Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 Helgarblað PV Konan UMSJÓN: KOLBRÚN PÁLÍNA HELGADÓTTIR kolbrun@dv.is — Dagur barnsins verður nú haldinn hátíðlegur á íslandi í fyrsta skipti 25. maí næstkomandi en dagurinn er kominn til að vera, segir Maríanna Friðjónsdóttir. KVENNALJOMI Glæsilegt konukvöld verður haldið á Hótel Geysi í Haukadal laugardaginn 31. maí næstkomandi. Þetta er í konukvöld með glæsilegum tiskusýningum, skemmti- atriðum og kynningum á nýjungum í hönnun og tísku. ; Sýningarstúlkurnarerudrottningarsýningarpallanna frá þvi i gamla daga og fegurðardrottningar dagsins í dag. Það er enginn annar en fagurkerinn Heiðar Jóns- son sem mun stýra kvöldinu og kynna. Nánari upplýs- ingar um konukvöldið má finna á brudurin.is STRÁKUR EÐASTELPA? Hundruð kenninga eru til um hvort óléttar konur beri dreng eða stúlku undir belti. Hvort sem mark er á þeim takandi eða ekki getur verið gaman að spá í spilin. ÞÚ GENGUR MEÐ DRENGi ■ Þú hefur ekki fundið fyrir morgunógleði. ■ Hjartsláttur barnsins er undir 140 slögum á mínútum. ■ Þú ert með nokkur aukakíló framan á þér. ■ Kúlan liggur neðarlega. ■ Maginn á þér lítur út eins og körfubolti. ■ Þú hefur meiri þörf fyrir saltan og súran mat. ■ Þú sækir f próteinríka fæðu eins og kjöt og ost. ■ Fætur þfnir eru kaldari en áður en þú varðst ólétt. ■ Hárið á fótleggjum þínum vex hraðaren venjulega. ■ Hendur þínar eru þurrar. ■ Verðandi faðir bætir á sig kílóum þértil stuðnings. ■ Þú hefur sjaldan litið betur út. ■ Þú læturgiftingarhringlnn þinn hanga yfir kúlunni og hann snýst í hringi. ■ Þú færð höfuðverk. ■ Þú leggur saman aldur þinn, númer hvað óléttan er og númerið á þeim mánuði sem getnaðurinn átti sér stað (og útkoman er slétt tala. ÞÚ GENGUR MEÐ STÚLKU! ■ Þú hefur fundið fyrir morgunógleði. ■ Hjatsláttur barnsins er allavega 140 slög á mínútu. ■ Þú ert meö aukakíló á lærum og mjöðmum. „Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur samþykkt að gerast verndari Dags barnsins sem haldinn verður í íyrsta skipti á Islandi 25. maí næstkom- andi," segir Maríanna Friðjónsdótt- ir, framkvæmdastjóri verkefnisins. Áformað er að slíkur dagur verði haldinn árjega í framtíðinni. Dagur- inn er haldinn samkvæmt ákvörð- un ríkisstjórnar íslands að tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra Að þessu sinni verður yfirskxift dagsins Gleði og samvera. Mikilvægustu þegnar landsins Efnt hefur verið til samkeppni sem opin er öllum börnum og ung- mennum um merld og stef dags- ins. Á heimasíðunni dagurbarnsins. is má finna nánari upplýsingar um samkeppnina, hugmyndabanka sem sveitarfélög landsins skipu- leggja og annað efni sem tengist yf- irskrift dagsins, Gleði og samvera. Markmiðið með því að helga börnum sérstakan dag er að hvetja til samveru barna og fjölskyldna þeirra, skapa tækifæri til að minna á þessa mikilvægustu þegna lands- ins, koma málefnum barna á fram- færi og leyfa rödd þeirra að hljóma. „Það sem þetta gengur einfaldlega út á er að foreldrar og börn verji tíma sam- an án þess að það kosti peninga, fari saman í fjöruferð, út að leika sér eða í gönguferð með nesti," segir Marí- anna. Fjársjóðsleit Sveitarfélög landsins hafa tek- ið einstaklega vel í þennan dag að sögn Maríönnu og ætía flest hver að leggja sitt af mörlcum með því að kasta fram hugmyndum að afþrey- ingu sem hentar börnum og foreldr- um þeirra. „Okkur barst til að mynda ein frábær hugmynd þess efnis að DORRIT ■ VERNDJ * ' Verndari dagsins Dorrit lætur sér annt um börnin og gefur sér ævinlega tíma til að spjalla við þau. hægt væri að fara í fjarsjóðs- leit á Degi barnsins þar sem öll börn myndu fela sig og foreldrarn- ir ættu að leita þeirra. Því hvað er jú dýrmætara en að finna börnin sín?" segir Maríanna. Gott samstarf Félags- og tryggingamálaráðu- neytið annast undirbúning dags- ins og hefur efnt til samstarfs við fjölmarga aðila um margþætt við- fangsefni. Meðal samstarfsaðila eru Biskupsstofa, umboðsmaður barna og ýmis félög og samtök sem koma að viðburðum í tengslum við daginn. Það er von ráðuneytisins að Dag- ur barnsins verði efnisríkur hátíðis- dagur íslenskra barna, íjölskyldna þeirra og alira sem bera hag æsk- unnar fyrir bijósti. „Þeir sem hafa áhuga á að lcynna sér verkefnið nánar geta sent mér mail á netfangið mail@dagurbams- ins.is," segir Maríanna að lokum full tílfilökkunar yfir verkefninu. ■ Vinstra brjóstið á þér er stærra en það hægra. ■ Ef grannt er skoöað má sjá glitta f rauðan blæ í hárinu á þér. ■ Kúlan liggur ofarlega. ■ Maginn á þér lítur út eins og vatnsmelóna. ■ Þú sækir í sætindi. ■ Þú borðar mikið af ávöxtum. ■ Þú drekkur mikinn appelsfnu- safa. ■ Þú Iftur ekki alveg eins vel út og þú ert vön. ■ Þú ert verri f skapinu en venjulega. ■ Brjóstin á þér hafa blómstrað. ■ Þú lætur giftingarhringinn þinn hanga yfir kúlunni og hann fer fram og til baka. ■ Þú leggur saman aldur þinn, númer hvað óléttan er og númerið á þeim mánuði sem getnaöurinn átti sér stað 1 og útkoman er oddatala. sasss* KOSTIR ÞESS AÐHREYFA SIG Á MEÐGÖNGU ■ Hreyfing gerir það að verkum að við framleiðum færri streituhormón. Mikil streita eykur hættu á fósturláti. ■ Bara það að vera ólétt eykur úthaldið, þvf hver hreyfing krefst þess að við lyftum meiri þunga en ella og styrkjum þar af leiðandi vöðvana. Ef stunduð er likamsrækt má nýta sér þessa staðreynd svo um munar. Að fæðingu lokinni mun þolið vera f góðu ástandi. ■ Æfingar sem styrkja bak og grindarbotnsvöðva koma í veg fyrir grindargliðnun og bakmeiðsli. ■ Þar sem líkamsrækt veldur aukinni virkni insúlfns í vöðvum minnka líkur á sykursýki. ■ Konum í góðri þjálfun er síður hætt við mjög löngum fæðingum. ■ Konur sem stunda líkamsrækt alla meðgönguna þyngjast að meðaltali 3,6 kflóum minna en konur sem ekkert hreyfa sig. ■ Minna er um fæðingarþunglyndi hjá konum sem hreyfa sig því hreyfing beinlínis bætir andlega liðan. ■ Börn mæðra sem stunda líkamsrækt eru að meðaltali með 300 til 400 grömmum minni fitu á líkamanum við fæðingu,. Fimm ára gömul eru þau með minna fituhlutfall, meiri greind og eru betur máli farin en ella.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.