Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 Fréttir DV SWDkOKV ■ Á rúmum sólarhring skrif- uðu aðeins 39 undir netáskor- un þar sem óskað er eftir því að ríkissaksóknari lögsæki Magnús Þór Hafsteinsson, varaformann ■ Frjálslynda flokksins, íyrir lögbrot. Hann hefur harðlega gagnrýnt komu pal- estínslCTa flóttamanna tilAkraness og segir á undirskriftasíðunni að hann hafi gerst sekur um mis- munun á grundvelli kynþáttar, aukþess að brjóta fjölda annarra hegningarlaga. Þegar blaðamað- ur DV skoðaði söfnunina klukkan hálf Qögur á miðvikudag höfðu þrír skrifað undir. Klukkan fimm í gær voru þeir orðnir samtals 42. ■ Vísir státar af því að hafa und- ir höndum minnisblað Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra. Á blaðinu er listi sem Ólaf- ur lét taka saman um ferðakostn- að borgar- fulltrúa fr á árinu 2005. Þar ber hæst að borg- in, og þar afleiðandi skattgreiðendur, hafa greitt 3,3 milljónir fyrir Dag B. Eggerts- son einan og sér. Inni í þeirri upphæð eru fargjöld, dagpen- ingar og annar ferðakostnaður, en Ólafur ákvað að taka þetta saman eftir að borgarfulltrúum blöskraði launin sem stórvinur hans, Jakob Frimann Magnús- son, fær fyrir að gegna stöðu framkvæmdastjóra miðborgar- mála. ■ Gísli Marteinn Baldursson kemur næstur á eftir Degi á minnismiðanum góða, sem Vísi hefur áskomast. Borgin hefur greitt honum 2,4 milljónr ir í ferða- kostnað frá árinu 2005. Þessir tveir skera sig nokkuð úr. Þegar hinn endi listans er skoðaður kemur í ljós að Ól- afur F. Magnússon borgarstjóri hefur ekki fengið krónu úr digr- um ferðasjóðum borgarinnar. Heimildir herma að Ólafur sé flughræddur með endemum en sá grunur fær nú byr undir báða vængi. Hann er eini borgarfull- trúinn af þeim fjörutíu, sem set- ið hafa á síðustu þremur árum, sem ekki hefur fengið greitt fyrir ferðakostnað. Heildarkostnað- ur við ferðir þeirra eru tæpar 27 milljónir. ■ Enn af ferðum ráðamanna þjóðarinnar. Geir H. Haarde fór við fimmta mann í júlí 2007 í opinbera heimsókn til Kanada. Kostnað- urinn við ferðina var þrjár og hálf millj- ón króna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur um ferða- kostnað ráðherra. Heildar- kostnaður við ferðir ráðherra og föruneyta þeirra er um 95 millj- ónir króna. Ferðir Ingibjargar Sólrúnar utanríkisráðherra hafa kostað mest allra ráðuneyta eða samtals tæplega 22 milljónir króna. Ferðir Jóhönnu Sigurð- ardóttur, félags- og trygginga- málaráðherra, hafa kostað minnst, eða 1,9 milljónir. Nenad Milos, 53 ára yfirþjálfari Sundfélags HafnarQaröar, SH, er grunaður um að hafa átt í sambandi við 17 ára sundiðkanda undir hans stjórn. Nenad hefur verið vikið frá störfum tímabundið en stjórn félagsins fundaði í gærkvöldi um ósæmilega hegðun þjálf- arans. Sjálfur segir hann þá sem þekkja til þjálfunaraðferða hans vita betur og vonast til að fá starf sitt aftur fljótlega. „Nei, þetta er ekki stormur í vatnsglasi,“ segir Kristbjörn Óli Guðmundsson, formaður SH. MEINTARÁSTIR ÞJÁLFARA 0G SUNDSTÚLKUNNAR BENEDIKT BOAS HINRIKSSON bladamadur skrifar: benni®d\t Nenad Milos, 53 ára yfirþjálfari Sundfélags Ilafnarfjarðar, SH, var í tygjum við 17 ára sundstúlku hjá fé- laginu samkvæmt heimildum DV. Deilur loga nú hjá sundfélaginu sökum þess að hluti stjórnarmanna hafði hlotið vitneskju um ósæmilega hegðun þjálfarans án þess að hafa aðhafst frekar. Heimildir DV herma að hið sama eigi við um bæjaryfir- völd Hafnarfjarðar. Sjálfur vildi Nenad þó lítið gera úr málinu þegar DV hafði samband við hann á þriðjudagskvöld. „Ég held að þeir sem þekki mig viti um þjálfun- araðferðir mínar og hvernig persóna ég er. Ég hef fengið mikinn stuðning sem ég tel mjög mikilvægt fyrir mig," sagði Milos. Formaður Sundfélagsins, Krist- björn Óli Guðmundsson, er þó síður en svo á sama máli. Aðspurður hvort þetta væri einn stór misskilningur segir Kristbjörn: „Nei, þetta er ekki stormur í vatns- glasi. Þetta er það ekiú, því miður." Yfirlýsingar að vænta SH fund- aði í gær- kvöidi um mál Vikið úr starfi Nenad Milos liggur undir grun um kynferðislega áreitni og ástarsamband við unga sundstúlku. Nenads og stóð fundurinn fram eftir kvöldi. Honum var ekki lokið þegar DV fór í prentun. Staðan er ákaflega eldfim og var enginn stjórnarmað- ur tilbúinn að tjá sig um hana fyrr en eftir fundinn. Kristbjörn Óli, for- maður SH, sagði að yfirlýsing myndi koma frá félaginu að loknum fundi. Áður hefur verið kvartað und- an óeðlilegri snertingu Nenads við lærlinga sína hjá Sundfélagi Hafnar- fjarðar. Sundsamband lslands hefur fengið eitt slíkt mál á sitt borð eft- ir að kvartanir bárust yfir honum. Samþykkt var hins vegar að sund- sambandið og foreldrar stúlkunn- ar myndu ekki fara lengra með það mál. Lögreglan fer með rannsókn málsins og samkvæmt upplýsingum þaðan lítur málið þannig út að ekki sé hægt að blása það af borðinu. Lög- in eru skýr í þessum efnum. „Hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir ungmenni yngra en 18 ára til samræðis eða annarra kyn- ferðismaka skal sæta fangelsi allt að 4 árum," segir í 202. grein um kynlíf barna og unglinga. Konan skellti á Nenad Milos er 53 ára og er lög- fræðingur að mennt frá Makedón- íu. Hann flúði frá Júgóslavíu sálugu til Simbabve og dvaldi þar í 10 ár áður en hann kom hingað til lands síðla árs 2004. Hann þykir frábær sprettsundsþjálfari og hefur komið Erni Arnarsyni aftur í fremstu röð í heiminum. Heimildir DV herma að fljótlega eftir að Nenad kom til starfa hafi farið að bera á kvörtunum til stjórn- ar SH. Þeim kvörtunum var stungið undir stól og hættu margir þjálfarar og sundiðkendur á fyrsta ári Nen- ads. Þá hefur DV heimildir fyrir því að kvartað hafi verið undan honum vegna framkomu hans í garð fatlaðs sundgests. Þegar DV hafði samband við Nenad svaraði kona hans, Jasmina. Var hún allt annað en hress með að blaðamaður væri að reyna að ná tali af þjálfaranum. „Nú, viltu heyra hans hlið? Þá verður þú bara að reyna að finna hann og það mun ekki ganga vel. Ég hef ekkert meira að segja, takk," sagði Jasmina og skellti á. Dökkt í sundheiminum Það er dökkt ský yfir sundheimi íslands þessa dagana. Deilur loga nú hjá sundfé- laginu sökum þess að hluti stjórnarmanna hafði hlot- ið vitneskju um ósæmilega hegðun þjálfarans án þess að hafa aðhafst frekar. Heimildir DV herma að hið sama eigi við um bæjaryfir- völd Hafnarfjarðar. ÍMEGA Hringbrautarmorðinginn Þórarinn Gíslason er eðlilega gefinn og ósturlaður: Sextán ára fangelsi fyrir morð Þórarinn Gíslason var í gær dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Borgþóri Gústafssyni. Þór- arinn er sakfelldur fyrir að hafa lam- ið Borgþór til bana með slökkvitæki í íbúð þess síðarnefnda við Hringbraut í Reykjavík um hádegisbil sunnu- daginn 7. október í fyrra. Þórarinn hefur neitað sök alveg frá því að lög- regla færði hann af vettvangi morðs- ins. Endanlegt banamein Borgþórs var heilablæðing vegna höfuðkúpu- brots. Hann lést á spítala að kvöldi sama sunnudags. I aðdraganda voðaverksins höfðu mennirnir báðir verið við neyslu áfengis og iyfja. Upptökur úr mynda- vélum í anddyri hússins sýna hvar mennirnir áttu í erjum. Þórarinn Gíslason bjó í íbúð í sama húsi og fórnarlambið Borgþór. 1 íbúð Þór- arins fundust meðal annars föt með dufti úr slökkvitæki auk þess sem rafmagnsrofar í íbúð Þórarins voru kámugir með blóði Borgþórs. f vitnaleiðslum sagði Þórarinn að hann hefði talið að magi Borg- þórs hefði sprungið af því að hann hefði drukkið spritt. Blóðið á fötum sínum sagði Þórarinn til komið með því að Borgþór hefði frussað því á sig. Seinna í skýrslutökum fór minni Þórarins að skýrast. Þórarinn var viðstaddur alla aðalmeðferð máls- ins fyrir dómi og hlýddi á vitnisburð. í lok aðalmeðferðar var hann spurð- ur hvort málið væri farið að rifjast eitthvað upp fyrir honum. Þórarinn kvað svo ekki vera og játaði aldrei verknaðinn. Þórarinn var úrskurðaður sak- hæfur að lokinni geðrannsókn. Hann er talinn eðlilega gefinn og ósturlað- ur. Engin einkenni fundust um al- varlegar persónuleikaraskanir eða heilaskaða. Læknir metur það ör- uggt að hann sé haldinn kvíðaröskun og óyndi. Hann hafi enda verið í sí- felldri áfengis- og fíkniefnaneyslu. Héraðsdómari segir fullsann- að að Þórarinn hafi framið morðið, jafnvel þótt vandséð sé hvað hon- um hafi gengið til. Hann eigi sér þó engar málsbætur. Þórarinn þarf að greiða aðstandendum Borgþórs ríf- lega hálfa milljón í miskabætur auk málskostnaðar. sigtryggur&dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.