Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008 HelgarblaS PV flokkinn. TRAUSTI HAFSTEINSSON bladamaÖur skrifar: trau. Óhætt er að tala um Sjálfstæðis- flokkinn sem flokk fjölskylduvelda. Valdamiklar fjölskyldur hafa ætíð verið mjög áberandi í sögu flokks- ins og hafa meðlimir þeirra gegnt valdamiklum embættum fyrir flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá stofnun ver- ið stærsti stjórn- mála- flokk- landsins með höfuðáherslu á frelsi og framþróun í þjóðfélaginu. Af forystumönnum og áhrifavöldum flokksins má flnna fjöldann allan af meðlimum voldugra fjölskyldna. Ættir Engeyinga og Briemara hafa líklega verið þær ættir sem mest áhrif hafa haft í gegnum tíðina og setja sterkan svip á sögu Sjálfstæð- isflokksins. Þessar tvær ættir höfðu mikil ítök í stjórnmálum landsins allt frá síðari hluta 19. aldar og fram á lok þeirrar síðustu. Enn í dag sitja fjölskyldumeðlimir á Alþingi. Þá hefur ætt rutt sér til rúms í Sjálfstæðisflokknum á síðstu árum tengslafólk Geirs H. Haarde forsæt- isráðherra og formanns flokksins. Eiginkona hans, mágkona, tengda- dóttir og besti vin- ur stjúpsonar hans hafa öll gegnt áhrifa- fi. stöðum fyrir Sjálf- stæðis- Geir H. Haarde Formaður Sjálfstæðisflokksins tilheyrir nýjasta fjölskylduveldi flokksins, Þórðarsonleggnum. Eiginkona hans, mágkona, tengdadóttir og besti vinur stjúpsonar hafa öll gegnt áhrifastoðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þekkt víða Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla ís- lands, segir íslenska stjórnmála- sögu einkennast af mjög öflugum fjölskylduveldum. Hann bendir á að veldin eigi ekki aðeins við um Sjálfstæðisflokkinn heldur líka aðra flokka, hérlendis sem og erlendis. „Það eru vissulega nokkrar ættir í Sjálfstæðisflokknum sem hafa verið mjög öflugar. Það eru bæði til sterk- ar ættir sem eiga sögu langt aftur í tímann og nýlegri dæmi. Engeyj- arættin er sennilega þekktust og Thorsararnir voru mjög öflugir á sínum tíma. Thor Thors kom jafn- vel til greina sem forseti en talað var um að það hafi verið of mikið að bræðurnir væru báðir í æðstu embættum. Nýjasta dæmið um fjölskylduveldi er fólk- ið í kringum forsætisráð- herra," segir Ólafur. „Hins vegar tel ég > þetta ekkert bundið við Sjálfstæðisflokk- ■' inn því við höfúm mörg dæmi úr öðr- um flokkum þar sem tilteknar fjölsky'ldur hafa verið öflugar í pólitík. Líklega hef- ur þetta verið heldur meira hér á landi en annars stað- \ i Björn Bjarnason Dóms- málaráðherra er sonur Bjarna Benediktssonar, fyrrverandl forsætisráðherra, og þvi af hinni frægu Engeyjarætt. ÞÓRÐARSON ■ Geir H. Haarde, alþingismaður, forstæðisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. ■ Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti borgastjórnarflokks Sjálfstæðismanna og eiginkona Geirs. m Herdís Þórðardóttir, alþingismaöur, systir Ingu Jónu. m Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og besti vinur Borgþórs Einarssonar, sonar tngu Jónu. ■ Kristln Hrefna Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- fiokksins og unnusta Borgþórs. Valdamiklar fjölskyldur hafa ráöið ríkjum i Sjálfstæðisflokkn- um. Tvær þeirra, Engeyingar og Briemarar, hafa líklega haft einna mest áhrif í gegnum tíðina og fjöldi fjölskyldumeðlima verið í framvarðasveit flokksins. Ólafur Þ. Harðarson, prófess- or í stjórnmálafræði við Háskóla íslands, segir íslenska stjórn- málasögu einkennast af mjög öflugum fjölskylduveldum. ENGEYINGAR ■ Benedikt Sveinsson, alþingismaður og forseti þings. m Bjarni Benediktsson, alþingismaður og forsætisráðherra, sonur Benedikts. ■ Péturs Benediktssonar, alþingismaður, bróðirBjarna Benediktsonar ráðherra. m Björn Bjarnason, aiþingismaður og ráðherra, sonurBjarna Benedikts- sonar ráðherra. ■ HalldórBlöndal, alþingmaðurog ráðherra, systursonur Bjarna Benediktssonar ráðherra. m Bjarni Benediksston, aiþingismaður. Bjarni Benediktsson ráðherra var afabróðir Bjarna. m Ragnhildur Helgadóttir, alþingismaður. Hálfsystir eiginkonu Benedikts Sveinssonar. BRIEMARAR ■ Pétur Hafstein, amtmaöur og alþingismaður. m Hannes Hafstein, alþingismaðurog fyrsti ráðherra landsins. m Jóhann Hafstein, alþingismaður, ráðherra og formaður Sjáifstæðisfiokksins. m Pétur Hafstein, fyrsti formaður Heimdallar m Júlíus Hafstein, borgarfulltrúi og sendiherra. ■ Skúli Thoroddsen, sýslumaður, aiþingismaður og forseti þings. ■ ÞórðurThoroddsen, alþingismaður, bróðirSkúla Thoroddsen. ■ Sigurður S. Thoroddsen, atþingismaður, sonurSkúia Thoroddsen. m Skúli S.Thoroddsen, alþingismaður. SonurSkúla Thoroddsen m GunnarThoroddsen, alþingismaður og forsætisráðherra. ■ GunnlaugurBriem, alþingismaður. ■ Stefán Stefánsson, atþingismaður, bróðirDavíðs frá Fagraskógi. Móðir Stefáns var afsama legg Briemættar og Davíð Oddsson. ■ Davið Oddsson, alþingismaðurog forsætisráðherra. Forfaðir Davlðs var ÓlafurJóhann Briem, sonur Gunnlaugs Briem. THORSARAR ■ ÓlafurThors, alþingismaður og forsætisráðherra. Myndaði fyrstu ríkistjórnina undir forystu Sjálfstæðisflokksins. ■ ThorThors, alþingismaður og sendiherra, bróðir Ólafs. MATTHIESEN ■ EinarÞorgilsson, aiþingismaður. m Matthías Á. Mathiesen, alþingismaður og ráðherra, barnabarn Einars Þorgilssonar. ■ Árni M. Mathiesen, alþingismaður og ráðherra. m Þorgils Óttar Mathiesen, bæjarfulltrúi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.