Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 Helgarblað DV HVAÐ KITLAÐIHJARTAÐ? Fegurðarsmiðir landsins voru iðnir við kolann á árinu sem leið. Listamenn hafa víst at- vinnu af því að skjóta ljósi í hjartagarma samferðamanna sinna, plotta stemningar sem þenja hversdagsleikann út og gæða hann spennu sem við ann- ars færum á mis við. DV spjall- aði við Birtu Guðjónsdóttur myndlistarmann og sýningar- stjóra og listamanninn Ragnar Kjartansson sem nýverið var valinn fulltrúi íslands á Fen- eyjatvíæringnum 2009, um það sem snerti við þeim eða þeim þótti minnisstæðast í íslenskri mvndlist á árinu sem leið. „Guð" Sýning Ragnars Kjartans- sonar i Nýlistasafninu i haust. Birta Guðjónsdóttir Myndlistarmaður og safnstjóri. Sýning Heklu Daggar Jónsdótt- ur Liminality-Alveg á mörkunum sem opnaði í Nýlistasafninu 28. júní var glæsileg. Á sýningunni skapaði Hekla eins konar töfrum gæddan griðastað þar sem perlur og bálkestir vöktu draumkennd hughrif. Nýlista- safnið heldur upp á 30 ára afmæli sitt á næsta ári en þá verður geysilega merkilegri safneign þess gert hátt undir höfði með veglegri dagskrá allt árið. Þá var yfirlitssýning Gjörninga- klúbbsins í Listasafni Reykjavíkur afar mögnuð. Bæði var forvitnilegt að sjá hversu afkastamiklar stúlkurn- ar hafa verið á ferli sínum, en einn- ig var eftirtektarvert hversu listilega sýningin var kompóseruð utan um töfrandi verkin. Sýningin var enda tilnefnd til fslensku byggingarlista- verðlaunanna sem veitt voru í fyrsta sinn á árinu. Gjörningaklúbburinn veitti einnig Green Leaf verðlaunun- um viðtöku í Osló á árinu. Yfirlitssýning Hreins Friðfinns- sonar sem stendur nú yfir í Hafnar- húsinu er hrífandi leiðangur um feril þessa farsæla listamanns. Þar er gott að sigla um sali og hleypa huganum yfir skýin. Aðrar vel heppnaðar sýningar á liðnu ári sem vert er að nefna er sýning Magnúsar Pálssonar í Gallerí i8, Minning Þórarins Neíjólfssonar, samsýningin Foss á Kjarvalsstöðum og krassandi veröld Kolbeins Huga Höskuldssonar á sýningu hans Still Drinking About You þar sem Nýlista- safnið fékk dramatíska andlitslyft- ingu. Dagskrá Gallerí 101 var býsna kræsileg yfir árið, en þar var einblínt á unga ffamsækna listamenn á borð við Helga Þórsson og Söru Riel sem talsvert hefur kveðið að undanfarið. Tímalistahátíðin Sequences er auk þess minnistæð. Hátíðin var haldin í annað sinn í október sem leið og þræddi anga sína um miðborgina gjörvalla. „Ansi viðburðaríkt ár í mynd- listinni" „Mér kemur reyndar strax í hug allt sem myndlistarlífið missti á árinu, fólk og rými," segir Birta Guðjónsdótt- ir myndlistarmaður og sýningarstjóri. „Það sem kemur sterkast upp í hug- ann er þegar myndlistin missti Birgi Andrésson. Það var mjög þungt reið- arslag á myndlistarárinu en það sem þó var fallegt ( því var hvernig sam- eining myndlistarfólks sýndi sig í því sorgarferíi." Birta hefur verið sýning- arstjóri á Safni við Laugaveg í þrjú ár Kolbeinn Hugi Frá gjörningi Kolbeins f Nýlistasafninu af tilefni sýningar hans „Still drinking about you". Ragnar Kjartansson Sigri hrósandi. og starfar einnig sem myndlistarmað- ur. Hún segir miklar sviptingar vera í íslenskri myndlist um þessar mund- ir. „Það eru helst allar þessar hróker- ingar í myndlistinni sem koma upp í hugann og svona hvað landslagið er að breytast mikið," segir Birta og bæt- ir við: „Til dæmis það að bæði Kling & Bang og Safn fari úr sínu húsnæði á árinu en líka að nýtt myndlistargallerí opnaði á árinu; Gallerí Ágúst. Góðar fféttir sem eru mér ofarlega í huga eru þau tvö listtímarit sem komu fram á prenti á árinu. Annars vegar Sjónauki sem mér finnst æðislega flott, vel gert og metnaðarfullt tímarit sem á fram- tíðina fýrir sér. Hins vegar listtímarit- ið LIST, sem er gert út sem nettíma- rit og gefið út af Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og var prentað í fýrsta sinn að tilefni sýningar Stein- gríms Eyfjörð á Feneyjatvíæringnum. Það var ansi gott. Svo finnst mér ff am- takið að opna hina nýju listbókverka- búð, Útúrdúr, líka skipta miklu máli. Þegar upp er staðið var þetta í raun býsna viðburðaríkt ár í myndlistinni því mikilvægum fræjum var sáð sem munu blómstra á næsta ári, í ýmsum myndum, svo maður setji sig í völvu- hlutverk," segir Birta en listbókverka- búðin Útúrdúr var opnuð við Njáls- götu 14 fyrir um tveimur vikum síðan og er rekin af sex ungum listamönn- um. Aðspurð hvort henni þyki einhver sýning standa uppúr segist hún ekki vera sérstaklega hrifin af því að gera „best of" lista þegar myndlist er ann- ars vegar. „Það er reyndar ein sýn- ing sem situr í mér og það er frábæra sýningin hans Ragnars Kjartansson- Glitperlur í Nýlistasafninu Frá sýningu Heklu Daggar Jónsdóttur, Liminality-Alveg á mörkunum í sumar. ar í Nýlistasafninu, Guð. Mér finnst hann afar vel valinn fulltrúi íslands fýrir næsta Feneyja Tvíæring," segir Birta. List sem breytir lífinu Ragnar gerði víðreist á árinu og hélt sýningar víða um heim, en skyldi eitthvað sérstakt hafa snert við þess- um gullkálfi íslenskrar myndlistar á árinu sem leið, öðru fremur? „Það er eitt ljóð sem skaust í hjarta mitt og breyttí árinu mínu," segir Ragnar. Ljóðið sem um ræðir heitír Au- tobiographia Literaria og er eftír bandaríska skáldið Frank O' Hara. Þegarégvarbarn Lék ég mér í útjaðri leikvallarins Aleinn. Ég þoldi ekki dúkkur og ég Þoldi ekki leiki, dýr voru Óvinsamleg ogfuglar flugu á brott Efeinhverfór að leita að mér faldi égmigá bak við tré og öskraði: “ég er munaðarleysingi." Oghérerég, miðpunktur fegurðarinnar! að skrifa þessi Ijóð! Að hugsa sér. „Þetta ljóð sprengdi upp hausinn á mér með sínum heiðarlega sjálfs- ánægju húmor" segir Ragnar en hvernig skyldi komandi ár leggjast í hann: „Massavel, það er ekki hægt að segja annað," segir Ragnar. „Ég verð „miðpunktur fegurðarinnar," eins og segir í ljóðinu," bætír hann við hlæjandi en næsta ár fer að mestu í að undirbúa sýninguna í Feneyjum sem síðan opnar vorið 2009. „Það er óhætt að segja að þessi sýning sé það langstærsta sem ég hef komist með puttana í."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.