Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Blaðsíða 61
DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 61 Áramótavín Vlllibráð er oft á matseðlinum yfir áramót og þá gildir að velja aðeins það besta. Þeir sem hafa efni á stóru vínunum frá Bordeaux og Búrgúnd eiga að láta það eftir sér. Sjálfur er ég mikill aðdáandi ít- alskra vína en úrval þeirra hefur auk- ist verulega síðustu árin. Cabernet Sauvignon og Shiraz-vín frá Ástralíu og Kaliforníu passa einnig vel með villibráð og öðru úrvalskjöti. Vándamálið ligg- ur í reykta kjöt- inu og með- lætinu. Súrsað og sykrað meðlæti fer illa með vín þótt í sjálfu sér eigi það ekki að stoppa nokkurn mann. Óþarfi samt að eyða um efni fram. Hangikjöt er algjör vínböðull og væn- legra að drekka með því malt og appelsín eða bara bjór. Ham- PÁLMI JÓNASSON vinsérfræðingur DV borgarhryggur er líka erfiður en þar kemur bæði rautt og hvítt til greina. Sjálfur hef ég notað Shiraz frá Ástralíu eða gott Ri- oja-vín en hér eru skoðanir manna mjög skiptar. Kalkúnn býður einnig upp á ótal mögu- leika í hvítu og rauðu. Fyrir jól nefndi ég rauð- vínin Mar- chese Antinori Chianti Classico (2090 kr), Fontodi Chianti Classico (1890 kr) d'Aren- berg Footbolt (1790kr)og Berin- ger Clear Lake Zin- fandel (1820 kr). Einnig hvitvínin Ca- sal di Serra (1590 kr), Lalande Pouilly Fuissé (2070 kr), Tenuta Sant'Antonio (1490 kr) og Klein Constantia Sauvignon Blanc (1490 Quinta do Crasto Reserva OldVines 2004 Dumbrautt og bráðskemmtilegt vín frá Portúgal sem ég er sannfærður um að eldist vel í vínkjallara í nokkur ár. Lykt af plómum í púrtvíni, fíkjum og dökk- um skógarberjum. Bragðmikið og ávaxtaríkt með jarðarberjum, karamellu, kryddi, sveskjusteini og plómum. Vínið er í góðu jafnvægi með mjúku og góðu tanníni. Áfeng sulta, dökkt súkkulaði og eik i eftirbragði sem minnir jafnvel á , / Freyju lakkrísdraum. Frábært vín sem 111 i.l. geymist örugglega vel. 2.090 krónur. Baron de Ley Finca Monasterio 2004 Baron de Ley-víngerðin var stofnuð 1985 af nokkrum fagmönnum í Rioja á Spáni og fyrstu vínin komu á markað 1990. Höfuðstöðvarnar eru í fallegu Benediktsmunkaklaustri frá 16. öld. Þetta er nú almenningshlutafélag og aðalvíngerðarmenn- irnir eru Gonzalo Rodrigez og Fernando Gonzalez. Finca Monasterio er80%Tempranillo og er 18 mánuði í frönskum eikartunnum. Dökkt súkkulaði, dökk ber og öndvegis vindlar áberandi í nefi. Einnig súkkulaðikaramella með sólberjum, kirsuberjum, brómberjum og kerfli. Eik í munni, plómur, kirsuber, súkkulaði, kaffi, tannín og örlítill anis. Enn dálítið ferkantað og þurfti góða öndun. Rosabolti sem versnar örugglega j j ekki í skápnum. 2.190 krónur. Montes Alpha Syrah 2004 Víngerðarmaðurinn Aurelio Montes stofnaði Montes-víngerðarhúsið með nokkrum öðrum en það er eitt þekktasta vínfyrirtæki Chile. Aurelio er enn aðalvíngerðarmaður Montes. Þetta vín er úr Shiraz (90%), Cabernet Sauvignon (7%) og Viognier (3%). Rosalega þykk og góð lykt. Vindlatóbak, leður, jörð, plómur og dökk ber, aðallega brómber. Sveskjur og pipar áberandi í munni með plómum, kirsuberjum og pipar. Jafnvel mildur Tópas. Versnar örugglega ekki í vínkjallara næstu misserin. 2005 árgangurinn er á leið í hillurnar og hann fær enn betri dóma. Mjög gott vín á frábæru ■ I 11 verði. 1.590 krónur. Enzo Rinaldi er síðasti matgæð- ingur ársins í helgarblaði DV. Matgæðingur síðustu viku, Leone Tinganelli, skoraði á Jón Elvar Haf- steinsson en vegna mikilla anna vegna jólahátíðarinnar gat Jón því miður ekid orðið við áskoruninni. Rinaldi tók hins vegar seinni áskorun vinar síns Leones og býður upp á andabringur með sema teriaky-sósu og lambafillet með pestó og dijon- sinnepsdressingu. „Þetta eru mínar eigin uppskrift- ir og ég hef oft matreitt þetta," seg- ir Enzo sem er einmitt matreiðslu- meistari og hefur starfað sem slíkur síðastliðin tíu ár, meðal annars á La Primavera. Núna er hans aðalvinna hins vegar sem sölustjóri heildsölu. „Ég er að flytja inn matvörur ffá Spáni og ítalíu. Ég kokka þó stundum á Rossopomodoro og Vín og skel." Andabringur með sesam teriaky-sósu Fyrirtvo • 2andabringur • 1 flaska teriaky-sósa • 30 g sesamfræ • Salt og pipar eftir smekk Pönnusteikja bringuna þó ein- göngu þar sem fitan liggur, salta og pipra. Setja inn í ofn við 180 gráður í 25 mín. Taka úr ofninum og skera í þunnar sneiðar. Sósan er sett yfir. Sósan Setja allt innihald flöskunnar í pott, 50 g af sylcri sett út í. Hræra og bíða eftir að sjóði. Setja sósuna inn í ísskáp til að kæla hana í um það bil 15 mín. Að lokum eru sesamfræin sett út í. Sætar kartöflur • 2 stk. sætar kartöflur • 2 rifaf hvítlauk • Timian Sjóða sætu kartöflurnar og þegar þær eru soðnar stappa saman eins og kartöflumús. Saxa timian og hvítlauk og bæta út í. Gott er að setja smá smjörklípu út í í lokin. Lambafillet með pestó og dijon-sinnepsdressingu Fyrir tvo • 2 lambafillet • 1 stór skeið grænt pestó • 1 stór skeið dijon-sinnep Blanda saman pestó og dijon. Marinera kjötið og setja strax inn í ofn. 180 til 200 gráður í 20-25 mín. Bera fram með fersku salati. Ferskt salat • Rucola • Rauðlaukur • Tómatar • Olífur Allt skorið smátt, setja smá olífu- olíu yfir og í lokin salta og pipra. „Égskora á tengdamömmu mína, Láru Sandholt, aö vera nœsti matgœðingur. Hún er snilldarkokkur." Humarhúsið • Amtmannstíg í • 101 Reykjavík • Sími: 561 3303 • humarhusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.