Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Side 10
10 FÖSTUD/v'GUR 23. MA( 2008 Fréttir DV Edward Kennedy Yfirgefur sjúkrahúsiö eftir að hafa greinst meö heilaæxli. c m mmM Wl JXfnÉ pB Kennedy komst afslysstað en Kb PHI MaryJoKopechneáttiekkiþví HR WjmJgM gEBHk ^MfH H lániaðfagnaogdrukknaðií ERFÐAPRINSIMN Öldungadeildarþingmaðurinn og demó- kratinn Edward Kennedy hefur greinst með illkynja heilaæxli. Edward Kennedy er sjötíu og sex ára að aldri og sá eini bræðranna sem lifir. Kennedy-bræðurnir voru sveipaðir goðsagnakenndum ljóma og skipa stóran sess í stjórnmálasögu Bandaríkjanna. inu, sem oftar en ekki undirstrik- aði urigan aldur þeirra, ungæðis- hátt, glamúr, menntun og bjarta framtíð þeirra í stjórnmálum. KOLBEINN ÞORSTEINSSON bladamadur skrifar: kolbeinndndv.is Edward Moore Kennedy, bet- ur þekktur sem Ted Kennedy, var yngstur Kennedy-bræðra og sá eini sem enn er á lífi. Hann greind- ist nýlega með illkynja heilaæxli og mun undirgangast frekari rann- sóknir og meðferð vegna þess. Ted Kennedy er næstæðsti meðlimur öldungadeildarinnar og stækur málsvari frjálslyndis og fyrir margt löngu orðinn táknmynd frjálslynd- ari vængs demókrataflokksins. John F. Kennedy var elstur Kenn- edy-bræðranna, síðan kom Robert og Ted rak lestina. Kennedy-ættin er af írsku bergi brotin, auðug og hefur ávallt kom- ið nálægt stjórnmálum í Banda- ríkjunum. Þegar John R Kennedy, elsti bróðir Teds, var kjörinn for- seti Bandaríkjanna 1960 var Ted tuttugu og átta ára. John skildi eftir sig autt sæti í öldungadeild- inni, en Ted þurfti að ná þrítugs- aldri til að geta fyllt skarð bróður síns. John gat með vísan í stjórnar- skrána haldið sæti sínu opnu í tvö ár og árið 1962 varð Ted öldunga- deildarþingmaður og hefur verið það síðan. f forsetatíð Johns F. Kennedy breyttist ímynd embættisins. Ted og Robert voru báðir í góðum stöðum innan stjórnkerflsins og bræðurnir böðuðu sig í sviðsljós- Bölvun Kennedy- fjölskyldunnar Ted Kennedy hafði ekki set- ið í öldungadeildinni nema í um ár þegar lohn F. bróðir hans var myrtur árið 1963. Engu líkara var en bölvun hvfldi á fjölskyldunni og árið 1964 lenti Ted Kennedy í flug- slysi, sem hann lifði afvið illan leik. Hann lá vikum saman á sjúkrahúsi og hafði hlotið bakáverka, fengið gat á lungun, rifbeinsbrotnað og hlotið innvortis blæðingar. Það var líkt og ógæfan elti Kenn- edy-fjölskylduna. Robert Kennedy var ráðinn af dögum árið 1968 þeg- ar hann barðist fyrir útnefningu Demókrataflokksins til forseta- kjörs. Ted var niðurbrotinn enda höfðu þeir bræður verið sérstak- lega nánir. Þegar frá leið var horft til Teds sem mögulegs forseta og Demókrataflokkurinn beindi aug- um almennings að honum sem framtíðarkyndilbera bæði Kenn- edy-fjölskyldunnar og flokksins. En forseti varð hann aldrei. Chappaquiddick í júlí 1969 átti sér stað atvik sem hefur fylgt Ted Kennedy all- ar götur síðan. Atvikið er kennt við Chappaquiddick, sem er lítil eyja við Víngarð Mörtu í Massa- chusetts. Ted hafði verið í hófi á Kennedy-bræðurnir (f.v.) Robert rikissaksóknari, Edward öldungadeildarþing- tV maður og John F., forseti Al Bandarikjanna, árið 1962. Chappaquiddick, en farið það- an í fylgd Mary Jo Kopechne, sem hafði meðal annars starfað í kosn- ingabaráttu Roberts. Ekki tókst betur til en svo að Ted ók fram af brú og endaði bifreið hans ofan í sundi á milli Chappaquiddick og Víngarðs Mörtu. Kennedy komst af slysstað, en Mary lo Kopechne átti ekki því láni að fagna og drukknaði í sokk- inni bifreiðinni. En Ted Kennedy tilkynnti ekki um óhappið fyrr en næsta dag. Síðar játaði hann sig sekan um að hafa yfirgefið slysstað og hlaut tveggja mánaða skilorðs- bundinn dóm. Ted Kennedy sagði á þeim tíma að hann hefði kallað til stúlkunnar og gert ítrekaðar til- raunir til að bjarga henni úr flak- inu. En enn er fjölda spurninga ósvarað og skuggi þessa atviks hef- ur hvílt á Ted Kennedy. Sóttist eftir forsetaembættinu Stuðningsmenn Teds Kenn- edy hvöttu hann til að sækjast eft- ir embætti forseta Bandaríkjanna árin 1972 og 1976, en fóru bón- leiðir til búðar. Ted byggði ákvörð- Un sína á örlögum beggja bræðra sinna og öðrum fjölskyldumálum. Árið 1980 ákvað Ted að kasta sér á foraðið og bauð sig fram gegn sitjandi forseta og flokksbróður, hnetubóndanum Jimmy Carter. Ákvörðun Teds vakti furðu meðal demókrata og þrátt fyrir stuðning í upphafi varð fljótt ljóst að ákvörð- un Teds myndi ekki bera ávöxt. Carter naut á þeim tíma lít- illa vinsælda og því gat Ted vænst þess að uppskera árangur, en á ögurstundu komu íranar Carter til bjargar með því að taka fimm- tíu og tvo sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna í gíslingu. Deilan við Iran jók mjög vinsældir Cart- ers og allur vindur fór úr framboði Teds. Aukinheldur hafði ekki enn fennt yfir Chappaquiddick-atvikið og andstæðingar Teds skírskotuðu í tíma og ótíma til lagsins Bridge Over Troubled Water með Simon og Garfunkel til að tryggja að kjós- endur gleymdu ekki harmleiknum og hneykslinu. Styður Barack Obama Þrátt fyrir að Ted Kennedy hafi ekki síðan reynt við forsetaemb- ættið er gjarna horft til þeirra sem hann styrkir og styður. Álit hans nýtur virðingar og hann hefur ver- ið þungavigtarmaður í stjórnmál- um landsins enda eini eftirlifandi erfðaprins Kennedy-fjölskyldunn- ar. Ted er einn áhrifamesti með- limur Demókrataflokksins og er stundum kallaður „Táknmynd demókrata". Árið 2006 var hann valinn einn af tíu bestu öldunga- deildarþingmönnum Bandaríkj- anna af tímaritinu Time og eru sér- staklega nefnd þau áhrif sem hann hefur haft á „líf nánast allra karl- manna, kvenna og barna landsins". Edward Moore Kennedy hefur Iýst yfir stuðningi við Barack Obama í kosningaslagnum sem staðið hef- ur í Bandaríkjunum undanfarna mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.