Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2007, Síða 50
50 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007
Helgarblað PV
V
':i r4
m Samstarf ríkisstjórnarinnar á eftir að ganga vel á nýju ári. Samfylk-
ingin hefur áfram tögl og hagldir í samstarfmu og þótt sjálfstæðis-
mönnum falli það ef til vill miður vilja þeir ekki rugga bátnum. Geir
Haarde mun áfram verða gagnrýndur fýrir að hafa ekki
sama aga á flokksmönnum og forveri hans en Geir
, breytir ekki um stfl og styrkir stöðu sína á nýju
•' ári þegar hann leysir erfltt deilumál sem tengist
ríkisstjórninni. Ingibjörgu Sólrúnu gengur vel í
"7 j''' embætti en Össur verður eftir sem áður sá ráð-
herrasemmesterísviðsljósinu. Snemmaáárinu
gengur Össur svo langt í umtöluðum bloggfærsl-
um sínum að gengur fram af flestum sem fylgjast með
stjórnmálum. Össur stendur í orrahríð vegna málsins í fáeina daga
en nær með fáheyrðri kænsku að snúa vörn í sókn og stendur jafn-
réttur eftir en lofar að bæta ráð sitt og völvan sér hann biðjast opin-
berlega afsökunar.
■ Völvan sér ráðherraskipti í ríkisstjórn á árinu. í
hópi sjálfstæðismanna munu þau koma talsvert á
óvart því fleiri en enn standa upp. Björn Bjarna-
son lætur af embætti sínu síðla árs og tekur sæti 1
á þingi en völvan sér Árna Mathiesen í þungum
sjó og andstreymi sem gæti endað með afsögn 'H’J
hans. Bjarni Benediktsson verður nýr ráðherra sjálf-
stæðismanna. Samfylkingin mun skipta út einum ráðherra sinna
fyrir embætti forseta Alþingis. Völvan sér Jóhönnu Sigurðardóttur
setjast í stól forseta Alþingis og Katrínu Júlíusdóttur koma inn í rík-
isstjórn.
■ Þungamiðja vandamála Sjálfstæðisflokksins verður áfram í Reykja-
vík því þar situr borgarstjórnarflokkur sem er óstarfhæfur eftir átök-
in um REI og upplausnina sem fylgdi í kjölfarið. Snemma árs, ekki
seinna en á vormánuðum, mun VilhjálmurVilhjálmsson, fyrrver-
andi borgarstjóri, hverfa til annarra verkefna og Júlíus Vífill taka við
oddvitastöðu hans í flokknum.
■ Þegar líður á vor og sumar fara að sjást verulegir brestir í samstarfi
núverandi borgarmeirihluta og það er spá völvunnar að Dagur B.
Eggertsson verði borgarstjóri á nýju ári í jafnmarga daga ogliðirnir
eru í hári hans. Sennilega verður það á haustdögum að efnt verður
til nýs meirihlutasamstarfs vinstri-grænna og sjálfstæðismanna í
Reykjavík undir forystu Svandísar Svavarsdóttur sem verður borgar-
stjóri.
■ Guðni Ágústsson verður áfram formaður Fram-
sóknarflokksins og Björn Ingi Hrafnsson mun
enga tilraun gera til að ryðja honum úr sessi líkt
og sumir hafa spáð. Björn mun hverfa af vettvangi
stjórnmálanna á nýju ári og hasla sér völl í við-
skiptalífinu og völvan sé einhvers konar samstarf
eða tengsl milli hans og Finns Ingólfssonar. Flokkur-
inn mun halda áfram að minnka. Ólafur F. Magnússon
verður mikið í sviðsljósinu í tengslum við upplausn borgarmeirihlut-
ans en hverfur svo af sjónarsviðinu.
■ Frjálslyndi flokkurinn á ekki gott ár í vændum því leiðindamál sem
kemur upp í tengslum við einn þingmanna flokksins mun binda
enda á feril viðkomandi þingmanns og varpa skugga á flokkinn.
■ Sveitarstjórnarmál verða talsvert í brennidepli á árinu því sífellt
fleiri sveitarfélög eiga í erfiðleikum með að sinna lögbundinni
þjónustu. Fólksflótti utan af landi til suðvesturhornsins nær nýjum
toppum á árinu þegar áhrif kvótasamdráttar koma í ljós að fullu.
Ríkisstjórnin á fullt í fangi með að bregðast við vandræðum samfara
þessu sem verða munu til þess að nokkur sveitarfélög sigla í strand.
■ Á árinu verða umtalsverðar náttúruhamfarir á
fslandi í formi eldsumbrota. Annars vegar verða
umbrot í Vatnajökli en hins vegar á slóðum þar sem
ekki hefur gosið síðan menn settust að á íslandi svo
vitað sé.
■ Áfram verður barist gegn virkjunum í Þjórsá og
munu andstæðingar þeirra ffamkvæmda fara með
fullan sigur af hólmi.
■ Bitruvirkjun á Hellisheiði verður slegin út af borðinu
bæði vegna andstöðu borgarstjórnarmeirihlutans í
Reykjavík en einnig vegna þess að í ljós mun koma að
jarðgufuvirkjanir eru ekki eins lausar við mengun eins
og áður var talið.
■ Kárahnjúkar og Hálslón verða mikið í fréttum á ár-
inu því í ljós koma áhrif á náttúrufar eystra sem valda
óánægju almennings þar og búsifjum bænda. Á árinu
munu ekki aðeins koma í ljós neikvæð áhrif virkjun-
arinnar á náttúruna eystra heldur munu ýmis vand-
kvæði rísa sem tengjast slökum frágangi verktaka.
■ Sumarið verður með eindæmum hlýtt og mun
slá fýrri met á því sviði og verður að minnsta kosti á
sumum stöðum á landinu hlýjasta sumar frá upphafi
mælinga.
■ Frægðarsól Garðars
Cortes heldur áfram
að rísa og hann fær
í vaxandi mæli
góða dóma fýrir
söng sinn erlend-
is. Ástamál hans
verða til umfjöll-
unar í erlendum
blöðum um mitt ár
með þeim hætti að ís-
lendingum finnst nóg um.
■ Björk Guðmundsdóttir verður í
heimsfréttum vegna afar óvenjulegs
uppátækis og er þá langt til jafnað þeg-
ar hún er annars vegar. Þetta tiltæki
hennar mun hneyksla íslendinga en
afla henni enn meiri frægðar.
■ Eiður Smári Guðjohnsen mun eiga
ágætt ár að mörgu leyti. Þó sér völvan
hann sitja löngum stundum á vara-
mannabekkhjá Barcelona. Hann
mun kveðja það lið á nýju ári og snúa
aftur til Bretlands og ganga til liðs við
miðlungslið í sókn. En viðskipti munu
heilla hann í enn ríkara mæli um leið
og það hyllir undir lok knattspyrnufer-
ils hans.
■ Völvansér Jó-
hannes Jóns-
son, vin litla
mannsins,
mikið í fréttum
á nýju ári og sú
athygli verður
ekki öll jákvæð í
fyrstu en Jóhann-
es á sér öfluga vini
og trausta aðdáendur svo orðstír
hans bíður ekki verulegan hnekld þegar
upp er staðið.
■ Logi Bergmann verður í kastljósi fjöl-
miðla þegar kemur fram á vorið. Það
eru bæði atvinnumál hans og einkalíf
sem verða til þess að beina athyglinni
að honum og munu margir verða til
þess að hneykslast á því sem þar kemur
fram. Logi mun ekki setja neitt ofan við
þetta því allir karlmenn öfunda hann
og allar konur elska hann.
■ Ásgeir Davíðs-
son, staðarhald-
ari á Goldfinger, á
einnig mjög erfitt ár
í vændum. Yfirvöld
sækja hart að þessum
lífsglaða athafnamanni
og hefta athafhafrelsi hans.
Um mitt ár kemur upp sakamál sem
nafn hans dregst inn í með afar ótvíræð-
um hætti og völvan sér hann hverfa af
sjónarsviðinu eftir það.
■ Völvan sér bæjarstjóra á höfuðborgar-
svæðinu troða marvaðann í hafsjó ásak-
ana urri spillingu og hagsmunatengsl
sem ekki séu við hæfi bæjarstjóra. Hann
reynir í fýrstu að verjast en þar kemur
á vordögum að hann lætur af embætti
bæjarstjóra og ferill hans bíður veruleg-
an hnekki.
■ Völvan sér fleiri athafnamenn tengjast
spillingarmálum og einn þeirra teng-
ist mjög knattspyrnufélaginu Val sem
dregst inn í málið, stuðningsmönnum
þess til sárrar armæðu.