Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008 HelgarblaS PV flokkinn. TRAUSTI HAFSTEINSSON bladamaÖur skrifar: trau. Óhætt er að tala um Sjálfstæðis- flokkinn sem flokk fjölskylduvelda. Valdamiklar fjölskyldur hafa ætíð verið mjög áberandi í sögu flokks- ins og hafa meðlimir þeirra gegnt valdamiklum embættum fyrir flokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá stofnun ver- ið stærsti stjórn- mála- flokk- landsins með höfuðáherslu á frelsi og framþróun í þjóðfélaginu. Af forystumönnum og áhrifavöldum flokksins má flnna fjöldann allan af meðlimum voldugra fjölskyldna. Ættir Engeyinga og Briemara hafa líklega verið þær ættir sem mest áhrif hafa haft í gegnum tíðina og setja sterkan svip á sögu Sjálfstæð- isflokksins. Þessar tvær ættir höfðu mikil ítök í stjórnmálum landsins allt frá síðari hluta 19. aldar og fram á lok þeirrar síðustu. Enn í dag sitja fjölskyldumeðlimir á Alþingi. Þá hefur ætt rutt sér til rúms í Sjálfstæðisflokknum á síðstu árum tengslafólk Geirs H. Haarde forsæt- isráðherra og formanns flokksins. Eiginkona hans, mágkona, tengda- dóttir og besti vin- ur stjúpsonar hans hafa öll gegnt áhrifa- fi. stöðum fyrir Sjálf- stæðis- Geir H. Haarde Formaður Sjálfstæðisflokksins tilheyrir nýjasta fjölskylduveldi flokksins, Þórðarsonleggnum. Eiginkona hans, mágkona, tengdadóttir og besti vinur stjúpsonar hafa öll gegnt áhrifastoðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þekkt víða Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla ís- lands, segir íslenska stjórnmála- sögu einkennast af mjög öflugum fjölskylduveldum. Hann bendir á að veldin eigi ekki aðeins við um Sjálfstæðisflokkinn heldur líka aðra flokka, hérlendis sem og erlendis. „Það eru vissulega nokkrar ættir í Sjálfstæðisflokknum sem hafa verið mjög öflugar. Það eru bæði til sterk- ar ættir sem eiga sögu langt aftur í tímann og nýlegri dæmi. Engeyj- arættin er sennilega þekktust og Thorsararnir voru mjög öflugir á sínum tíma. Thor Thors kom jafn- vel til greina sem forseti en talað var um að það hafi verið of mikið að bræðurnir væru báðir í æðstu embættum. Nýjasta dæmið um fjölskylduveldi er fólk- ið í kringum forsætisráð- herra," segir Ólafur. „Hins vegar tel ég > þetta ekkert bundið við Sjálfstæðisflokk- ■' inn því við höfúm mörg dæmi úr öðr- um flokkum þar sem tilteknar fjölsky'ldur hafa verið öflugar í pólitík. Líklega hef- ur þetta verið heldur meira hér á landi en annars stað- \ i Björn Bjarnason Dóms- málaráðherra er sonur Bjarna Benediktssonar, fyrrverandl forsætisráðherra, og þvi af hinni frægu Engeyjarætt. ÞÓRÐARSON ■ Geir H. Haarde, alþingismaður, forstæðisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. ■ Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti borgastjórnarflokks Sjálfstæðismanna og eiginkona Geirs. m Herdís Þórðardóttir, alþingismaöur, systir Ingu Jónu. m Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og besti vinur Borgþórs Einarssonar, sonar tngu Jónu. ■ Kristln Hrefna Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- fiokksins og unnusta Borgþórs. Valdamiklar fjölskyldur hafa ráöið ríkjum i Sjálfstæðisflokkn- um. Tvær þeirra, Engeyingar og Briemarar, hafa líklega haft einna mest áhrif í gegnum tíðina og fjöldi fjölskyldumeðlima verið í framvarðasveit flokksins. Ólafur Þ. Harðarson, prófess- or í stjórnmálafræði við Háskóla íslands, segir íslenska stjórn- málasögu einkennast af mjög öflugum fjölskylduveldum. ENGEYINGAR ■ Benedikt Sveinsson, alþingismaður og forseti þings. m Bjarni Benediktsson, alþingismaður og forsætisráðherra, sonur Benedikts. ■ Péturs Benediktssonar, alþingismaður, bróðirBjarna Benediktsonar ráðherra. m Björn Bjarnason, aiþingismaður og ráðherra, sonurBjarna Benedikts- sonar ráðherra. ■ HalldórBlöndal, alþingmaðurog ráðherra, systursonur Bjarna Benediktssonar ráðherra. m Bjarni Benediksston, aiþingismaður. Bjarni Benediktsson ráðherra var afabróðir Bjarna. m Ragnhildur Helgadóttir, alþingismaður. Hálfsystir eiginkonu Benedikts Sveinssonar. BRIEMARAR ■ Pétur Hafstein, amtmaöur og alþingismaður. m Hannes Hafstein, alþingismaðurog fyrsti ráðherra landsins. m Jóhann Hafstein, alþingismaður, ráðherra og formaður Sjáifstæðisfiokksins. m Pétur Hafstein, fyrsti formaður Heimdallar m Júlíus Hafstein, borgarfulltrúi og sendiherra. ■ Skúli Thoroddsen, sýslumaður, aiþingismaður og forseti þings. ■ ÞórðurThoroddsen, alþingismaður, bróðirSkúla Thoroddsen. ■ Sigurður S. Thoroddsen, atþingismaður, sonurSkúia Thoroddsen. m Skúli S.Thoroddsen, alþingismaður. SonurSkúla Thoroddsen m GunnarThoroddsen, alþingismaður og forsætisráðherra. ■ GunnlaugurBriem, alþingismaður. ■ Stefán Stefánsson, atþingismaður, bróðirDavíðs frá Fagraskógi. Móðir Stefáns var afsama legg Briemættar og Davíð Oddsson. ■ Davið Oddsson, alþingismaðurog forsætisráðherra. Forfaðir Davlðs var ÓlafurJóhann Briem, sonur Gunnlaugs Briem. THORSARAR ■ ÓlafurThors, alþingismaður og forsætisráðherra. Myndaði fyrstu ríkistjórnina undir forystu Sjálfstæðisflokksins. ■ ThorThors, alþingismaður og sendiherra, bróðir Ólafs. MATTHIESEN ■ EinarÞorgilsson, aiþingismaður. m Matthías Á. Mathiesen, alþingismaður og ráðherra, barnabarn Einars Þorgilssonar. ■ Árni M. Mathiesen, alþingismaður og ráðherra. m Þorgils Óttar Mathiesen, bæjarfulltrúi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.