að segja nokkur
orð um sýningarnar tvær, Drauma-
landið og Dag vonar, af því að þær
sýna svo vel hvað íslenskt leikhús
getur - ef réttir listamenn fá verðug-
an efnivið í hendur og hafa listrænt
hugrekki til að leggja stöku sinnum á
hin brattari klifin. Að vissu leyti má
líka segja að þær standi hvor á sinn
hátt fyrir tvo helstu mótpóla nú-
tímaleikhússins: annars vegar leik-
hús leikaranna (Dagur vonar), hins
vegar leikhús leikstjórans (Drauma-
landið). f leikhúsi leikaranna skiptir
mestu að leikararnir fái að blómstra
í hlutverkum sínum, hlutverkum
sem annaðhvort eru mjög bitastæð
frá hendi höfunda eða eru þannig
vaxin að þau gefa túlkendunum
færi á að sýna bestu hliðar sínar eða
endurnýja sig á óvæntan hátt.
Frumsýningin á Degi vonar fýr-
ir tuttugu árum var fyrir margra
hluta sakir eftirminnileg, en upp-
færsla LR, sem Hilmir Snær Guðna-
son stýrði, stóð henni í engu að baki
og var meira að segja skemmtilega
ólík henni í sumu. Það var auðséð
að Hilmir Snær hafði áttað sig á því
sem er höfuðatriði í svona sviðsetn-
ingum: að leikstjórnin á að vera
sem ósýnilegust áhorfendum, nán-
ast eins og leikararnir hafi sjálfir sett
þetta á svið (aðeins í einum punkti
feilaði sýningin að þessu leyti, með
því að láta leikinn fara fram í rimla-
búri sem var fráleit og gersamlega
óþörf ofskýring - þó ég geti viður-
kennt að rimlarnir voru sums stað-
ar notaðir á áhrifamikinn hátt). Það
er bara það að í svona leikhúsi vill
maður vera í beinu sambandi við
leikendurna sjálfa, nema öll blæ-
brigði raddarinnar, sjá svipbrigðin.
Það var að sjálfsögðu vitað að
Dagur vonar er eitt af bestu verkum
íslenskra samtímaleikbókmennta,
en maður gat samt varla búist við að
það bæri aldurinn jafnvel og reynd-
in varð. Annað var líka merkilegt:
það hversu vel hún hélt sér á svið-
inu, ég skrifaði leikdóm um hana
í ísafold, sællar minningar, þegar
hún var frumsynd í ársbyrjun, en
fór svo aftur að sjá hana undir vorið,
og þá hafði hún í engu glatað fersk-
leika sinum og krafti, þvert á móti
hafði frammistaða langflestra leik-
enda dýpkað til muna. Og þá gerð-
ist það sem er alltaf svo skemmti-
legt: fyrir mér opnaðist ákveðin
vídd á verkinu sem ég hafði ekki
áttað mig á fyrr. Eins og fleiri hafði
ég haft efasemdir um lýsingarnar
á bræðrunum tveimur, fannst höf-
undur sýna öðrum þeirra fullmikla
samúð (þeim sem af sumum hefur
verið talin eftirmynd hans sjálfs), en
nú rann það upp fyrir mér að þeir
eru nákvæmlega jafnsekir og aðrir
í því sem er kjarni og aðalharmleik-
ur verksins: geðveiki systurinnar.
Með gagnkvæmu hatri og fyrirlitn-
ingu, á hvor öðrum, móðurinni og
ástmanni hennar, viðhalda þeir því
andrúmslofti sem stöðugt rekur
systurina aftur í greipar sjúkdóms-
ins. Og ég staðfestist í þeirri trú að
Dagur vonar er eitt af allra bestu
leikritum sem hér hafa verið skrif-
uð, eitt fárra verka sem manni finnst
líklegt til langlífis. Hætt við að svona
fjölskyldur, „dysfunktionalar" eins
og það heitir á
máli fræðanna, verði alltaf til í
einhverri mynd - því miður.
Söfnuður meðal leikhúsfólks
Miðað við Draumalandið þætti
sjálfsagt ýmsum Dagur vonar frekar
gamaldags verk. Eins og umræður
síðustu vikna og mánaða hafa sýnt
er sumt leikhúsfólk haldið þeirri
áráttu að vilja skipta leikhúsi upp í
tvennt: annars vegar eitthvað sem
það telur „framsækið", ferskt og ný-
stárlegt, hins vegar það sem bygg-
ist á gamalkunnum forskriftum og
á samkvæmt því að vera íhaldssamt
og úr sér gengið. Það hefur stund-
um flökrað að mér að þessi leiða til-
hneiging stafi bæði af vanþekkingu
Erindi Tinnu Tinna Gunnlaugsdóttir á enn
eftir að sýna að hún hafi átt erindi (stól
þjóðleikhússtjóra, að hún hafi burði til að stýra
þessari stofnun á farsælan hátt.