Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 SUÐURLAND DV Vatnajökulsþjóögarður var vígöur á laugardag við hátíðlega athöfn í Gljúfrastofu í Jökulsárgljúfri. Anna Kristín Ólafsdóttir, aðstoðarmaður umhverfisráðherra og stjórnarformaður garðsins, segir verkefnið það stærsta sinnar tegundar á íslandi. Þá segir hún hugmyndafræðina á bak við garðinn einnig vera nýja og ólíka því sem er í öðrum görðum hérlendis. TÆRSTA NA' VERNDARVEI ISLANDS ‘**‘.r**ti 4 ■ *v,** • •. .• -• m. • --«r, >,4f ' 5..,' 'rr . . . '"L- ' •?' *• ' ~ '*ILL• •* ' v-* 4*’ '*„** ' ’’■■. . Vatnajökull Þekur um helming hins nýja þjóðgarðs. „Þetta hefur verið í pípunum í tæpan áratug eða allt frá árinu 1999," segir Anna Kristín Ólafsdóttir, að- stoðarmaður umhverfisráðherra og stjórnarformaður garðsins, um Vatnajökulsþjóðgarð sem varð að veruleika á laugardag. Garðurinn er sá stærsti sinnar tegundar í Evrópu og langstærsta náttúruverndarverk- efni íslands fyrr og síðar. „Þetta er ekki bara risaverkefni heldur tíma- mótaverkefni í náttúruvernd á ís- landi." Ný hugmyndafræði Alls hafa fjórar formlegar undir- búningsnefndir komið að skipulagn- ingu garðsins ffá árinu 1999. „Þessar nefndir hafa verið í æðislega miklu samráði við hagsmunaaðila á svæð- inu og alla þá sem að málinu koma," segir Anna Kristín. „í fyrra setti Al- þingi síðan lög um stofnun garðsins og þau tóku gildi núna um helgina." Anna Kristín segir hugmynda- fræði Vatnajökulsþjóðgarðs vera aðra en í öðrum þjóðgörðum hér heima. „Eitt af markmiðum garðsins er að búa til störf og skapa traustar byggð- ir í kringum hann. Þjóðgarðinum er ætlað að sýna að verndað land geti skilað þjóðartekjum," en þarna segir Anna Kristín vernd og nýtingu fara saman sem sé eitt af grunnhugtökum landsins. „Einnig er það nýbreytni að hluti garðsins er ekki í eigu ríkis- ins heldur í einkaeign og því um áður óþekkta samnýtingu að ræða." Skiptist {fjögur svæði Þjóðgarðinum er skipt upp í fjög- ur meginsvæði. Þau eru norður-, suður-, austur- og vestursvæði. „Á hverju svæði verða síðan sérstök svæðisráð," en Anna Kristín segir það gefa íbúum hvers svæðis tæki- færi á að komast nær garðinum og hafa áhrif á mótun hans. „Svæðis- ráðin eru síðan yfirstjórn garðsins innan handar. Með ráðningar á fólki, uppbyggingu og annað sem snýr að garðinum." Einnig verða byggð ný og glæsi- leg gestahús á hverju svæði. „Sam- kvæmt framkvæmdaáætlun verða gestahúsin tilbúin á næstu fimm til sex árum. Einnig verða byggðar landvarðastöðvar auk upplýsinga- og þjónustumiðstöðva," en allt mun þetta sameinast í sterku innra neti fyrir garðinn sem bæði eykur að- gengi hans og uppbyggingu. „Síð- ast en ekki síst vonumst við til þess að auka landsvæði hans á komandi árum," segir Anna Kristín að lok- um en hægt er að kynna sér garðinn nánar á heimasíðu umhverfisráðu- neytisins. asgeir@dv.is Horft yfir Breiðamerkursand frá Kvíárjökli Bláma bregður á Breiðamerkurjökui.Veðurárdalsegg leynist á bak við. VEIKOMIN í SKAFTAFELLSSTOFU Anna Kristfn Flytur tölu við opnun Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli. Björk Hákanson og Linda Vilhjálmsdóttir Ganga saman á Brúarjökul sem er hluti afVatnajökli. TIU ÞÚSUND FINGUR Meira en tíu þúsund fingur hafa leikið fagra tónlist á þetta píanó, síðan það kom í Húsið á Eyrarbakka, árið 1871. Það var flutt á seglskipi til landsins, í árabáti upp í fjöru, þaðan sem fjórir menn báru það heim í grenjandi rigningu. En þú getur snert það núna í Húsinu á Eyrarbakka. HÚSIÐ Á EYRARBAKKA Söfnin vlð Suðurstrondina Opið alla daga frá 15. rnaí til 15. sept. rnilli kl 11 -18. Á öðrum tíinum eftir samkomulagi. sími 483 1504 | husid@south.isj www.husid.com Guðbjartur Jónsson verslunarmaöur leggur kristal á vogarskálar: Þekkir sjálfur hamfarir Hamfarakristall Guðbjartur Jónsson og Lada Cherkasoff. „Það verða allir að hjálpa til þeg- ar svona atburðir gerast," segir Guð- bjartur Jónsson, verslunarmaður í Bergkristal. Verslun hans hefur boðið íbúum jarðskjáltasvæðanna á Suður- landi afslátt af kristals- og posmlíns- vörum og hefur afsláttarmiði verið sendur í öll hús á hamfarasvæðinu. Hann segir að strax hafi fólk farið að koma í búðina til að leita upplýs- inga um hvernig best yrði fýllt í þau skörð sem skjálftarnir gerðu í spari- borðbúnað flestra heimila. „Við erum að bjóða hágæðavörur frá ffamleiðendum sem í árhundruð hafa þolað hið misjafna rússneska stjórnarfar keisara og kommúnista, þannig að seiglan í vörunum er til staðar. Þó ég ábyrgist ekki að þær séu skjálftafríar," segir hann og brosir. Þrátt fyrir að tryggingar bæti tjón á flestu því er aflaga fór í hamförun- um verður þetta smærra oft út und- an og því nauðsynlegt að koma til móts við fólk eftir svona atburði. Sjálfur kveðst hann hafa lent í hamförum snjóflóða þar sem hann tapaði miklu, bæði stóru sem smáu, og þekki vel vanda fólks á svæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.