Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 Helgarblað DV Tvö morð voru framin á íslandi á árinu 2007. Maður var skotinn með riffli á Sæbraut í Reykjavík í sumar og annar var barinn til ólífis.með slökkvitæki í ibúð við Hringbraut í haust. í lok nóvember var svo ekið á Qög- urra ára dreng í Keflavík með þeim afleiðingum að hann lést. Bílstjórinn stakk af og hinn grunaði neitar þrá- faldlega. Skytta í Hnífsdal skaut konu sína með haglabyssu í ölæði. Frúin slapp án meiriháttar meiðsla. roPWcrr'f 33U001 Jm NW5I03U001 •'K' ? ■/ ' i '■ ; ■ . ; v'.'w ' ’.'iW 'ij . , • í (:f i i II >» . > #y;i; W'.vw. •íAt.’Al . U' V’ /' pií'M';#,''' , . ' (f ' ........ 1 ;. Skotárás á Sæbraut Umfangsmikil leit að vopnuðum morðingja stóð stutt yfir 29. júlí. Maðurinn fannst á Þingvöltum þar sem hann hafði svipt sig lífi. r v t • píWiv - ’■■*■ , - " ^KHBuk ' ■-• ■ •*, ■ . • >s.. •■'' ' . , .•c,-*' ■ *' '■•■ v ■•■ ■ ;. ‘-V", s NAKINN MEÐ BYSSU SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON bladamodur skrifar: sigltyggut^dv.is Ólögleg vopn Talsvert magn ólöglegra skotvopna er í umferð á Islandi. Morðið á Sæbraut var framið með veiðiriffli sem morðinginn hafði fengið afhentan án byssuleyfis. Stefán Jónsson, 35 ára lífefnafræð- ingur, var að skipta um dekk á Ford Taurus bifreið á Sæbrautinni í grennd við Kirkjusand þegar kunnuglegur maður kom aðvíf- andi.TómasBjörnssoniðnrekstrar- fræðingur steig út úr bifreið, vopn- aður nýjum .22 kalibera veiðiriffli, og skaut Stefán í brjóstið. Stefán lést á slysadeild skömmu seinna. Þetta var 29. júlí. Eftir nokláa leit fannst Tómas Björnsson látinn í bifreið á Þingvöllum. Hann hafði skotið sig með sama riffli og hann notaði til þess að drepa Stefán. Stefán hafði nýverið tekið upp samband við fyrrverandi eiginkonu Tómasar. Sama dag kallaði lögreglan til fundar og tilkynnti að málið teldist upplýst, hér hefði verið á ferðinni hroðalegur ástríðuglæpur. Drepinn með slökkvitæki Um hádegisbil 8. október síð- astliðinn var lögreglu tilkynnt um það sem í fyrstu virtist vera alvarleg líkamsárás í íbúð við Hringbraut í Reykjavík. Fórnarlamb árásarinn- ar, Borgþór Gústafsson, fannst meðvitundarlaus og blóðugur á heimili sínu. Hann hafði verið sleginn ítrekað með slökkvitæki. Áður en sól hneig til viðar var Borgþór látinn. Drykkjufélagi Borgþórs, Krist- mundur Þórarinn Gíslason, var handtekinn á staðnum, kófdrukk- inn. Grunur beindist fljótlega að Kristmundi, en hann og Borgþór höfðu setið við drykkju alllengi. Á myndskeiðum úr öryggismynda- vélum í anddyri hússins mátti sjá þá félaga takast á. Kristmundur var úrskurðaður í gæsluvarðhald sem nú síðast var framlengt fram í janúar. Bílstjóri banar dreng 30. nóvember var ekið á fjög- urra ára dreng við Vesturgötu í Keflavík. Drengurinn litli, Kristinn Veigar Sigurðsson, hlaut alvarlega höfuðáverka sem drógu hann að lokum til dauða. Bílstjórinn sem ók á Kristin flúði af vettvangi án þess að stansa og var hans ákaft leitað. Að kvöldi 1. desember var karlmaður handtekinn, grunaður umverknaðinn. Hannvarúrskurð- aður í gæsluvarðhald og hefur verið yfirheyrður ítarlega. Hann Morð a Hring- braut Karlmaður fannst í blóði sínu í íbúð við Hringbraut i október. Hann lést seinna sama dag. Drykkjufélagi hans ergrunaður um verknaðinn. Sá er enn í varðhaldi. Tómas hafði skotið sig með sama riffíi og hann notaði tilþess að drepa Stefán. neitar sök. Á bíl mannsins fundust trefjaþræðir sem rannsókn leiddi í ljós að voru úr fötum Kristins Veigars. Lögregla hefur rætt við fjölda fólks vegna málsins en engar óyggjandi sannanir hafa komið fram. Gæsluvarðhald rann út yfir þeim grunaða og er hann nú í farbanni. Allsber með byssu Nokkrar tilraunir til manndráps voru framkvæmdar á árinu 2007 án þess að heppnast. 8. júní síðastliðinn skaut Ólafur Þór Guðmundsson konu sína með haglabyssu að heimili þeirra í Hnífsdal. Eiginkonan hlaut skrámur af höglunum en slapp við meiriháttar áverka. Ólafur var ölvaður og nakinn. Tilraunir vopnaðra lögreglu- manna til þess að skakka leildnn báru ekki árangur og það var ekki fyrr en sérsveitarmenn komu á vettvang að Ólafur varyfirbugaður og handtekinn. Hj ónin höfðu verið gift í 29 ár og sagði eiginkonan við skýrslutöku að aðdragandinn að árásinni hefði verið langur. Ólafur hefði sakað hana um hjúskaparbrot og væri hann haldinn sjúklegri afbrýðisemi. Ólafur var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Eiginkonan flutti til útlanda. Langaðiað drepa I febrúar var sextán ára gamall piltur dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, sem reyndar var framin á síðasta ári. Haustið 2006 hafði hann stungið karlmann með hnífi á bílastæði við Skautahöllina í Laugardal. Pilturinn gaf þær skýringar að hann hefði alltaf langað að drepa mann. Hann hafði kynnst manninum á netinu, sérstaklega með það að augnamiði að drepa hann. Þeir höfðu hist þri- svar en í fýrri tvö skiptin hafði pilt- inn brostið kjark til þess að fremja morð. í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að kveikjan að ofbeldisverkinu hafi verið bíómyndir og tölvuleikir. Pilturinn hafði að auki orðið fyrir miklu einelti í grunnskóla. Rannsóknir sálfræðinga leiddu í ljós að hann er sakhæfur en jaðrar við að heyra undir skilgreiningu um að vera þroskaheftur. Hann mældist afar lágt á greindarprófi og að auki sýndi hann viðbrögð um einhverfu þegar hann var yngri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.