Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Page 70

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Page 70
70 FÖSTUDAGUR 23. MA( 2008 Helgarblaö PV MADDENPSP Sony hefur bætt í safhið enn einni sérút- gáfunni af PSP. Það er svokölluð Madden- útgáfa vélarinnar en hún er blá á litinn og verðurfáanleg ítakmörkuðu upplagi.tölv- an verður seld í sérstökum pakka en í hon- um verður tölvan, eintak af Madden NFL 09, 1GB minniskort og diskur með myndefni tengdu leiknum. Þetta verðurfáanlegt í ág- úst en pakkinn mun kosta 199 dali ytra. FIREF0X3 KEMURÍJÚNÍ Firefox-vafrann vinsæla verður hægt að sækja í útgáfu númer þrjú strax í júní samkvæmt yfirlýsingu Mozilla-fyrirtækisins sem þróar vafrann. Síðustu prófanir standa nú yfir, mest- megnis vegna þeirra fjöldamörgu viðbóta sem hægt er að keyra með vafranum. Forsvarsmenn Mozilla segja að útgáfa 3 verði tvisvartil þrisvar sinnum hraðvirkari en núverandi útgáfa og nærri tíu sinnum hraðvirkari en Internet Explorer 7. P0LAR0IDVÉLAR AÐHVERFA Polaroid-fyrirtækið er endanlega að draga sig út úr filmu- og myndavélaframleiðslu en fyrirtækið er hvað þekktast fyrir framleiðslu sína á ýmsum útgáfum Polaroid-myndavéla sem hafa þann eiginíeika að framkalla sjáffar myndina sem tekin er og spýta henni úr vélinni í hendur notandans. Fyrirtækið hefur lagt fram nokkurs konar dagatal þar sem koma fram dagsetningar um hvenær filmugerðir í vélarnar hverfa af markaði. Enn er hægt að kaupa Polaroid vélar gegnum vefsíður eins og eBay og ekki ólíklegt að annað fyrirtæki komi á markað filmum fyrir vélarnar ef nægur markaður er fyrir hendi. DRYKKJUKEPPNI ÁWIIWARE Leikurinn Beer Bong verður fáanlegur innan skamms á WiiWare fyrir Nintendo Wii. Þá geta Wii-notendur sótt þennan leik sem er drykkjuleikur byggður á bandaríska drykkju- leiknum Beer Bong. Leikurinn mun eflaust ekki falla vel í kramið hjá foreldrum um allan heim en markmið leiksins er einfalt, að drekka næsta mann undir borðið. Google-vefrisinn stendur í ströngu þessa dagana og situr undir ásökun- um um aö styðja hryðjuverkamenn úr röðum öfgasinn- aðra íslamstrúar- manna og vera leiksoppur kín- verskra stjórnvalda með því að hefta tjáningarfrelsi landsmanna. Google-vefrisinn svaraði í vik- unni bréfi demókratans og öld- ungadeildarþingmannsins Joe Lieberman en í því krefst Lieber- man að öll myndskeið tengd öfgasinnuðum samtökum ís- lamstrúarmanna verði fjarlægð af vefsvæði YouTube sem er í eigu Google, annars yrði það túlkað á þann veg að Google styddi þjálf- un og liðssöfnun hryðjuverka- manna. Google hefur nú þegar fjarlægt myndskeið þar sem fram koma ofbeldis- eða hatursfullar hugmyndir í garð Bandaríkjanna en neitar að fjarlægja önnur þar sem það stangist á við hugmynd- ina um tjáningarfrelsi. Vefrisinn lýsti því yfir að nærri ómögulegt sé að skoða hvert og eitt þeirra hundruð þúsunda myndskeiða sem berast inn á vefsvæði YouTube hvem dag og því verði að treysta notendum fyrir því að tilkynna óviðeigandi efni sem samræmist ekki reglum vefsvæðisins. Auk þess styðji fyrirtækið með öllum mætti almennt tjáningar- frelsi og vilji ekki hefta réttinn til að að tjá óvinsælar eða ógeð- felldar hugmyndir sama hvaðan þær koma. Lét undan Kínverjum Google var einnig tekið á beinið í vikunni af öldungadeild- arnefnd þingsins, vegna ákvarð- ana fyrirtækisins í Kína en Goog- le hefur látið undan mörgum kröfúm kínverskra stjómvalda og skert tjáningarfrelsi lands- manna með ýmsum hætti. í stað gamla járntjaldsins má segja að í Kína sé risið upp annað tjald, tjald sýndarveruleika þar sem aðeins ákveðnar upplýsingar koma firam á vefsíðum og stjórn- völd stýra upplýsingaflæðinu með hjálp vestrænna fýrirtækja eins og Google. Vefrisinn hefur ásamt öðrum fyrirtækjum eins og Yahoo og Microsoft staðið síð- astliðið eitt og hálft ár í viðræð- um við mannréttindasamtök um einskonar vegvísi stórfyrirtækja í samskiptum við erlendar ríkis- stjórnir varðandi tjáningarfrelsi en þeim hefur þokað lítt áleiðis. paUi@dv.is Staðfest hefur verið af framleiðendum kvikmyndar- innar Prince of Persia: Sands ofTime að Jake Gyllenhaal muni leika aðalhlutverkið myndinni. Hlutverkið var 1 hættu um t(ma vegna fótbrots sem Gyllenhaal hlaut (körfubolta leik á dögunum en hann hefur náð að jafna sig í tæka tíð. Nýjustu fregnir herma einnig að Gemma Arterton sem er nýjasta Bond stúlkan muni leika á móti Gyllenhaal I myndinni. Þaö er Disney sem framleiöir myndina, sem byggist á samnefndum tölvuleikjum, sem fyrst komu fram á sjónarsviðið árið 1989. Á sínum t(ma fór sú saga á kreik að leikarinn Orlando Bloom hefði hreppt aðalhlutverkið, en svo er vlst ekki. Kvikmyndin fjallar um fffldjarfan prins, sem tekur höndum saman við óvinaprinsessu, til þess að stööva illan einræöisherra í því að sleppa ógurlegum sand- stormi á heiminn. Leikstjóri myndarinnar er Mike Newell sem hefur áður leikstýrt kvikmyndum á borð við Love in theTimes of Cholera, Harry Potter & the Goblet of Fire, Donnie Brasco og Mona Lisa Smile.Tökur hefjast (júlí en myndin er væntanleg sumarið 2009. Kvikmyndir byggðar á tölvu- leikjum verða sífellt fleiri og er Prince of Persia stórgóður efniviður. Jake Gyllenhaal Missti næstum því af myndinni vegna fótbrots. JAKE GYLLENHAAL MEÐ ÍPRINCEOF PERSIA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.