Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 4
Fréttir DV 4 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚN( 2008 í hættu með dóp í maga Hollendingurinn sem hand- tekinn var 29. maí með kókaín innvortis hefur ekki skilað efnun- um frá sér eftir tæpar tvær vikur. Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi hjá sýslumanninum í Keflavík, segir að maðurinn hafi verið undir ströngu eftirliti lækna undan- farið. Hann gleypti að minnsta kosti 40 smokka með kókaíni áður en hann kom til landsins. f gær hafði hann skilað af sér um 300 grömmum. Höfðu lækn- ar áhyggjur af því að magasýrur mannsins gerðu gat á smokkana en til eru fjölmörg dæmi þess að menn hafi látist af völdum þess. Stal frá fötluðum Anna Guðlaug Baldurs- dóttir var á mánudag dæmd í 45 daga skilorðsbundið fang- elsi fyrir að stela 130 þúsund krónum úr starfsmannasjóði, heimilissjóði og úr veskj- um vistmanna á sambýlinu í Snægili 1 á Akureyri. Vistmenn þar eru fatlaðir einstaklingar. Onnu var sagt upp störfum þegar málið komst upp. Hún játaði á sig verknaðinn fyrir dómi en hluta launa henn- ar var haldið eftir til að bæta þeim skaðann sem stolið var af. Hún hefur ekki áður hlotið dóm fyrir refsivert athæfi. UMFÍ rekur gistiheimilið Ungmennafélag íslands hefur rift samningi við Hótel Eddu um hótelrekstur í Ungmennafélags- höllinni sem félagið hyggst reisa á Tryggvagötu 13 í Reykjavík. Sæmundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri UMFÍ, segir að samningum við Hótel Eddu hafi verið rift, þar sem félagið hafi ákveðið að sjá sjálft um rekstur gistiheimilisins. ftarleg skýrsla hefur verið send til borgarinnar með lýsingu á rekstrinum. Fyr- irhugað var að hafa gistiheimili fyrir fólk í UMFÍ og verður eng- in breyting á því. „Þetta verður gistipláss fýrir okkar fólk," sagði Sæmundur. ÞJÓNUSTUGJALD Dýrast hjá Spron Bankarnir innheimta mishátt afgreiðslugjald afviðskiptavinum sínum eftir klukkan fjögur virka daga og um helgar. DV greindi ff á því í gær að Glitnir tók þetta gjald upp nýverið. Með fféttinni láðist að birta súlurit sem er hér með- fylgjandi. Þar sést að hjá Spron er langhæsta gjaldið, 270 krónur, en Landsbankinn lægstur, með 150 króna gjald. Hjá Spron, Byr og Landsbankanum er gjaldið ekki innheimt ef lagt er inn á reikning hjá viðkomandi banka. Lúðvík Bergvinsson leggur til aö ríkissaksóknari heQi rannsókn á meðferð ákæru- og lögregluvalds á Baugsmálinu, Bjarni Benediktsson segist ekki sjá ástæðu til að ráðast i slíka rannsókn og ríkissaksóknari segir hana ekki á dagskrá. Bjarni útilokar ekki að málið verði að bitbeini stjórnarflokkanna tali menn óvarlega. LUÐVIKKALLAR Á RANNSÓKNH „Það liggurí aug- umuppiaðþað geturenginn unað viðþað ástand mann HAFSTEINN GUNNAR HAUKSSON Lúðvík Bergvinsson, þingflokks- formaður Samfylkingarinnar, legg- ur til að nýskipaður ríkissaksóknari hefji rannsókn á meðferð ákæru- og lögregluvalds í Baugsmálinu í grein sem birtist í 24 stundum í gær. Tel- ur hann það nauðsynlegt skref í þá átt að endurheimta trúverðugleika réttarríkisins í kjölfar dóms Hæsta- réttar. Ekki sé hægt að búa við þá ásökun sem liggi í loftinu að valdi hafi verið misbeitt. Bjarni Bene- diktsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, segist ekki sjá ástæðu til að ráðast í slíka rannsókn og Val- týr Sigurðsson ríkissaksóknari segir hana ekki á dagskrá. Refsingin eins og fyrir kjafts- högg á sveitaballi „Það liggur í augum uppi að það getur enginn unað við það ástand sem nú er," segir Lúðvík í samtali við blaða- DV. „Það er mikilvægt að vinna sig út úr því ástandi og ég held að það sé ekki hægt að gera það á annan veg en setja málið í þennan farveg." Lúðvík segir liggja í augum uppi að valdhafar hafi beðið álitshnekki vegna Baugsmálsins. „Það er far- ið af stað með geysilegum krafti og refsing aðalmannsins er í reynd sú sama og hann hafi gefið einhverj- um á kjaftinn á sveitaballi. Við þurf- um að endurheimta trúverðugleika kerfisins og ég fæ ekki séð að það verði gert á annan hátt." Aðspurður hvort hann eða Sam- fylkingin komi til með að beita sér fýrir því að fram fari opinber rann- sókn á vinnubrögðum valdhafa í málinu segir Lúðvík það ekki koma til álita. „Ríkissaksóknari er sjálf- stæður og á ekki að taka við fýrirmælum," segir Lúðvík og jánkar því að grein sín hafi öðru fremur verið ætluð sem ákall eða til vitundarvakningar. taka meðferð ákæru- og lögreglu- valds á Baugsmálinu til sérstakrar rannsóknar. Hann segir hins vegar mikilvæg skref hafa verið stigin til að efla eftirlits- og samræmingar- hlutverk embættisins með nýjum lögum um meðferð sakamála. Val- týr útilokar ekki að málið verði tekið til athugunar í kjölfar greinarinnar eins og önnur mál. Bjarni Benediktsson hafði ekki heldur lesið grein Lúðvíks, en finnst málið ekki vera þannig vaxið að það gefi tilefni til að leggjast í rannsókn- arvinnu á meðferð ákæruvaldsins. „Þegar menn eru að tala um ákæru- valdið þarf að horfa miklu víðar yfir málaflokkinn en að taka út ein- stök dómsmál. Þegar menn horfa til sakfellingar- hlutfallsins sem ákæruvaldið nær almennt í sínum störfum er það auðvit- að mjög hátt. Það er mælikvarðinn sem menn eiga að horfa á." Réttarfarslegt hneyksli Fleiri þingmenn Samfylkingar- innar en Lúðvík hafa tjáð sig opin- berlega um Baugsmálið síðan dóm- ur var felldur, auk þess sem margir muna eftir gífuryrðum Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur um málið frá því áður en Samfylkingin sett- ist í ríkisstjóm með Sjálfstæðis- flokknum. Kallaði hún Baugsmál- ið réttarfarslegt hneyksli og sakaði sjálfstæðismenn um að hafa att ákæruvaldinu á það forað í ræðu sinni 27. janúar 2007. Aðspurður hvort Baugsmálið verði að bitbeini milli stjórnarflokk- anna segir Bjarni enga ástæðu til þess. „Það er engin ástæða til að láta þetta verða að einhverju bitbeini, en menn geta auðveldlega gert það með því að tala óvarlega." Rannsokn ekki komið til tals Ríkissaksóknari hafði ekki lesið grein ■ Lúðvíks þegar blaða- maður DV hafði samband, en sagði þó ekki hafa komið I til tals að —» Valtýr Sigurðsson Ríklssak- sóknari segirekki liafa komið til tals að rannsaka málsmeð- ferð Baugsmálsins. Lúðvík Bergvinsson Segir ekki hægt að búa við þá f/A ásökun sem liggur í loftinu að - valdi hafi verið misbeitt. Bjarm Benediktsson Telur málið auðveldlega geta orðið að bitbeini stjórnarflokkanna tali menn óvarlega. Óprúttnir aðilar frömdu skemmdarverk í skjóli nætur í Sandgerði: Tilgangslaus skemmdarverk „Þetta blasti bara við eftir helgina. Þetta er ekki mikið tjón þannig lagað en þetta er dapurlegt," segir Guðjón Þ. Kristjánsson, skóla- og menning- arfulltrúi Sandgerðis, um skemmd- arverk sem unnin voru í skjóli nætur um síðustu helgi. Við listaverkið Alög höfðu nýlega verið gróðursett blóm en þau voru rifin upp með rótum og dreift um svæðið. Blóm voru einnig rifin upp úr blómakerinu við nýju sundlaug- ina og víðar. Blómakarfa var slegin af ljósastaur og rúða brotin í gröfu við sundlaugina. Ljóst er að um hreina og klára skemmdarfýsn er að ræða því enginn hagur er að því að rífa blóm upp með rótum og dreifa þeim um gangstéttina. Blómin rifin upp Eins og sjá má er Iftill tilgangur með skemmdarverkunum. „Það er verið að reyna að setja sumarsvip á bæinn en því er eytt jafnharðan. Þetta er gert af einhverj- um sem hugsa ekki alveg skýrt. Eða líður illa," segir Guðjón en ekki er vit- að hverjir voru þarna á ferð. Hann bætir við að ekki sé algengt að skemmdarverk séu unnin í bæn- um. „Þetta gengur í bylgjum. Svona kemur upp af og til. Okkar unglingar eru flestir að vinna við það á daginn að setja þetta upp en það er svo oft þannig að það eru fáir sem skemma fyrir heildinni." Þeir sem kunna að búa yfir vim- eskju um málið eru beðnir um að hafa samband við Áhaldahús Sand- gerðisbæjar í síma 423-7515. benni@dv.ls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.