Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Blaðsíða 41
PV Helgarblað FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 41 Þetta er alltaf jafnyndislegur árstími þegar samfélagið fer á haus út af söngvakeppni sem fáir þora að viðurkenna að hafa gaman af. DV tók saman nokkur ódauðleg lög úr keppninni sem fólk elskar að hata. %*&**&< STJÓRNIN - EITT LAG ENN Næstbesti árangur íslands í Eurovision frá upphafi, 4. sætið, getur vart talist annað en eft- irminnilegt. Búningarnir sem Sigga Beinteins og Grétar Örvars klæddust í keppninni hérna heima eru hins vegar ekkert síður eftirminnilegir en lagið og árangurinn. Gulskræp- óttu jakkarnir flokkast óneitanlega undir tískuslys af grófari gerðinni. Þegar á sviðið í Zagreb var komið var klæðnaðurinn þó orðinn mun dannaðri. Mörgum sjálfskipuð- um tónlistarmógúlnum finnst tón- list Stjómarinnar ekki upp á marga fiska, en það verður ekki af hljóm- sveitinni tekið að hún gladdi íslensku þjóðina óumræðilega mikið á því herrans ári 1990 með því að sýna loks að við áttum eitt- hvað erindi í þessa miklu skemmti- hátíð Evrópu. SANDRA KIM - J AMIE LA VIE Þessi unga dama keppti fyrir hönd Belgíu árið 1986. Sama ár og við íslendingar héld- um að við mundum rústa þessari keppni með Gleði- banka Icy-flokksins, en enduðum í sextánda sæti. Sandra var aðeins þrettán ára þegar hún tók þátt en sagðist vera fimmtán ára. ■^7' / Þetta olli miklum usla hjá Eurovision-spekingum og kröfðust margir að úrslitin yrðu ógilt. Sandra hélt þó titlinum. SILVÍA NÓTT - TIL HAMINGJU ÍSLAND Enginn keppandi í sögu Eurovision hefúr vald- ið jafnmiklum usla og alið af sér jaftimikið hatur og Silvía Nótt. Söngkonan sjálfselska gekk fram af gjörsamlega öllum sem nálægt henni komu og flestir voru langt frá því að fatta grínið. Islend- ingar sendu út litla hvæsandi kisu sem breyttist í skrímsli. Verst af öllu var þó að Silvía virtist stress- ast mikið upp og klúðraði tækifæri sínu til þess að heilla heiminn. Allt var þetta þó ofskaplega mikið í anda hinnar sérstöku Silvíu. slen Out OfLuckí var í fyrsta skipti Sérstaklega eftir með Selmu á svið í síðui áensku. 1 I i | BIRGITTA HAUKDAL - OPEN YOUR HEART Það braust út mikið Birgittu-æði þegar hún keppti fyr- ir íslands hönd árið 2003 með lagið Open Your Heart. Allar smástelpur vildu vera eins og hún - með fallegt blóm í hári. Birgitta stóð sig vel én hafnaði í áttunda sæti. Myndbandið sem gert var við lagið var í mikilli spilun og vakti ljósaskiltið, sem kostaði fúlgu, mikla athygli. Dúkkan fræga var gerð áf stjörnunni í kjölfarið en sú hugmynd floppaði feitt eins og frægt er. Dúkk- an líktist Birgittu akkúrat ekki neitt og héldu margir að dúkkugerðarmeistarinn hlyti að hafa óvart fengið mynd af Rut Reginalds til dúkkugerðarinnar. ICY - GLEÐIBANKINN Icy-llokkurinn fór fyrstur íslenskra atriða ui i Euro- vision árið 1986. Þau I’álmi (lunnaisson, I lelga Moll er og l-.iríknr ilauksson voru ems og þeitn helði vei ið snýtt út um niisina á átlunda araiugnum. Islenska þjóðin var svo sigurviss að það hálfa væri nóg. Vililu sumir meina að það væri ekki spurning hvori held ur hvenær lcy-flokkurinn yrði krýndur sigurveg ari. Gleðibankanum var þó ekki lekið ems vi-l og ís lendingar og reyndar margir veðbankar heldu. I.agið halnaði í 16. sieli með 19 stig. En mikið djölull eldisi lagið skeminúlega. BOBBYSOCKS - LA DET SWINGE Norska poppdúóið Bobbysocks sigraði í Eurovision-keppninni árið 1985 með laginu La Det Swinge. í dúóinu góða voru vinkonumar Hanne Krogh frá Noregi og hin sænsk-norska Elisabeth Andreass- en. Það var Hanne Krogh sem átti hugmyndina að samstarfinu því hún vildi búa til dúó með annarri söngkonu sem væri nú þegar orð- in vel þekkt og saman skyldu þær syngja lög sem Hanne hafði alist upp við. Textinn var einstaklega grípandi og má enn heyra fólk á öll- um aldri raula: La det swinge la det rock og roll. PÁLL ÓSKAR- MINN HINSTI DANS Páll Óskar skráði sig í sögubækumar þegar hann söng lagið Minn hinsti dans í keppninni árið 1997. Þó svo að lagið hafi aðeins náð 20. sæti vakti Palli athygli um alla Evrópu og sérstaklega meðal sam- kynhneigðra. Hann er af mörgum talinn brautryðj- andi fyrir vikið en atriði Palla þótti ögrandi. Palh sat á sófa í pallíettujakafötum með fjórar þokkagyðjur í latexgöllum í kringum sig og söng um sinn hinsta dans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.