Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Side 53

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Side 53
ÞROSKAÐIR MENN, UNGAR KONUR MIÐVIKUDAGUR 11.JÚNf 2008 53 DV Fólkið ALDURSMUNUR MEÐALFELLSVATN Hrafnhildur Hafsteinsdóttir og Bubbi Morthens kynntust fyrir nokkrum árum og gengu [ það heilaga um helgina. Bubbi byggði hús handa sér, Hrafnhildi og fjölskyldunni og búa þau nú við Meðalfellsvatn. Listmálarinn Tolli og bróðir Bubba reisti einnig hús við Meðalfellsvatn og er með stúdíó þar. Hann er í sambúð með Gunný fsis Magnúsdóttur. Lögheimili þeirra er þó enn á Seltjarnarnesi. lakob Frímann Magnússon var lengi vel neð lögheimili við Meðalfellsvatn. Jakob Dg Birna Rún Gísladóttir, unnusta hans, búa hins vegar á Bjarkargötu I Reykjavík. VIÐ Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmað- ur og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, fór á kostum í brúðkaupi Bubba Morthens og Hrafnhildar Hafsteinsdóttur á laugardag síð- astliðinn. f veislunni hélt Jakob Frímann ræðu þar sem hann benti á þá skondnu tilviljun að fjórir menn við Meðalfellsvatn væru allir í sambúð með konum tuttugu árum yngri. Þessir fjórir menn eru Jakob Frímann Magnússon sjálfur, Bubbi Morthens, Úskar Páll Sveinsson og Þorlálcur Morthens, betur þekktur sem Tolli. Jakob Frímann og unnusta hans Birna Rúna Gísladóttir hafa verið eitt af mest áberandi pörum íslands undanfarin ár, enda bæði stórglæsileg. Það er akkúrat tutt- ugu ára aldursmunur þeirra á milli. Jakob og Birna eignuðust sitt fyrsta barn saman í maí á síðasta ári. Jakob var lengi vel með lögheimili við Meðalfellsvatn er hann var í framboði fyr- ir fslandshreyfinguna. Einnig er tuttugu ára aldurmunur miifi Hrafnhildar Hafsteinsdóttir og Bubba Mort- hens. Þetta ofurpar kynntist í AA-samtökun- um og hafa verið óaðskiijanleg síðan. Bubbi byggði hús við Meðalfellsvatn handa fjöl- skyidu sinni. Þau eru án efa mjög hamingju- söm í nýja húsi sínu í Kjós, en þau giftu sig einnig þar. Það kom mörgum á óvart er Alma Guð- mundsdóttir, Nylon-söngkona, sást með Óskari Páli Sveinssyni upptökustjóra upp á arminn fyrir tæpum þremur árum. Þau búa saman við Meðalfellsvatn og lík- ar vel. Ekki er tii þess vitað að barn sé á leiðinni, enda nóg að gera hjá Ölmu þessa dagana. Hún skrifaði ævisögu Freyju Haraldsdóttur fyrir jól og hef- ur nú hafið störf á Fréttablaðinu sem blaðamaður. Þorlákur Morthens, betur þekkt- ur sem Tolii og bróðir Bubba, á einn- ig yngri konu. Hún heitir Gunný ísis Magnúsdóttir. Tolli ásamt bróður sín- um byggði sér hús við Meðalfellsvatn en ein af vinnustofum hans er þar. AJJir þessir fjórir menn eru Jista- menn, ailar konurnar eru yngri. Það er einhver töfrabragur yfir Meðai- fellsvatni. Óskar Páll Sveinsson upptökustjóri og Alma Guðmundsdóttir úr sönghópn- um Nylon hafa verið saman til fjölda ára og búa saman við Meðaifellsvatn. RÓMANTÍK ÍPARÍS Úr sveitasælu í ástarsælu. Bubbi Morthens virðist vera með það alveg á hreinu hvernig á að gera konu sína hamingjusama. Hann og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir eru nú stödd í Parísarborg þar sem þau eru í brúðkaupsferð. Það er alvitað að París er einn vinsælasti áfangastaður fyrir ný- gift hjón þar sem hún er einmitt borg ástarinnar. Skötuhjúin fara án efa upp í Eiffelturninn, í sigl- ingu niður Signu og í göngutúr um Montmartre. Kannskiað Bubbi hafi tekið kassagítarinn með sér og sungið fyrir drottn- inguna sína á götum þessarar rómantísku borgar. SAMEINASTÍ BOLTANUM íslenskir tónlistarmenn samein- ast í tuðrusparki þessa dagana en utandeildarliðið KF Mjöðm er nán- ast eingöngu skipað drengjum úr tónlistariðnaðinum. Knattspymufé- lagið KF Mjöðm spilar í svokallaðri Carlsberg-deiid þar sem sjö manna lið etja kappi og hafa strákamir í KF Mjöðm ekki enn unnið leik á tíma- bilinu. Reyndar hafa þeir náð einu jafntefli en þess utan hafa þeir með- al annars tapað með engu marki gegn tíu. Meðal liðsmanna í KF Mjöðm em þeir Bjössi Borko, örvar í Múm, Sindri í Seabear, Númi Þorkell trommari og einkakokkur Bjark- ar Guðmundsdóttir, Steinþór Helgi tónlistarblaðamaður, Guðmundur Óskar í Hjaltalín og Benni Hemm Hemm. Gillzenegger finnst mjög skiljanlegt að orðspor Merzedes Club sé farið að berast út fyrir landsteinana: „Það var gjörsamlega stapp- að húsið og troðfullt út úr dyr- um. Það komust færri að en vildu þótt þetta sé sex hundruð manna staður," segir Gillzenegg- er en liann og hinir massarnir í hljómsveitinni Merzedes Club buðu aðdáenduin sveitarinnar á Tungiið síðastliðið laugardags- kvöld. „Það voru myndavélar á staðnum til að taka upp lag- ið I Wanna Touch You sem er að verða gríðarlega vinsælt." Sögusagnir hafa verið á kreiki þess efnis að Merzedes Club sé farin að vekja mikla athygli er- lendis og stefni sveitin nú óð- fluga á erlendan markað. Gillz staðfestir áhugann sem hann telur mjög skiljanlegan: „Það er ntikill áhugi víðs vegar frá sem kemur að sjálfu sér ekki á óvart enda erum við líklega hæfileika- ríkasta hljómsveit á landinu. Það er hins vegar ekkert sem ég get talað um fyrr en það er orö- ið alveg staðfest. Orðið um okk- ur félaga hefur spurst út fyrir landsteinana enda erum við ail- ir samanlagt bara með jirjátíu í fituprósentu og hehnassaðir, með tónlistarsnillinginn Barða Jóhannsson með okkur i liði. Nú er Barði bara sveittur heima að semja lög svo við getum klárað að taka upp plötuna okkar sem verður tíu til tólf laga plata. Eft- ir það fara hjólin almennilega að snúast." Gillz bætir því reyndar við að þrátt fyrir að hljómsveitin spili einungis þrjú til fjögur lög á tón- leikum hafi hún alltaf slegið í gegn með sínu tuttugu mínútna prógrammi. „Þetta verður orð- ið almennilegt jiegar við erum komin með fullt prógramm þótt við sláum alls staðar í gegn ineð jicssum jirem til fjórum liigum sem við höfum verið að spila undanfarið. Danstónlistin er líka að verða svo vinsæl í heim- inum í dag. R&B og rapptúnlist- in er að detta út meðan danstón- listin verður sífellt vinsælli." kristaiii'dv.ii Merzedes Club Gillzenegger segir hljómsveitina hæfileika- ríkustu sveit landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.