Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 23. MAf 2008 HelgarblaB PV WJSIJXl) EFTIRLAUNIN ÞEIRRA HÆKKUÐU UM BRYNJÖLFUR ÞOR GUÐMUNDSSON sm- Eftirlaun sjö ráðherra núverandi ríkisstjórnar og ríkisstjórnanna sem sátu á síðasta kjörtímabili hækkuðu um samanlagt 1.272 þúsund krónur á mánuði vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á eftirlaunalögunum á síðasta kjörtímabili. Af þessari upphæð fá tveir fyrrverandi forsætisráð- herrar, og einn núverandi, áber- andi mesta aukningu. Það eru þeir Davíð Oddsson, Halldór Ás- grímsson og Geir H. Haarde. Eftirlaunalögin sem Alþingi samþykkti rétt fyrir jól 2003 mætti kalla forsætisráðherra og ráðherralögin. Ástæðan er sú að forsætisráðherrar eru þeir sem högnuðust mest á eftirlauna- breytingunum. Þingmenn stóðu að mestu í stað og eftirmað- ur Ólafs Ragnars Grímssonar á forsetastóii verður fyrsti forseti íslandssögunnar til að greiða iðgjöld í lífeyrissjóð af forseta- launum sínum. Einn hluti eft- irlaunalaganna var svo helm- ings launahækkun til handa formönnum stjórnarandstöðu- flokkanna. Ráðherrar hagnast Minnst fimm stjórnmála- menn til viðbótar við forsætis- ráðherrana, sem gegnt hafa ráð- herradómi á þessu kjörtímabili eða því síðasta, hagnast á eft- irlaunalögunum umdeildu frá 2003. Eftirlaun fjögurra þeirra hækka um tugi þúsunda á mán- uði því nú er hægt að fá allt að 70 prósent af ráðherralaunum í eft- irlaun í stað 50 prósenta áður. Sá fimmti hagnaðist vegna þess að lögunum var breytt þannig að hann gat hafið töku eftirlauna fyrr en ella. Sá er Tóm- as Ingi Olrich sem varð sendi- herra í París skömmu áður en hann komst á aldur til að taka eftirlaun. Þá var miðað við að menn yrðu 65 ára í mesta lagi fjórum árum eftir að þeir hættu ráðherradómi en Tómas Ingi var ■þá sextugur. Ráðherrarnir sem fengu uppbót á eftirlaunarétt sinn eru Björn Bjarnason, Halldór Blön- dal, Jóhanna Sigurðardóttir og Sturla Böðvarsson. Öll voru þau búin að vinna sér inn all- an þann eftirlaunarétt sem fyrri lög gáfu þeim færi á. Lagabreyt- ingin þýddi hins vegar að. eftir- laun hvers og eins hækka um 86 þúsund krónur á mánuði. Þetta miðast reyndar við að Jóhanna og Sturla gegni sínum embætt- um til loka þessa kjörtímabils, Jóhanna sem ráðherra og Sturla sem forseti Alþingis. Björn og Halldór eru hins vegar búnir að vinna sér inn 70 prósenta eftir- launarétt nú þegar. KÚSUND WJSIJM) WJSIJM) mm »ÍJSUM) WJSIJM) im WJSUM nnttAiJN Eftirmaður Ólafs Ragnars Grímssonar á forsetastóli verður fyrsti forseti íslandssögunnar til að greiða iðgjöldí lífeyrissjóð afforsetalaunum sínum. Ekki mikil hækkun Athygli vekur að eftirlaun Hall- dórs Blöndal hækkuðu um 86 þús- und krónur við lagabreytinguna. Hann notaði nefnilega vikulegan pistil sinn í Morgunblaðinu til að segja að það væri af og frá að laga- breytingarnar hefðu stórbætt eftir- launakjör ráðherra, þingmanna, dómara og forseta. Hvað þingmenn og forseta varðar er þetta rétt hjá Halldóri. Hvað' ráðherra og þá sér- staklega forsætisráðherra varðar er þetta nefnilega rangt. Eftirlaun fyrir ráðherrastörf geta þannið hækkað úr 215 þúsund krónum í 301 þús- und krónur. Það er hækkun upp á 86 þúsund krónur eða fjörutíu prósent' af fyrri eftirlaunum fyrir ráðherra- störf. Ofan á þá uppbæð bætast svo eftirlaun fyrir þingmennsku, allt að 379 þúsund ef þingmenn hafa unn- ið sér inn fullan eftirlaunarétt. Það gerðu menrí áður á 26 árum en nú á 24 árum eftir breytinguna. Þrír í sérflokki Davíð Oddsson fær langmesta eftirlaunahækkun. Hans hagur á sólarlagsárunum vænkast um 392 þúsund krónur á mánuði miðað við núverandi laun forsætisráðherra, eftirlaunin eru mæld sem hlut- fall af launum sitjandi forsætisráð- herra hverju sinni. Eftírlaun þeirra Halldórs Ásgrímsson- ar og Geirs H. Haarde hækka líka um rúma kvartmilljón á mánuði eða þrjár milljónir á ári. Ástæðan fyrir því að eftir- laun þeirra hækka minna en eftir- laun Davíðs er sú að þeir hafa set- ið mun lengur á þingi en hann og hefðu því fengið full eftirlaun þing- manna samkvæmt þeim reglum \ sem áður giltu. Rétt er að taka fram að þegar DV reiknaði út eftirlaunaávinning Hall- dórs og Davíðs fyrr í þessum mánuði hafði blaðið í höndum rangar upp- lýsingar um laun forsætisráðherra. Það leiddi til að útreikningarnir voru rangir. Þetta uppgötvaðist við vinnslu þessarar greinar þegar tekið var til við að reikna eftir- laun Geirs og fleiri ráðherra. Leiðréttíst það hér með. Formannaviðbót Formenn stjórnarand- stöðuflokkanna fengu einnig ríflega hækkun þeg- ar eftirlaunalögin urðu að veruleika. f frumvarpinu var ákvæði um að þing- fararkaup þeirra hækk- uðu um 50 prósent. Sú regla á einnig við ef for- maður stjórnarflokks er ekki ráð- herra, það hefur ekki gerst í seinni tíð en gerðist stundum á síðustu öld. Til dæmis þegar Hermann Jónasson, formaður Framsókn- arflokksins, kaus að sitja ekki sem ráðherra í ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Thors, formanns í Tk Sjálfstæðisflokksins. Þeir Guðjón Arnar ‘A Kristjánsson, Steingrím- f ur J. Sigfússon og Öss- 4 ur Skarphéðinsson fengu þannig launahækkun þegar lögin tóku gildi. Síðar leysti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Össur af í þessum hópi og loks Guðni Ágústsson Ingibjörgu við síðustu ríkisstjómar- skipti. nB Fmmkvöðullinn að breytingu eftirlaunalaganna liækkaði mikið i launum. Eftirlaunin hans hækkuðu ur 470 þusund krónum i 862 þúsund. Eftirlaunalögin tryggðu forsætisráðherrum drjúga eftirlaunahækkun. Ráðherrar sem hafa setið lengur en átta ár högnuðust einnig á eftirlaunalögunum sem þingheimur samþykkti 2003. Hækkanirnar nema frá 86 þúsund krónurn á mánuði upp í 392 þúsund krónur á mánuði. ÞUSUNDA HÆKKUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.