Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Page 64
64 FÖSTUDAGUR 23. MAl 2008 Helgarblað DV ALLT ER BREYTINGUM HÁÐ „John var ekki a meðal þeirra fimm fyrstu sem áttu aö taka víta- spyrnu. Hlutirnir breyttust í leiknum. Eftir brottvísun Drogbas þurft- um við að breyta til. Engu að siður er ótrúlegt að hann liafi lent i þessu," sagði Henk ten Cate, aðstoðarþjálfari Chelsea, um John Terry eftir að fyrlrliðinn misnotaði fimmtu vítaspyrnu og síðustu vitaspyrnu Chelsea í vítaspyrnukeppni en hún gat tryggt liðinu sig- ur í Meistaradeildinni. Öðru nær leiddi þetta til þess að Manchester United hampaði titlinum.„Hann rann. Við æfðum vítaspyrnur mikið i siðustu viku og hann var mjög öruggur," sagði Henk ten Cate. 1994 Tveir I röð hjá Giggs. Ryan lét fljótt að sér kveða og var orðinn lykilmaður áður en hann hampaði titlum. vodatoF 1999 Loksins sá stóri í hús. Stærsti sigur Alex Fergusons vilja margir meina. Manchester United vann þrennuna otrúlegu og Giggs var að vanda lykilmaður á þessari leiktið. 2001 Árin eftir þrennuna voru lítið spennandi. Man. United valtaði yfir deildina með nokkrum yfirburðum og Giggs spilaði einn sinn besta fótbolta. Komst litið áleiðis i Evrópukeppni samt. Ryan Giggs skrifaði lokakaflann í frægðarsögu sína hjá Manchester United á miðvikudagskvöldið þegar þessi 34 ára leikmaður hampaði meistaradeildarbikarnum í annað skiptið. Með innkomunni í leiknum er hann orðinn leikja- hæsti maður United frá upphafi með 759 leiki en titlar og einstaklingsheiðurinn eru ófáir. Ryan Giggs er hinn full- komni atvinnumaður sem hefur ávallt sýnt þokka á velli og á allt skilið sem hann hefur fengið. 1997 ManchesterUnitedvarðenskurmeistari og komst í undanúrslitaleik meistaradeildar- innar. Hér er Giggs I baráttunni gegn Borussia | Dortmund í undanúrslitunum en United rétt missti af úrslitaleiknum. Nokkuð sem Giggs átti eftir að bæta fyrir síðar. m - Það eru ekki margir leikmenn sem sýna svo mikla hæfileika að sjálfur Alex Ferguson komi og banki að dyrum hjá þeim. Margir Man. United-menn hugsa eflaust með óhug til þess hefði Giggs samið við erkitjendurna í Manchester City en hann lék með þeim sem ung- ur drengur. Ferguson fylgdist með pilti fram að 14 ára aldri þegar hann bankaði upp á hjá pilti með samn- ing í höndunum og fékk Giggs til að skipta yfir. Það er alltaf deilt um bestu kaup Manchester United. Margir vilja meina að Cantona-kaupin hafi ver- ið frábær og Schmeichel, hvað þá Roy Keane. Ryan Giggs hefur þjónað Manchester Unit- ed í 14 ár, leikið 759 leiki fyrir félagið, unn- ið til 26 titla og ótal ein- staklings- verðlauna. Hann hefur leitt liðið í gegnum súrt og sætt, oft- ar en ekki verið með betri mönnum liðsins og hann kostaði ekki krónu. Fjórtán ár með sama liðinu er fáheyrt og tyllir hann sér nú á topp lista með stórum nöfnum á borð við sir Bobby Charlton, Bill Foulkes og Dennis Irwin svo einhverjir séu nefndir. Það hefur svo sem engin þörf verið fyrir Giggs að fara enda koma titlarnir til hans í hrönnum og þótt það sé lítið talað um það er bankareikningurinn eflaust langt fr á því að vera tómur. Fyrir utan alla titlana og sigrana er Giggs algjört prúðmenni og yflr- burða atvinnumaður. Hann fer gíf- urlega vel með líkama sinn, heldur sig flarri sviðsljósinu og er fyrirmynd allra sem vilja líkja eftir hinum ftill- komna atvinnumanni. Á 14 ára ferli þar sem Giggs hefur leikið marga ljóta og baráttumikla leiki í úr- valsdeild, meistaradeild eða bikar hefur hann aldrei fengið rautt spjald. Giggs er H|gg maður sem allir geta litið upp til. Hann ■ er sonn- r un þess að góðu gæj- arnir enda alltaf á toppn- um að lokum. 1993 Sjaldséð hlið á Giggs Hann hefur alltaf viljað halda sig fjarri sviðsljósinu en 93 var hann ungur og efnilegur töffari. Hélt áfram að verða betri en hætti öllum töffarastælum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.