Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 Helgarblað DV HVAÐ KITLAÐIHJARTAÐ? Fegurðarsmiðir landsins voru iðnir við kolann á árinu sem leið. Listamenn hafa víst at- vinnu af því að skjóta ljósi í hjartagarma samferðamanna sinna, plotta stemningar sem þenja hversdagsleikann út og gæða hann spennu sem við ann- ars færum á mis við. DV spjall- aði við Birtu Guðjónsdóttur myndlistarmann og sýningar- stjóra og listamanninn Ragnar Kjartansson sem nýverið var valinn fulltrúi íslands á Fen- eyjatvíæringnum 2009, um það sem snerti við þeim eða þeim þótti minnisstæðast í íslenskri mvndlist á árinu sem leið. „Guð" Sýning Ragnars Kjartans- sonar i Nýlistasafninu i haust. Birta Guðjónsdóttir Myndlistarmaður og safnstjóri. Sýning Heklu Daggar Jónsdótt- ur Liminality-Alveg á mörkunum sem opnaði í Nýlistasafninu 28. júní var glæsileg. Á sýningunni skapaði Hekla eins konar töfrum gæddan griðastað þar sem perlur og bálkestir vöktu draumkennd hughrif. Nýlista- safnið heldur upp á 30 ára afmæli sitt á næsta ári en þá verður geysilega merkilegri safneign þess gert hátt undir höfði með veglegri dagskrá allt árið. Þá var yfirlitssýning Gjörninga- klúbbsins í Listasafni Reykjavíkur afar mögnuð. Bæði var forvitnilegt að sjá hversu afkastamiklar stúlkurn- ar hafa verið á ferli sínum, en einn- ig var eftirtektarvert hversu listilega sýningin var kompóseruð utan um töfrandi verkin. Sýningin var enda tilnefnd til fslensku byggingarlista- verðlaunanna sem veitt voru í fyrsta sinn á árinu. Gjörningaklúbburinn veitti einnig Green Leaf verðlaunun- um viðtöku í Osló á árinu. Yfirlitssýning Hreins Friðfinns- sonar sem stendur nú yfir í Hafnar- húsinu er hrífandi leiðangur um feril þessa farsæla listamanns. Þar er gott að sigla um sali og hleypa huganum yfir skýin. Aðrar vel heppnaðar sýningar á liðnu ári sem vert er að nefna er sýning Magnúsar Pálssonar í Gallerí i8, Minning Þórarins Neíjólfssonar, samsýningin Foss á Kjarvalsstöðum og krassandi veröld Kolbeins Huga Höskuldssonar á sýningu hans Still Drinking About You þar sem Nýlista- safnið fékk dramatíska andlitslyft- ingu. Dagskrá Gallerí 101 var býsna kræsileg yfir árið, en þar var einblínt á unga ffamsækna listamenn á borð við Helga Þórsson og Söru Riel sem talsvert hefur kveðið að undanfarið. Tímalistahátíðin Sequences er auk þess minnistæð. Hátíðin var haldin í annað sinn í október sem leið og þræddi anga sína um miðborgina gjörvalla. „Ansi viðburðaríkt ár í mynd- listinni" „Mér kemur reyndar strax í hug allt sem myndlistarlífið missti á árinu, fólk og rými," segir Birta Guðjónsdótt- ir myndlistarmaður og sýningarstjóri. „Það sem kemur sterkast upp í hug- ann er þegar myndlistin missti Birgi Andrésson. Það var mjög þungt reið- arslag á myndlistarárinu en það sem þó var fallegt ( því var hvernig sam- eining myndlistarfólks sýndi sig í því sorgarferíi." Birta hefur verið sýning- arstjóri á Safni við Laugaveg í þrjú ár Kolbeinn Hugi Frá gjörningi Kolbeins f Nýlistasafninu af tilefni sýningar hans „Still drinking about you". Ragnar Kjartansson Sigri hrósandi. og starfar einnig sem myndlistarmað- ur. Hún segir miklar sviptingar vera í íslenskri myndlist um þessar mund- ir. „Það eru helst allar þessar hróker- ingar í myndlistinni sem koma upp í hugann og svona hvað landslagið er að breytast mikið," segir Birta og bæt- ir við: „Til dæmis það að bæði Kling & Bang og Safn fari úr sínu húsnæði á árinu en líka að nýtt myndlistargallerí opnaði á árinu; Gallerí Ágúst. Góðar fféttir sem eru mér ofarlega í huga eru þau tvö listtímarit sem komu fram á prenti á árinu. Annars vegar Sjónauki sem mér finnst æðislega flott, vel gert og metnaðarfullt tímarit sem á fram- tíðina fýrir sér. Hins vegar listtímarit- ið LIST, sem er gert út sem nettíma- rit og gefið út af Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og var prentað í fýrsta sinn að tilefni sýningar Stein- gríms Eyfjörð á Feneyjatvíæringnum. Það var ansi gott. Svo finnst mér ff am- takið að opna hina nýju listbókverka- búð, Útúrdúr, líka skipta miklu máli. Þegar upp er staðið var þetta í raun býsna viðburðaríkt ár í myndlistinni því mikilvægum fræjum var sáð sem munu blómstra á næsta ári, í ýmsum myndum, svo maður setji sig í völvu- hlutverk," segir Birta en listbókverka- búðin Útúrdúr var opnuð við Njáls- götu 14 fyrir um tveimur vikum síðan og er rekin af sex ungum listamönn- um. Aðspurð hvort henni þyki einhver sýning standa uppúr segist hún ekki vera sérstaklega hrifin af því að gera „best of" lista þegar myndlist er ann- ars vegar. „Það er reyndar ein sýn- ing sem situr í mér og það er frábæra sýningin hans Ragnars Kjartansson- Glitperlur í Nýlistasafninu Frá sýningu Heklu Daggar Jónsdóttur, Liminality-Alveg á mörkunum í sumar. ar í Nýlistasafninu, Guð. Mér finnst hann afar vel valinn fulltrúi íslands fýrir næsta Feneyja Tvíæring," segir Birta. List sem breytir lífinu Ragnar gerði víðreist á árinu og hélt sýningar víða um heim, en skyldi eitthvað sérstakt hafa snert við þess- um gullkálfi íslenskrar myndlistar á árinu sem leið, öðru fremur? „Það er eitt ljóð sem skaust í hjarta mitt og breyttí árinu mínu," segir Ragnar. Ljóðið sem um ræðir heitír Au- tobiographia Literaria og er eftír bandaríska skáldið Frank O' Hara. Þegarégvarbarn Lék ég mér í útjaðri leikvallarins Aleinn. Ég þoldi ekki dúkkur og ég Þoldi ekki leiki, dýr voru Óvinsamleg ogfuglar flugu á brott Efeinhverfór að leita að mér faldi égmigá bak við tré og öskraði: “ég er munaðarleysingi." Oghérerég, miðpunktur fegurðarinnar! að skrifa þessi Ijóð! Að hugsa sér. „Þetta ljóð sprengdi upp hausinn á mér með sínum heiðarlega sjálfs- ánægju húmor" segir Ragnar en hvernig skyldi komandi ár leggjast í hann: „Massavel, það er ekki hægt að segja annað," segir Ragnar. „Ég verð „miðpunktur fegurðarinnar," eins og segir í ljóðinu," bætír hann við hlæjandi en næsta ár fer að mestu í að undirbúa sýninguna í Feneyjum sem síðan opnar vorið 2009. „Það er óhætt að segja að þessi sýning sé það langstærsta sem ég hef komist með puttana í."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.