Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚN( 2008 Fákus DV r EIVOR OG RAGGAIREYKHOLTI EIVÖR PÁLSDÓTTIR og RAGNHILDUR GlSLADÓTTIR flytja eigin tónlist í bland við þjóðlegt efni IREYKHOLTSKIRKJU í kvöld. PÉTUR GRÉTARSSON og KJARTAN VALDEMARSSON koma fram með þeim stöllum. Á fimmtudaginn ætlar kvartettinn svo að troða upp í SALNUM í Kópavogi. Hvorirtveggja tónleikarnir hefjast kl. 20. Matt Rees rithofundur „Alla rithöfunda dreymir um viðurkenningu. En ég lærði sem blaðamaður að þú verður að njóta vinnunnar við skrifin, en ekki hróssins frá ritstjórun- um eða verðlaunanefndum." Handritin berast Handrit hafa byrjað að berast und- anfarnar vikur í bókmenntasam- keppnina Leitin að nýjum Dan Brown sem Bjartur stendur fyrir. Bókaforlagið auglýsti eftir hand- ritum síðasta haust, í tengslum við að Brown var haldinn ritteppu, og rennur skilafresturinn út eftir þrjár vikur, eða 1. júlí. Til að létta fólki biðina eftir nýrri bók frá metsölu- höfundinum heimsfræga var ákveð- ið að hleypa keppninni af stokk- unum. Verðlaunin eru ekki af verri endanum, ein milljón króna, sem eru hæstu peningaverðlaun fyrir ís- lenska skáldsögu sem veitt hafa ver- ið. Útgáfuréttur verðlaunahandrits- ins hefur líka þegar verið seldur fyrir tíu þúsund evrur til forlags Brown í Þýskaland. Dómnefnd tilkynn- ir vinningshafann þann 1. október næstkomandi, sama dag og verð- launabókin kemur út. NÆR SANN LEIKANUM Til styrktar leikritun Stofnaður hefur verið nýr sjóður, Prologus, með það að markmiði að hlúa að leikritun á Islandi og efla höfundastarf við Þjóðleikhúsið. Sjóðurinn er stofnaður af Bjarna Armannssyni og Helgu Sverrisdótt- ur í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Stofnframlag sjóðsins er sextán milljónir króna en sjóðurinn mun starfa frá árinu 2008 til ársins 2010. Sjóðstjóm er skipuð Tinnu Gunn- laugsdóttur þjóðleikhússtjóra, Bjarna Ármannssyni og Vigdísi Finnbogadóttur. I fagráði sjóðsins sitja Sveinn Einarsson leikhúsfræð- ingur og Melkorka Tekla Ólafsdótt- ir, leiklistarráðunautur Þjóðleik- ^hússins, ásamtþjóðleikhússtjóra.^ Kvöldgöngur í Kvosinni Kvöldgöngur úr Kvosinni eru hafn- ar þetta sumarið en þær hafa verið vinsælar meðal borgarbúa undan- farin þrjú sumur. Göngurnar fara fram öll fimmtudagskvöld og var sú fyrsta farin síðastliðinn fimmtudag á vegum Minjasafns Reykjavíkur. Á morgun er röðin komin að Lista- safni Reykjavíkur. Það er Hafþór Yngvason safnstjóri sem mun leiða gönguna þar sem hann mun ræða gildi myndlistar í borgarlandslaginu. Gangan hefst við Hafnarhús kl. 20 og lýkur á sama stað rúmri klukku- stundu síðar. Þátttaka er ókeypis. „Ég varð þreyttur á takmörkum blaðamennskunnar. Því meira sem ég komst að um Palestínumenn, því minna gat ég sagt frá sem blaða- maður. Fyrst og fremst langaði mig þó að skyggnast inn í huga Palest- ínumanna, og það er nokkuð sem verður að gera í skáldsögu," segir Matt Rees, fýrrverandi blaðamað- ur og höfundur spennusögunn- ar Morðin í Betlehem sem nýverið kom út hjá Skugga forlagi. Bókin, sem kom út á ensku fýrir rúmu ári, er sú fyrsta sem Rees sendir frá sér og var á dögunum tilnefnd til glæpasagnaverðlaunanna New Blood-rýtingsins. Önnur bókin, A Grave in Gaza, kom út fyrr á þessu ári og sú þriðja er svo væntanleg á næsta ári. Allar segja þær frá svað- ilförum Omars Yussef, sögukennara í Betlehem, sem fer að sinna rann- sóknarlögreglustörfum. Söguhetjan byggð á raunveru- legum mannl Áður en Rees, sem er frá Wal- es, sneri sér að skáldsagnaskrifun- um fjallaði hann um Mið-Austur- lönd í starfi sínu sem blaðamaður í meira en áratug, meðal annars sem forstjóri útibús Time í Jerúsal- em. Og hann segir persónu Yussefs byggða á kennara sem hann kynnt- ist í flóttamannabúðum í Betlehem. „Ég dáðist að þessum manni vegna þess að hann hélt áfram að vera heiðvirður og heiðarlegur mað- ur, þótt flestir í kringum hann yrðu hallir undir ofbeldi og blóðsúthell- ingar," segir Rees. „Og jafnvel þegar það var frekar hættulegt að vera á móti ofbeldi stóð hann uppi í hár- inu á vopnuðum mönnum." Ekki hræddur við skotárás lengur Rees segist vera mun afslappaðri eftir að hann setti blaðamanna- pennann á hilluna og fór í staðinn að takast á við skáldskapinn. „Það er frábært að geta lagst í rúmið á kvöldin án þess að hafa áhyggjur af því hvort einhver eigi eftir að skjóta á mig í vinnunni daginn eftir." Rees segir þó mest um vert að vera nú að upplifa draum sinn um að starfa sem rithöfundur. „Mig hefur langað til þess að minnsta kosti frá því ég var sjö ára. Ég varð blaðamaður því það var góð leið til að fá laun fyrir að skrifa. Seinna komst ég að því að í blaðamannastarfinu færðu tæki- færi til að heimsækja athyglisverða staði og hitta hið ótrúlegasta fólk. En núna fæ ég ánægju út úr því að heimsækja palestínska bæi til að rannsaka eitthvað fyrir bækurnar, án þess að hafa áhyggjur af „ded- lænum". Aðalástæðan fýrir því að ég sneri mér að skáldskapnum er þó sú að hann færir mann nær sann- leikanum um Palestínumenn held- ur en blaðamennska getur nokkurn tímann gert." Gott fyrir hjónabandið Rees hefur verið líkt við Gra- ham Greene, Dashiell Hammett og Henning Mankell svo einhverjir séu nefndir. Honum leiðist ekki sá sam- anburður þar sem þessir þrír eru á meðal uppáhaldsrithöfunda Rees. Tilnefningin til New Blood-rýt- ingsins varð heldur ekki til þess að draga úr sjálfstrausti Rees á ritvell- inum, þótt hann virðist taka henni af allnokkurri hógværð. „Alla rithöfunda dreymir um viðurkenningu. En ég lærði sem blaðamaður að þú verður að njóta vinnunnar við skrifin, en ekki hróss- ins frá ritstjórunum eða verðlauna- nefndum. Það er það sama hjá rit- höfundum. Rithöfundur verður að dveljast einn mánuðum saman til að halda einbeitingu. Þetta ferli er hreinn unaður fýrir mig, þannig að ég myndi gera þetta þótt ég fengi engar verðlaunatilnefiiingar. Kon- an mín segir að þegar ég er ekki að skrifa sé ég ekki mjög viðkunnan- legur, þannig að það er ljóst að skrif gera mér mjög gott, bæði tilfinn- ingalega og vitsmunalega. Og þau gera hjónabandi mínu raunar líka gott." KAY SCARPETTTA LEYSIR MALIÐ Ellefu ára stúlka, Emily Steiner, finnst myrt á víðavangi skammt frá Black Mountain, heimabæ sínum í Norður-Karólínu. Bærinn er lítill og sjalfdgæft að lögregla þar þurfi að glíma við morðmál, sem í þokkabót ber merki kynferðislegrar misnotk- unar. Réttarmeinafræðingurinn Kay Scarpetta mætir á svæðið því hana grunar að ódæðismaðurinn að baki morðinu sé illræmdur kyn- ferðisglæpamaður sem hún hefur elst við í þó nokkurn tíma. En ekki er allt sem sýnist og lengi vel ráf- ar Scarpetta um á rangri slóð. Hún hnýtur að lokum um lausnina þar sem hún kannar vísbendingar á Dauðrabýlinu; rannsóknaraðstöðu DAUÐRABÝLIÐ 'k'kiri HÖFUNDUR: Patricia Cornwell ÚTGEFANDI: Bókafélagið Ugla ÞÝÐANDI: Atli Magnússon Kay Scarpetta rannsakar enn eitt málið og líkt og áður veltur lausnin á vísbendingum sem augun vart sjá. BÓKADÓMUR Alríkislögreglunnar, þar sem rann- sökuð er rotnun líka og áhrif utan- aðkomandi þátta þar á. Ég viðurkenni fúslega að ég hef lesið þó nokkrar bóka höfundar- ins, Patriciu Cornwell, og er þar af leiðandi orðinn nokkuð kunnug- ur Kay Scarpetta og íjölskylduhög- um hennar, sem oftar en ekki blandast inn í rannsóknir hennar. Bækurnar um Scarp- etta eru í anda sjón- varpsþáttanna Síessæ, og líkt og í þeim finnst lausnin gjarna í einu hári eða tári, og eigin- legri rannsóknarlög- reglu sést vart bregða fýrir, ef undan er talinn Pete Marino, önugur og grófur, en þó trygglynd- ið uppmálað. Enn sem komið er hef ég ekki orðið fyrir vonbrigðum með sögu- þráð þann sem Patriciu Cornwell tekst að sjóða upp. Mér reynist yfirleitt létt að horfa fram hjá einstaka agnúum í úrvinnslunni og ýta til hliðar vangaveltum um hvers vegna réttar- meinafræðingur er að yf- irheyra vitni og viðkom- andi einstaklinga í stað þess að rannsaka sýni á þar til gerðri rannsóknar- stofu. Hver veit, kannski er yfirheyrsla einmitt í verkahring réttarmeina- fræðinga í Virginíu-fýlki. Ágætis spennusaga og áhugaverður vinkill í sögulok. Kolbeinn Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.