Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2008 SUÐURLAND DV Þór Sigurðsson útskrifaöist með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands í vor. Hann stefnir að því að halda áfram í háskólanámi í lögfræði eða viðskiptafræði. Fæst af þessu væri í frásögur færandi nema fyr- ir það að Þór er fangi á Litla-Hrauni. Hann hefur afplánað sex ár af sextán ára dómi og þarf að sitja íjögur ár til viðbótar. Þór ræddi námið og vistina á Hrauninu við DV. .gsanamMæ* mannsdóttur fangelsisstjóra. Hún hefur flutt nokkrar ræður í gegnum tíðina og vissi vel hvernig best væri að gera þetta," segir hann. Þór stefnir að því að nema lög- fræði og leitar nú eftir því að fá að læra við Háskólann í Reykja- vík. „Mér var reyndar sagt að sam- kvæmt siðareglum þá mættu fangar í afplánun ekki nema lögfræði. Mér finnst það hálffurðulegt því að það er vel hægt að vera lögfræðingur án þess að vera með málflutnings- réttindi," segir Þór. „Ef þetta geng- ur ekki upp þá langar mig mest að komast í viðskiptafræðinám." Þór mun þó ekki eiga kost á því að sækja háskólanámið á sama hátt og hann hefur fengið að mæta í tíma í Fjölbrautaskólanum. „Ég geri þetta þá bara í fjarnámi." Súpermann-handrukkari En hvernig skyldi Þór hafa ver- ið tekið í Fjölbrautaskóla Suður- lands? „Mér var tekið mjög vel og fann aldrei til þess að um mig gengju einhverjar sögur, nema náttúrlega þessi með súpermann- töskuna," segr Þór og brosir. „Jú, þetta var einhvern veginn þannig að einhver stóð í þeirri meiningu að ég væri ógurlegur handrukk- ari. Súpermann-merkið væri merki St ;,'í LITLA-HRAUN „Maður getur lent í • slæmum félagsskap hér eins og annars staðar," segir Þór Sigurðsson. handrukkaranna. Ég hef reyndar aldrei heyrt um að handrukkarar hafi komið sér upp sérstöku vöru- merki." Súpermann-tösku og penna- veski eignaðist Þór þegar kom að því að panta skólabækurnar. „Fangaverðirnir voru að grínast með það hvort ég ætlaði ekki að kaupa þetta dót. Ég tók þá á orðinu og bað afa að fara og kaupa þetta dótarí." Að öðru leyti segir Þór að sam- skiptin hafi ekki verið mikil við nemendur í skólanum. „Ég fann aldrei fyrir neinu áreiti, enda fór ég alltaf beint hingað á Hraunið eftir skóla. Það var annars mjög þægi- legt að vera í skólanum. Nemend- ur voru vinsamlegir við mig í verk- efnavinnunni og kennararnir voru hjálplegir." Að vilja betrun Inni á Lilta-Hrauni er hópur manna sem lent hafa í alls kyns vanda á lífsleiðinni. „Það er hægt að lenda í slæmum félagsskap hér eins og hvar annars staðar. Ég held að það megi ekki gera of mikið úr slíku," segir Þór. „Þetta veltur allt- af á manni sjálfum. Maður get- ur haldið áfram á sömu braut og maður var utan fangelsisveggjanna STUDENT Þórflutti útskriftarræðuna fyrir hönd samnemenda sinna. Margrét Frímannsdóttir tók Þór í ræðuþjálfun. Þór Sigurðsson útskrifaðist af fé- lagsfræðibraut Fjölbrautaskóla Suðurlands í vor. Hann hefur sótt skólann stíft síðastliðin þrjú ár frá fangelsinu að Litla-Hrauni þar sem hann hefur búið síðastliðin sex ár. „Það eru ekki margir sem fara í skóla hérna þótt alltaf hlaupi metnaður í menn á haustin þeg- ar skólarnir byrja," segir Þór. „Mín reynsla er samt sú að nám er besta betrunin sem völ er á." Þór afþlánar fangelsisdóm fyrir að hafa orðið manni að bana. Hann hlaut sextán ára fangelsisdóm og á eftir að afplána fjögur ár af refs- ingunni. „Þetta er eitthvað sem ég verð að læra að lifa með. Þetta verður alltaf hluti af mér, fjölskyldu minni og mörgum fleiri. Til þess að geta byrjað að byggja upp framtíð- ina þarf ég að sætta mig við orð- inn hlut." Þetta kveðst Þór fyrst og fremst gera með því að sækja nám- ið. „Nú er málið að reyna að kom- ast að í háskóla." í ræðuþjálfun Sjálf útskriftin var mikill sigur fyrir Þór. Honum var boðið að flytja útskriftarræðu fyrir hönd samnem- enda sinna í vor og ákvað að þiggja boðið. „Égfékkfínusturæðuþjálfun hérna á Hrauninu hjá Margréti Frí-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.