Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 23. MAf 2008 HelgarblaB PV WJSIJXl) EFTIRLAUNIN ÞEIRRA HÆKKUÐU UM BRYNJÖLFUR ÞOR GUÐMUNDSSON sm- Eftirlaun sjö ráðherra núverandi ríkisstjórnar og ríkisstjórnanna sem sátu á síðasta kjörtímabili hækkuðu um samanlagt 1.272 þúsund krónur á mánuði vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á eftirlaunalögunum á síðasta kjörtímabili. Af þessari upphæð fá tveir fyrrverandi forsætisráð- herrar, og einn núverandi, áber- andi mesta aukningu. Það eru þeir Davíð Oddsson, Halldór Ás- grímsson og Geir H. Haarde. Eftirlaunalögin sem Alþingi samþykkti rétt fyrir jól 2003 mætti kalla forsætisráðherra og ráðherralögin. Ástæðan er sú að forsætisráðherrar eru þeir sem högnuðust mest á eftirlauna- breytingunum. Þingmenn stóðu að mestu í stað og eftirmað- ur Ólafs Ragnars Grímssonar á forsetastóii verður fyrsti forseti íslandssögunnar til að greiða iðgjöld í lífeyrissjóð af forseta- launum sínum. Einn hluti eft- irlaunalaganna var svo helm- ings launahækkun til handa formönnum stjórnarandstöðu- flokkanna. Ráðherrar hagnast Minnst fimm stjórnmála- menn til viðbótar við forsætis- ráðherrana, sem gegnt hafa ráð- herradómi á þessu kjörtímabili eða því síðasta, hagnast á eft- irlaunalögunum umdeildu frá 2003. Eftirlaun fjögurra þeirra hækka um tugi þúsunda á mán- uði því nú er hægt að fá allt að 70 prósent af ráðherralaunum í eft- irlaun í stað 50 prósenta áður. Sá fimmti hagnaðist vegna þess að lögunum var breytt þannig að hann gat hafið töku eftirlauna fyrr en ella. Sá er Tóm- as Ingi Olrich sem varð sendi- herra í París skömmu áður en hann komst á aldur til að taka eftirlaun. Þá var miðað við að menn yrðu 65 ára í mesta lagi fjórum árum eftir að þeir hættu ráðherradómi en Tómas Ingi var ■þá sextugur. Ráðherrarnir sem fengu uppbót á eftirlaunarétt sinn eru Björn Bjarnason, Halldór Blön- dal, Jóhanna Sigurðardóttir og Sturla Böðvarsson. Öll voru þau búin að vinna sér inn all- an þann eftirlaunarétt sem fyrri lög gáfu þeim færi á. Lagabreyt- ingin þýddi hins vegar að. eftir- laun hvers og eins hækka um 86 þúsund krónur á mánuði. Þetta miðast reyndar við að Jóhanna og Sturla gegni sínum embætt- um til loka þessa kjörtímabils, Jóhanna sem ráðherra og Sturla sem forseti Alþingis. Björn og Halldór eru hins vegar búnir að vinna sér inn 70 prósenta eftir- launarétt nú þegar. KÚSUND WJSIJM) WJSIJM) mm »ÍJSUM) WJSIJM) im WJSUM nnttAiJN Eftirmaður Ólafs Ragnars Grímssonar á forsetastóli verður fyrsti forseti íslandssögunnar til að greiða iðgjöldí lífeyrissjóð afforsetalaunum sínum. Ekki mikil hækkun Athygli vekur að eftirlaun Hall- dórs Blöndal hækkuðu um 86 þús- und krónur við lagabreytinguna. Hann notaði nefnilega vikulegan pistil sinn í Morgunblaðinu til að segja að það væri af og frá að laga- breytingarnar hefðu stórbætt eftir- launakjör ráðherra, þingmanna, dómara og forseta. Hvað þingmenn og forseta varðar er þetta rétt hjá Halldóri. Hvað' ráðherra og þá sér- staklega forsætisráðherra varðar er þetta nefnilega rangt. Eftirlaun fyrir ráðherrastörf geta þannið hækkað úr 215 þúsund krónum í 301 þús- und krónur. Það er hækkun upp á 86 þúsund krónur eða fjörutíu prósent' af fyrri eftirlaunum fyrir ráðherra- störf. Ofan á þá uppbæð bætast svo eftirlaun fyrir þingmennsku, allt að 379 þúsund ef þingmenn hafa unn- ið sér inn fullan eftirlaunarétt. Það gerðu menrí áður á 26 árum en nú á 24 árum eftir breytinguna. Þrír í sérflokki Davíð Oddsson fær langmesta eftirlaunahækkun. Hans hagur á sólarlagsárunum vænkast um 392 þúsund krónur á mánuði miðað við núverandi laun forsætisráðherra, eftirlaunin eru mæld sem hlut- fall af launum sitjandi forsætisráð- herra hverju sinni. Eftírlaun þeirra Halldórs Ásgrímsson- ar og Geirs H. Haarde hækka líka um rúma kvartmilljón á mánuði eða þrjár milljónir á ári. Ástæðan fyrir því að eftir- laun þeirra hækka minna en eftir- laun Davíðs er sú að þeir hafa set- ið mun lengur á þingi en hann og hefðu því fengið full eftirlaun þing- manna samkvæmt þeim reglum \ sem áður giltu. Rétt er að taka fram að þegar DV reiknaði út eftirlaunaávinning Hall- dórs og Davíðs fyrr í þessum mánuði hafði blaðið í höndum rangar upp- lýsingar um laun forsætisráðherra. Það leiddi til að útreikningarnir voru rangir. Þetta uppgötvaðist við vinnslu þessarar greinar þegar tekið var til við að reikna eftir- laun Geirs og fleiri ráðherra. Leiðréttíst það hér með. Formannaviðbót Formenn stjórnarand- stöðuflokkanna fengu einnig ríflega hækkun þeg- ar eftirlaunalögin urðu að veruleika. f frumvarpinu var ákvæði um að þing- fararkaup þeirra hækk- uðu um 50 prósent. Sú regla á einnig við ef for- maður stjórnarflokks er ekki ráð- herra, það hefur ekki gerst í seinni tíð en gerðist stundum á síðustu öld. Til dæmis þegar Hermann Jónasson, formaður Framsókn- arflokksins, kaus að sitja ekki sem ráðherra í ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Thors, formanns í Tk Sjálfstæðisflokksins. Þeir Guðjón Arnar ‘A Kristjánsson, Steingrím- f ur J. Sigfússon og Öss- 4 ur Skarphéðinsson fengu þannig launahækkun þegar lögin tóku gildi. Síðar leysti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Össur af í þessum hópi og loks Guðni Ágústsson Ingibjörgu við síðustu ríkisstjómar- skipti. nB Fmmkvöðullinn að breytingu eftirlaunalaganna liækkaði mikið i launum. Eftirlaunin hans hækkuðu ur 470 þusund krónum i 862 þúsund. Eftirlaunalögin tryggðu forsætisráðherrum drjúga eftirlaunahækkun. Ráðherrar sem hafa setið lengur en átta ár högnuðust einnig á eftirlaunalögunum sem þingheimur samþykkti 2003. Hækkanirnar nema frá 86 þúsund krónurn á mánuði upp í 392 þúsund krónur á mánuði. ÞUSUNDA HÆKKUN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.