Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Blaðsíða 68
68 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 Ferðir DV MADAME Blysför Úti- vistar og FÍ Á laugardaginn verður ferðaárið 2007 kvatt með pompi og prakt. Ferðafélagið Útivist og Ferðafélag íslands standa fyrir léttri göngu frá Nauthóli í gegnum skóginn í öskjuhlíðinni að Perlunni þar sem boðið verður upp á flugeldasýn- ingu. Jólasveinar heimsækja hópinn í skóginum, bregða á leik og taka lagið. Brottför verður klukkan 17.15 en flugeldasýning Landsbjargar hefst klukkan 18. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir og þátttaka er ókeypis. Blaðamaöurinn Kolbrún Bergþórsdóttir fer óhefðbundnar leiðir um hátiðirnar. Þegar dæmigerðir íslendingar sprengja allt sem sprungið getur í loft upp dvelst Kol- brún ein í góðu yfirlæti á hótelherbergi í London, og horfir á breska sjónvarpið. C MYNDUÐ MEÐ BRESKU KONUNGSFJÖLSKYLDUNNI Framhalds- námskeið í ísklifri Þeir sem vilja byrja árið með stæl geta svo sannarlega fundið eitthvað við sitt hæfi. Þeir sem hafa áhuga á að príla geta skellt sér á (sklifurnámskeið í Klifurhúsinu. Islenski Alpaklúbburinn mun í samstarfi við Islenska fjallaleið- sögumenn halda framhaldsnám- skeið I ísklifri en það fer fram miðvikudagskvöldið9.janúar klukkan átta. Nánari upplýsingar verða til taks á isalp.is þegar nær dregur en skráning á þetta framhaldsnámskeið er óþörf. Kolbrún Bergþórsdóttir flýr til London yfir áramótin Hér er hún á góðri stund á TUSSAUDS ? t4Trr4,11 . •' -sn mmmim VladameTussauds-vaxmyndasafninu fræga. > . 33~Í11 ilit 2 L Óvissuferð Islenskir fjallaleiðsögumenn bjóða öllum áhugasömum til óvissuferð- ar (nágrenni Reykjavíkur á laugardaginn. Um er að ræða göngu á eitthvert fjall í námunda við Reykjavík, en veður og færð munu að sjálfsögðu ráða áfangastað. Leifur örn Svavarsson verður leiðsögumaöur (ferðinni en á heimasíðu félagsins er ferðin flokkuð sem miðlungserfið. Nauðsynlegt erað mæta með nesti og viðeigandi búnað en sameinast verður í bíla við brottför. Nauðsynlegt er að skrá sig eigi síðar en á hádegi föstudaginn 28. desember. Verð er 4.900 krónur en farið verður frá Vagnhöfða 7 klukkan 9 á laugardagsmorgnin- um, „Ég hafði mjög gaman af áramót- unum þegar ég var barn og unglingur en í seinni tíð get ég ekki hugsað mér að vera hér á íslandi í öllum látun- um. Ég er svolítið eins og hundarn- ir; þoli ekki lætin, drykkjuskapinn og hávaðann í flugeldunum. Maður get- ur ekki farið að sofa á skikkanlegum tíma vegna þess að úti á götu eru svo mikil læti að maður festir ekki svefn. Áramótin raska ró minni," segir Kol- brún Bergþórsdóttir blaðamaður, en hún hefur undanfarin ár forðað sér aflandi brott um áramótin. „Einn daginn stóð ég frammi fyr- ir því að taka ákvörðun um hvað ég ætti til bragðs að taka. Ég var búin að fá nóg af íslenskum áramótum og ákvað einfaldlega að láta mig hverfa af landinu. Ég er ekki rík svo ekki hafði ég sumarbústað til að flýja í. Ég ákvað því að nota bara vísakortið og skreppa til London," segir hún. Troðin undir á Time Square Undanfarin ár hefur Kolbrún því dvalið í London um áramótin. „Einu sinni fór ég á Time Square um ára- mótin þarna úti og var næstum því troðin undir. Ég átti fótum mínum fjör að launa og hélt heim á hótel. Ég gekk sem leið lá eftir Oxford-stræti. Þar voru eiginlega engir á ferli, á þessari frægu götu, nema nokkrir rónar. Þetta var mjög einkennilegt og ég var fljót að forða mér upp á herbergi og ákveða að á Time Squ- are færi ég aldrei aftur á gamfárs- dag. Eftir þennan atburð hef ég varið gamlárskvöldum á hótelherbergi og horft á breska sjónvarpið. Þar er ver- ið að fara yfir merkilegustu atburði ársins, kryfja helstu skandala fræga fólksins; drykkjuskap þess og fram- hjáhöld," segir Kolbrún og bætir við að þetta sé albesta sjónvarpsefni sem völ er á. „Ég er aldrei einmana um áramót." Nýársdagur aðaldagurinn Þó Kolbrún dvelji ein síns liðs á sama hótelinu ár eftir ár fer fjarri því að henni leiðist. „Ég er alltaf mjög spennt fyrir því að nýársdag- ur renni upp. Það er einn skemmti- legasti dagur ársins hjá mér. Þá geng ég Oxford-stræti þar sem allt er á 50 prósenta afslætti. Ég skoða og versla í búðum fram á kvöld, gef sjálfri mér jólagjafir og kaupi allt sem hugurinn girnist. Þetta er dásamfegur dagur," segir hún. Aðspurð hvort hún borði góðan mat í þessum ferðum sínum segir hún svo vera. „Ég borða eigin- lega alitaf á sama stað á gamlársdag. Það er sannkölluð kóngamáltíð en veitingastaðurinn heitir Kentucky Fried Chicken. Það bregst aldrei," segir hún ákveðin. Jólin á íslandi Þótt hún vilji vera erlendis um áramótin eru jólin heilög fyr- ir henni. „Ég held jólin alltaf hér á íslandi. Ef ég héldi jólin í útlönd- um fyndist mér ég vera að saurga helgidóminn. Aðfangadegi ver ég í faðmi fjölskyldunnar en á jóladag og á öðrum jóladegi er ég alltaf ein heima hjá mér og finnst það æð- islegt. Þá les ég, horfi á góðar bíó- myndir og borða hátíðarmat. Ég hleypi engum að mér þessa daga enda eru þeir dásamlegir," segir Kolbrún. Menningarreisa Kolbrún fer jafnan út á þriðja degi jóla en kemur heim ann- an janúar. Hún notar tímann vel úti til að heimsækja söfn og fara á leiksýningar. „Ég fer alltaf í leikhús í þessum ferðum mín- um. Þegar ég fer í leikhús hérna heima leiðist mér svo hrylli- lega að ég geng yfirleitt út í hléi. „Standardinn" á leikhúsinu í London er hins vegar alveg stór- kostlegur. Þar hef ég séð Kristin Scott Thomas, sir Ian McKellen og Derek Jacobi svo einhverjar stjörnur séu nefndar. Ég fer líka mikið á söngleiki eins og My Fair Lady og Mary Poppins," segir hún en þetta árið verður Mary Popp- ins aftur fyrir valinu. Kolbrún er líka dugleg að heimsækja listasöfn og venur komur sínar meðal annars á vax- myndasafn Madame Tussauds. „Ég stunda það að fara í safnið og láta taka af mér myndir með frægu fólki. Julia Roberts varð einu sinni fyrir valinu og síðast lét ég mynda mig með bresku konungsfjölskyldunni þar sem ég smellpassaði í hópinn," segir Kolbrún glöð í bragði. Þótt hún fari iðulega ein síns liðs til London kemur stundum fyrir að hún hitti þar góða vini. 1 ár stefnir í að hún hafi góðan félagsskap. „Um þessi áramót stefnir allt í að vinur minn Egill Helgason verði staddur í London líka. Ég geri því fastlega ráð fyrir að drekka með honum te á ein- hverju glerfínu hóteli," segir hún að lokum. FERÐINNI Umsjórr. Baldur Guðmundsson. Netfang: ba I d u r@dv. i s Hve margir ísbirnir hafa komið til íslands? ÁVfsindavefnum kemurfram að skráðareru (heimildir rétttæplega 250 hvítabjarnarkomurtil landsins frá upphafi byggðar, með um 500 dýrum. Elsta frásögn um ísbjarnarkomu er sögð vera frá um 890, en þá á Ingimundur gamli, landnámsmaður í Vatnsdal, að hafa séð birnu með tvo húna og varð þá tii örnefnið Flúnavatn (Austur-Húnavatnssýslu. Síðast kom hvítabjörn til landsins árið 1993 sem var hífður upp úr sjó og hengdur. Drápið olli miklum deilum en dýrið er til sýnis, uppstoppað, á náttúru- gripasafninu í Bolungarvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.