Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Blaðsíða 49
DV Ferðalög FÖSTUDAGUR 23. MAl 2008 49 \ Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari er staddur á Spáni urn þessar mundir en hann \ frumsýnir óperuna Brottnámiö úr kvennabúrinu í smábænum La Coruna í kvöld. Hann sagði DV upp og ofan af ferðalögum sínum. Valur Gunnarsson er staddur í Noregi Pyisurogkebab „Claude Monet málaði þessa brú," segir handverksmaður mér í Sandvika, sem er vinabaer Hafnarfjarðar og eins og Fjörður- inn, staðsettur rétt utan við höfuðborg, í þessu tilfelli Ósló. „Það er nú heldur farið að flagna af henni," segi ég, enda litla málningu að sjá á þessari fyrstu stálbrú Noregs. Kannski hefði listmálarinn frekar átt að einbeita sér að því að mála málverk, hugsa ég með mér. Og það kemur í Ijós að það var einmitt það sem hann gerði. Handverksmaðurinn sýnir mér eftirprentun af málverki Monets af brúnni, sem ku hanga f norska Þjóðlistasafninu. Þetta var það sem hann átti við þegar hann sagði að Monet hefði málað brúna. Fleiri dæmi eru um að ég sé farinn að ryðga í norskunni. (Tusenfryd- skemmtigarðinum bið ég um ís í brauði. Afgreiðslumaðurinn horfir undrandi á mig og sýnir mér pylsu- brauð. Það kemur fljótlega í Ijós að ís hér er borinn fram í kexi en pylsur í brauði. Eða þá í lompe, sem er nokkurs konar þunn flatkaka úr hvítu hveiti og er það sem Norðmenn helst kjósa að fá utan um pylsur sínar. Pylsur eru annars hálfgerður þjóðarréttur Norðmanna, og hafa verið sérstaklega í hávegi hafðar á þjóðhátíðardaginn 17. maí. En á seinni árum hefur kebabið æ meira haldið innreið sína í norska matargerð, og er nú einnig orðið áberandi á þjóðhátíðardaginn. Sumirtala um menningarsam- skipti, innflytjendur koma með kebabið með sér meðan Norð- menn kynna þá fyrir„pölse i lompe". Einn helsti liðurinn i hátíðarhöld- unum á þjóðhátíðardaginn er skrúðgöngur hinna ýmsu skóla. Sérstaklega eru skólarnirfrá miðbænum orðnir ansi fjölþjóö- legir. Er þetta stór breyting frá því áður fyrr. Árið 1961 var til dæmis tveim sænskum börnum neitað að taka þátt í skrúðgöngunni þar sem þau voru útlendingar. Þau fengu þó að hitta kónginn í sárabót. Þegar ég var í norskum barnaskóla fyrir um 20 árum var ég annar tveggja útlendinga. Hinn var reyndar Norðmaður, en uppalinn í Svfþjóð, og talaði því sænsku. Var honum mikið strítt. Nú í dag hefur þessi sami skóii nemendur vfðs vegar að úr heiminum. Þrátt fyrir að teljast milljónaborg að öllum úthverfum meðtöldum er undarlega mikil ró yfir öllu í Ósló miðað við Reykjavík, og margt hér sem minnir á það hugarfar sem (slendingar kalla í misskilningi „ligeglad" og eigna Dönum. Kannski er það innflytjendunum að þakka að Norðmenn hafa betur lært að slaka á. Eða kannski er það einfaldlega það að f einu ríkasta þjóðfélagi heims er óþarfi að stressa sig. Flestir Norðmenn vinna ekki nema 160 daga á ári, eða 37,5 tíma á viku, á meðan fslenskir karlmenn stæra sig af sfnum 48. Ef til vill hafa Norðmenn lært að vinnan göfgar ekki lengur manninn þegar nóg er til af öllu, sem er nokkuð sem (slendingar mættu taka sér til fyrirmyndar. Eða hefðu mátt á meðan allt lék í lyndi. Bjarni Thor Kristinsson óperu- söngvari er staddur í smábæn- um La Coruna í norðvesturhluta Spánar. í kvöld frumsýnir hann óperu Mozarts Brottnámið úr kvennabúrinu og syngur hlutverk Osmins, harðsoðins og einmana Tyrkja. Bjarni hefur dvalið í La Coruna síðustu þrjár vikurnar til undirbúnings verkinu, en þetta er í fyrsta skipti sem hann heimsæk- ir bæinn. Bjarni kann vel við sig á staðnum. „La Coruna er ekki týp- ískur túristastaður," segir Bjarni. „Þetta er frekar staður sem fólk býr á. Maður er meira úti á landi, nær fólkinu og kynnist landi og þjóð betur en í þessum stærstu borg- um." Bjarni segir ekki jafnheitt í veðri og ætla mætti. „Veðurfarið hérna er ekki ósvipað og á íslandi, mjög breytilegt. Nema hvað, hér er kannski að meðaltali fimm til sex gráðum hlýrra. Ég er búinn að vera í mánuð og hitinn hefur ekki farið yfir 20 gráður." Spurður um menn- ingarmun á íslendingum og Spán- verjum segir Bjarni helst að hitinn endurspeglist í mannlífinu, inn- fæddir séu bæði hlýir og vinalegir á meðan íslendingar eigi til að vera kaldlyndari og lokaðri við fyrstu kynni. Hann segist helst verða var við hinn rómaða spænska blóð- hita í umferðinni. „Þeir eru svolít- ið fljótir á flautuna. Ég tók leigubíl um daginn og fékk kúrs í spænsk- um blótsyrðum á nokkrum mínút- um." Bjarni segir mat skipta inn- fædda máli, enda taki þeir sér góð- an tíma til að borða. „Það er mjög góður matur hérna líkt og ann- ars staðar á Spáni. Það er sérstak- ur galitískur réttur sem er í miklu uppáhaldi hjá mér sem er unninn úr kolkrabba. Hann er þá skorinn niður í litla bita, soðinn og krydd- aður. Sannarlega girnilegt sjávar- fang." Bjarni ferðast sjö til níu mánuði á ári í tengslum við óperusönginn og hefur því komið ansi víða við á ferlinum. „Ég var að koma frá Tók- ýó, það var mjög áhugavert. Nátt- úrlega gjörólík menning. Svo hef ég töluvert sungið á ftalíu og það er alltaf gaman að koma þangað. Uppáhaldsstaðurinn sem ég sæki heim held ég þó að sé Vínarborg. Ég átti heima þar í mörg ár og finnst gaman að heimsækja borg- ina aftur og aftur." Ferðalög Bjarna í sumar eru rétt að hefjast því hann mun syngja í Melbourne, í Tókýó og í Monte Carlo þegar haustið nálgast. Bjarni segir skemmtilegasta hlutverkið vera það sem hann fæst við hverju sinni, svo það má með sanni segja að sumarið líti vel út hjá honum. HERKÚLESARVITINN Er2000ára gamall. Farþegar vissu ekki af breyttri flugáætlun: MIKILVÆGT AÐ GEFA UPP NETFANG OG NUMER Nokkrum farþegum sem voru á leið heim frá London á dögunum með Iceland Express brá heldur betur í brún þegar flugvélin tók nettan útúrdúr til Parísar til að sækja fleiri farþega. Lára Ómarsdóttir, upplýsingafulltrúi Iceland Express segir flugfélagið hafa haft samband fýrirfram við alla farþega sem skráðu símanúmer og net- fang við bókun á ferðinni en því miður hafi ekki náðst að láta nokkra einstaklinga vita í þessu til- tekna flugi. „Vegna þess hve olíuverð hefur hækkað mik- ið á einu ári höfum við ákveðið að í stað þess að hækka verð eða fella niður flug að sameina flug, bara núna í maí. Við létum alla farþega vita bæði með tölvupósti og smáskilaboðum fýrir- fram og buðum þeim að breyta bókuninni end- urgjaidslaust. Hinsvegar voru einhverjir f flugi frá London sem höfðu ekki skráð netfang eða símanúmer þegar þeir bókuðu ferðina og fengu þar af leiðandi ekki upplýsingarnar, sem var mjög óheppilegt," segir Lára. „Við erum að vonast til þess að þessir ein- staklingar hafi samband við okkur því þá get- um við gert eitthvað fyrir þá í staðinn. En í þeim ferðum sem eftir á að sameina út mánuðinn er búið að láta farþegana vita og nú erum við byrj- uð að reyna að hringja líka í fólk til að láta það vita. Það er í rauninni gríðarlega mikiivægt að fólk gefi upp allar upplýsingar við bókun til að hægt sé að láta vita ef einhver röskun verður á flugi. En við pössum uppá það að raskanirnar sem verða við sameiningu á ferðum séu alltaf innan tveggja tíma seinkunarrammans." krista@dv.is Lára Ómarsdóttir upplýsingafulltrúi lceland Express Vonast til að farþegarnir sem ekkl vissu af röskuninni hafi samband við flugfélagið. A ferðinni UMSJÓN: ÁSGEIR JÓNSSON asgeir@dv.is FERÐUMST SAMAN... ...innanlands í sumar.Til hvers að fara til útlanda þegar það kostai' árslaun vegna stöðu krónunnar. Það er um það bil þrisvar sinnum dýrara að fara til útlanda en áður og því tilvalið að kynnast íslandi aðeins betur. Hvaða staði áttu eftir að sjá? Ekki geyma það enn eitt árið heldur saltaðu Spánarferð- ina og skelltu þer í Ásbyrgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.